Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

203. fundur 11. desember 2002
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 203 – 11.12. 2002
Ár 2002, miðvikudaginn 11. desember, kom byggðarráð saman til fundar í Ráðhúsinu
kl. 1000.
            Mættir voru: Gísli Gunnarsson, Bjarni Jónsson og Gunnar Bragi Sveinsson auk sveitarstjóra Ársæls Guðmundssonar.
 
DAGSKRÁ:
                 
1.           
Stjórn Félagsheimilisins Bifrastar kynnir rekstrarstöðu hússins
                 
2.           
Samningur um sölu hlutabréfa í Norðlenskri orku ehf.
                 
3.           
Forkaupsréttur að jörðinni Miðdal ásamt Fremri og Ytri-Svartárdal
                 
4.           
Forkaupsréttur að Bræðraá I og II í  Sléttuhlíð
                 
5.           
Innheimta fasteignagjalda
                 
6.           
Mótframlag vegna tækjakaupa Heilbrigðisstofnunarinnar Sauðárkróki
                 
7.           
Kauptilboð í hlut sveitarfélagsins í hlutafélaginu Hring –
                  Atvinnuþróunarfélag Skagafjarðar ehf.

                 
8.           
Samningur um búfjáreftirlit
                 
9.           
Fjárbeiðni frá Stígamótum
             
10.           
Álagning gjalda – erindi frá síðasta fundi
             
11.           
Bréf og kynnt efni:
                    -        
Samkomulag um breytingar á fjármálalegum samskiptum ríkis og
                          sveitarfélaga
 
AFGREIÐSLUR: 
    1.   Stjórn Félagsheimilisins Bifrastar kom á fund byggðarráðs og kynnti rekstrarstöðu félagsheimilisins.
Byggðarráð samþykkir að heimila hússtjórninni að ganga í ábyrgð fyrir aukinni yfirdráttarheimild rekstraraðila að upphæð kr. 500.000.  Byggarráð leggur til að núverandi rekstrarsamningi á milli hússtjórnar félagsheimilisins og Leikfélags Sauðárkróks verði sagt upp. 
    2.   Lagður fram samningur um sölu hlutabréfa sveitarfélagsins í Norðlenskri orku ehf. til Kaupfélags Skagfirðinga.  Kaupverðið er nafnverð bréfanna kr. 5.210.000 og greiðast kr. 800.000 við undirritun samnings og eftirstöðvar kr. 4.410.000 verðbættar, ef Norðlensk orka ehf. verður eigandi og þátttakandi í verklegum framkvæmdum við orkuver í Skagafirði fyrir árslok 2010.  Varðandi a-lið samningsins fylgir með kaupsamningur með afsali um húseignina Hof við Varmahlíð ásamt tilheyrandi lóðarréttindum.
Byggðarráð samþykkir framangreindan samning.  
Bókun:
“Vegna óska sveitarfélagsins um að Kaupfélag Skagfirðinga kaupi hlut sveitarfélagsins í Norðlenskri orku ehf. geri ég eftirfarandi bókun. 
Undirritaður harmar ákvörðun meirihlutans um að selja hlut sveitarfélagsins í Norðlenskri orku ehf. Ekki verður fullrætt um þá möguleika sem aðild sveitarfélagsins að fyrirtækinu hefði í för með sér.  Það er enn bjargföst trú mín og annarra fulltrúa framsóknarflokksins í sveitarstjórn að aðkoma sveitarfélagsins að fyrirtækinu væri því, íbúum Skagafjarðar og sveitarfélaginu til hagsældar.
Hins vegar ber að lýsa ánægju með ákvörðun Kaupfélags Skagfirðinga um að kaupa hlut sveitarfélagsins og tryggja þannig að hlutur heimamanna í Norðlenskri orku ehf. skerðist ekki.
Óska ég bókað að ég sit hjá við afgreiðslu þessa.
Að öðru leyti vísa ég til bókunar á byggðaráðsfundi þann 4. september 2002.#GL 
Gunnar Bragi Sveinsson. 
    3.   Lagður fram kaupsamningur, dagsettur 29. nóvember 2002, um jörðina Miðdal ásamt Fremri og Ytri-Svartárdal og Ölduhrygg.
      Byggðarráð samþykkir að nýta ekki forkaupsrétt sinn.
    4.   Lagður fram kaupsamningur, dagsettur 6. nóvember 2002, um jarðirnar Bræðraá I og Bræðraá II í Sléttuhlíð.
Byggðarráð samþykkir að nýta ekki forkaupsrétt sinn. 
    5.   Lagt fram tilboð frá Sparisjóði Hólahrepps í innheimtu fasteignagjalda fyrir árið 2003.
      Byggðarráð samþykkir að taka tilboði Sparisjóðs Hólahrepps skv. leið 1 í
      innheimtu fasteignagjalda fyrir árið 2003.
 
