Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

204. fundur 20. desember 2002
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 204 – 20.12. 2002


  Ár 2002, föstudaginn 20. desember, kom byggðarráð saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 1000.
  Mættir voru: Gísli Gunnarsson, Bjarni Jónsson og Gunnar Bragi Sveinsson auk sveitarstjóra   Ársæls Guðmundssonar. 
DAGSKRÁ:
                 
1.           
Formenn íbúasamtakanna í Skagafirði koma á fundinn.
  
                 - Helgi Gunnarsson, Varmahlíð og Bjarni K. Þórisson, Út að austan
                 
2.           
Snjómokstur á Sauðárkrókshöfn
                 
3.           
Norðurgarður, þekja-, lagnir, verklok
                 
4.           
Rafmagnsheimtaug á Sauðárkrókshöfn
                 
5.           
Greiðsla fyrir viktun í Hofsóshöfn
                 
6.           
Samningur um innheimtu fasteignagjalda
                 
7.           
Erindi frá Kolkuós ses. um að taka á leigu land við Kolkuós
                 
8.           
Umsókn um rekstur gistiheimilis
                 
9.           
Erindi frá húsnefnd Höfðaborgar
             
10.           
Tillögu vísað til byggðarráðs frá sveitarstjórn
                    -        
Skipan vinnuhóps um rafrænt samfélag.
             
11.            Erindi frá Kristbirni Bjarnasyni og Lárusi Degi Pálssyni

                    -        
Verkefnið Rafrænt samfélag
             
12.            Trúnaðarmál
             
13.            Fjölnet hf.
             
14.           
Bréf og kynntar fundargerðir.
                    a)     
Nafnabreyting hjá Steinullarverksmiðjunni hf.
                    b)     
Kynningarbréf frá Varasjóði húsnæðismála
                    c)     
Vinnueftirlitið
                            Húsnæði fyrir sorpbrennslu hjá sveitarfélögum

                    d)      Fundargerðir Framkvæmdanefndar Landsmóts UMFÍ
                    e)      Samþykkt stjórnar Náttúrustofu Norðurlands vestra
                    f)        Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga

                            Evrópsk umhverfisverðlaun sveitarfélaga 2003
                            Um daggjöld hjúkrunarheimila
                            Fundargerð stjórnar nr. 699
 
AFGREIÐSLUR: 
    1.   Forsvarsmenn íbúasamtakanna í Skagafirði, Helgi Gunnarsson af hálfu íbúasamtakanna í Varmahlíð, Bjarni K. Þórisson og Laufey Haraldsdóttir fyrir íbúasamtökin Út að austan, komu á fundinn og skýrðu frá starfsemi samtaka sinna. 
    2.   Lagðar fram upplýsingar um tilboð í snjómokstur á hafnarsvæði Sauðárkrókshafnar og samanburður á þeim.  Áður tekið fyrir á fundi samgöngunefndar 21. nóvember 2002.  Vísað til byggðarráðs frá sveitarstjórn.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu samgöngunefndar.  
    3.   Norðurgarður – þekja, lagnir og verklok  Hallgrímur Ingólfsson tæknifræðingur sveitarfélagsins skýrði frá framkvæmd verksins og verklokum. Áður á dagskrá samgöngunefndar 21. nóvember 2002.  Vísað til byggðarráðs frá sveitarstjórn.
Byggðarráð samþykkir með tveimur atkvæðum gegn einu að gera ekki athugasemd við afgreiðslu samgöngunefndar.
Gunnar Bragi Sveinsson óskar bókað að hann telji að beita hafi átt verktakann dagsektum.
 
