Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

207. fundur 24. janúar 2003
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 207 – 24.01. 2003


Ár 2003, föstudaginn 24. janúar, kom byggðarráð saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 1000.
            Mættir voru: Gísli Gunnarsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Bjarni Jónsson, auk sveitarstjóra Ársæls Guðmundssonar. 
DAGSKRÁ:
  
             1.                  Samingur við Skagafjarðarveitur ehf vegna áhaldahúss.
                2.                  Innlausn á félagslegri íbúð.
  
             3.                  Umsókn um styrk – Búhöldar hsf.
                4.                  Afnot af kortagrunni sveitarfélagsins – beiðni frá Náttúrurstofu
                            Norðurlands vestra.
                5.                  Gerð fjárhagsáætlunar.

                6.                  Bréf og kynntar fundargerðir:
                            a.       Umsögn um frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs.
                            b.      Tækifæri hf.  Staðfesting hlutafjáreignar og skráningarlýsing.
                            c.       Bréf frá íbúasamtökunum út að austan – störf á vegum
                                  sveitarfélagsins til Hofsóss.
  
                         d.      Fundargerð 5. fundar stjórnar Miðgarðs.
                            e.       Bréf frá íbúum við götuna Furulund, Varmahlíð.
                            f.        Bréf frá Lögmönnum Skólavörðustíg 6B sf.
                            g.       Bréf frá íbúasamtökunum út að austan – skipulag vinnuskóla
                                  Skagafjarðar, austan vatna.

                7.                  Til glöggvunar:
  
                         a.       Mat á líklegu söluverði húseignarinnar við Freyjugötu 48,
                                  Sauðárkróki.
 
AFGREIÐSLUR: 
1.       Lagður fram samningur við Skagafjarðarveitur ehf. um kaup á Áhaldahúsi
           sveitarfélagsins að Borgarteig 13 – 15. 

Byggðarráð samþykkir framlagðan samning og felur sveitarstjóra að ganga frá samningum við  Skagafjarðarveitur ehf. 
2.                  Lagt fram bréf frá Víglundi Rúnari Péturssyni og Hafdísi Eddu Stefánsdóttur, þar sem þau óska eftir því að sveitarfélagið leysi til sín félagslega eignaríbúð þeirra að Birkihlíð 18, Varmahlíð.
Byggðarráð samþykkir að leysa til sín íbúðina og samþykkir jafnframt að íbúðin verði auglýst til sölu. 
3.                  Lagt fram bréf frá Búhöldum hsf. þar sem óskað er eftir styrk vegna stofnkostnaðar að upphæð kr. 300.000.- á sama grundvelli og Húsnæðissamvinnufélag Skagafjarðar fékk.
Byggðarráð samþykkir að verða við erindinu.  Gunnar Bragi Sveinsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu þessari. 
4.                  Lagt fram bréf frá Náttúrustofu Norðurlands vestra varðandi afnot af kortagrunni til handa Náttúrustofunni.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að ræða við þá aðila sem eiga kortagrunninn. 
5.                  Rætt var um vinnu við gerð fjárhagsáætlunar.  Fram hefur komið beiðni frá fulltrúum minnihluta sveitarstjórnar þar sem fulltrúar minnihlutans eiga ekki kost á að sækja fund föstudaginn 31. janúar, um frestun á fundi sveitarstjórnar frá 31. janúar til 4. febrúar og þar með síðari umræðu og afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2003.  Samþykkt að verða við þessari beiðni. 
6.                  Bréf og kynntar fundargerðir:
a)                  Lagt fram bréf frá SSNV dags. 10.janúar 2003, varðandi umsögn um frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs.
b)                 Lagt fram bréf frá Tækifæri dags. 17.janúar 2003, þar sem staðfest er hlutafjáreign Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 31.12.2002.
c)                  Lagt fram bréf frá Hjalta Þórðarsyni f.h. íbúasamtakann út að austan, dags. 16. janúar 2003, varðandi störf á vegum sveitarfélagsins til Hofsóss.
d)                 Lögð fram fundargerð stjórnar félagsheimilisins Miðgarðs frá 14. janúar 2003.
Byggðarráð vísar fundargerðinni til Fræðslu- og menningarnefndar.

e)                  Lagt fram bréf frá Helgu Bjarnadóttur og Konráð Gíslasyni varðandi frágang á götunni Furulundi í Varmahlíð.
Byggðarráð vísar bréfinu til Skipulags- og bygginganefndar.

f)                   Lagt fram bréf frá Lögmönnum Skólavörðustíg 6B sf. varðandi málefni Trausta Fjólmundssonar á Ljótsstöðum.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að svara bréfinu.

g)                  Lagt fram bréf frá íbúasamtökunum út að austan varðandi skipulag vinnuskóla Skagafjarðar austan vatna.  Einnig skýrsla um stöðu þeirra mála og tillögur til úrbóta.
Byggðarráð lýsir yfir ánægju sinni með þá vinnu sem íbúasamtökin út að austan hafa hér innt af hendi og vísar málinu til fræðslu- og menningarnefndar.
 
7.                  Lagt fram mat á líklegu söluverði húseignarinnar Freyjugata 48, unnið af Ágústi Guðmundssyni fasteignasala. 
Fleira ekki gert.  Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 12.oo 
                                                                                    Elsa Jónsdóttir, ritari.