    4.   Lagt fram ódagsett bréf frá RARIK Norðurlandi-vestra, þar sem tíundaður er áætlaður kostnaður við 630 ampera heimtaug á hafnarsvæði Sauðárkrókshafnar.  Áður á dagskrá samgöngunefndar 21. nóvember 2002.  Vísað til byggðarráðs frá sveitarstjórn.
Byggðarráð samþykkir að taka tilboði frá RARIK um heimtaugagjald að upphæð kr. 3.073.017 auk 24,5#PR virðisaukaskatts. 
    5.   Lögð fram samþykkt samgöngunefndar sveitarfélagsins frá 21. nóvember 2002 um gjaldskrá Hofsósshafnar fyrir vinnu við vigtun, sem taka  á gildi 1. janúar nk.  Áður á dagskrá samgöngunefndar 21. nóvember 2002.  Vísað til byggðarráðs frá sveitarstjórn.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu aftur til samgöngunefndar og mælist til þess að jafnræðis verði gætt á milli hafna í gjaldtöku.
    6.   Lagður fram samningur til eins árs við Sparisjóð Hólahrepps um innheimtu fasteignagjalda 2003.
Byggðarráð samþykkir samninginn. 
    7.   Lagt fram bréf frá Kolkuósi ses., dagsett 17. desember 2002, þar sem óskað er eftir að taka á leigu land í Kolkuósi.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til skipulags- og bygginganefndar og jafnframt óskar eftir að fá forsvarsmenn Kolkuóss ses. á fund byggðarráðs til viðræðna um málið.
    8.   Lagt fram bréf frá  sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 11. desember 2002, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Indríðar E. Indriðadóttur og Jósafats Felixsonar um leyfi til að reka  gistiþjónustu að Lauftúni.
Byggðaráð gerir ekki athugasemd við umsóknina. 
    9.   Lagt fram bréf frá húsnefnd Höfðaborgar, dagsett 15. desember 2002, varðandi viðhald og rekstur félagsheimilisins.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar og einnig er tæknideild falið að gera úttekt á húsinu með tilliti til skýrslu Heilbrigðiseftirlits Norðurlandsumdæmis vestra.
10.   Eftirfarandi tillögu var vísað til byggðarráðs frá sveitarstjórn þann 17. desember sl.
“Í ljósi þess skamma tíma sem sveitarstjórn hefur til að taka ákvörðun um þátttöku í verkefninu Rafrænt samfélag, leggjum við til að sveitarstjórn skipi vinnuhóp er skili áliti um þátttöku sveitarfélagsins í verkefninu og tillögum þar að lútandi telji hópurinn það áhugavert.  Hópurinn verði skipaður sveitarstjóra ásamt aðilum frá  Fjölneti hf. og Atvinnuþróunarfélaginu Hring og verði kallaður saman nú þegar.
Gunnar Bragi Sveinsson, Sigurður Árnason, Þórdís Friðbjörnsdóttir”
Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins.
11.   Lagt fram bréf frá Kristbirni J. Bjarnasyni og Lárusi Degi Pálssyni, dagsett 18. desember 2002, varðandi verkefnið Rafrænt samfélag.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að eiga viðræður við ofangeinda menn um að gera forathugun á verkefninu.
12.   Sjá trúnaðarbók. 
13.   Lagt fram bréf frá Fjölneti hf., dagsett 13. desember 2002 varðandi aukningu hlutafjár í félaginu.
Byggðarráð samþykkir að taka ekki þátt í hlutafjáraukninu félagsins. 
14.   Bréf og kynntar fundargerðir:
a)      Kynnt bréf um að nafni Steinullarverksmiðjunnar hf. hafi verið breytt í Steinull hf.
b)      Kynnt bréf frá Varasjóði húsnæðismála, dagsett 9. desember sl. um staðsetningu
      sjóðsins og ráðningu framkvæmdastjóra.
c)      Kynnt bréf frá Vinnueftirlitinu, dagsett 26. nóvember 2002 varðandi húsnæði
      fyrir sorpbrennslu hjá sveitarfélögum.
d)      Kynntar  fundargerðir Framkvæmdanefndar Landsmóts UMFÍ 2004. 
      Fundir 1-12.
e)      Kynnt samþykkt stjórnar Náttúrustofu Norðurlands vestra frá 18. desember
      2002 um að fela Launanefnd  sveitarfélaga umboð stjórnar til gerðar
      kjarasamnings við Félag íslenskra náttúrufræðinga um launakjör viðkomandi
      starfsmanna stofunnar.
f)        Kynnt bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 10. desember 2002 um
      evrópsk umhverfisverðlaun sveitarfélaga 2003.  Einnig bréf um daggjöld
      hjúkrunarheimila.  Að endingu kynnt fundargerð 699. fundar stjórnar Sambands
      íslenskra sveitarfélaga.
 
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl.1235
                                                Margeir Friðriksson, ritari