    6.   Lagt fram bréf frá Heilbrigðisstofnuninni Sauðárkróki, dagsett 2. desember 2002 varðandi mótframlag sveitarfélagsins að upphæð kr. 880.000 vegna tækjakaupa stofnunarinnar.
      Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að kanna þetta mál í ljósi nýgerðs
      samnings á milli sveitarfélaga og ríkisins.
 
    7.   Lagt fram kauptilboð frá Lárusi Degi Pálssyni og Kristbirni J. Bjarnasyni, dagsett 5. desember 2002 í 51#PR hlut sveitarfélagsins í Hring – Atvinnuþróunarfélagi Skagafjarðar ehf.
Tillaga:
“Byggðarráð samþykkir að auka ekki hlutafé Sveitarfélagsins Skagafjarðar í Atvinnuþróunarfélaginu Hring ehf.  Jafnframt samþykkir byggðarráð að ganga til viðræðna við starfsmenn Hrings um kaup þeirra á hlut sveitarfélagsins í Atvinnuþróunarfélagi Skagafjarðar ehf. – Hring.  Sveitarstjóra er falið að ræða við starfsmenn félagsins fyrir kl. 13 fimmtudaginn 12. desember nk.”
Byggðarráð samþykkir tillöguna.
Bókun:
“Undirritaður fagnar því áræði og þeirri framtíðarsýn sem tilboðsgjafar hafa á atvinnulíf í Skagafirði. Trú þeirra á að full þörf sé fyrir slíkt félag rennir stoðum undir þau rök sem fulltrúar Framsóknarflokksins í sveitarstjórn hafa haldið fram um mikilvægi þess að starfrækja félagið áfram. Er það von mín að starfsemi þeirra eigi eftir að eflast og verða skagfirsku atvinnulífi nú sem fyrr mikilvæg stoð í framþróun og vexti þar sem  ljóst er að lítill eða enginn vilji er hjá meirihluta sveitarstjórnar í þá átt.
Jafnframt er það von mín að fyrirtæki og stofnanir í Skagafirði eigi eftir að nýta sér þjónustu þessara aðila og þannig styrkja starfsemi þeirra.
Ég greiði því atkvæði með því að hlutur sveitarfélagsins verði seldur tilboðsgjöfum.#GL  
Gunnar Bragi Sveinsson. 
    8.   Lagður fram samningur um búfjáreftirlit milli Akrahrepps, Siglufjarðarkaupstaðar og Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
      Byggðarráð samþykkir samninginn. 
    9.   Lagt fram bréf frá Stígamótum, dagsett 27. nóvember 2002, þar sem óskað er eftir fjárstuðningi til starfseminnar.
      Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til félags- og tómstundanefndar. 
10.   Tillaga um álagningu fasteignagjalda og gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpurðun á árinu 2003. 
Álagning fasteignagjalda:
Sauðárkrókur:

   Fasteignaskattur A-flokkur                    0,43#PR
    Fasteignaskattur B-flokkur                    1,58#PR
    Lóðarleiga íbúðarlóða                           1,00#PR
    Lóðarleiga atvinnulóða                          2,00#PR
    Lóðarleiga ræktunarlands, kr. á m2        0,60
  
Holræsagjald                                        0,25#PR
    Sorphirðugjald á ílát, kr.                        7.000
 
Hofsós og Varmahlíð:
  
Fasteignaskattur A-flokkur                    0,43#PR
    Fasteignaskattur B-flokkur                    1,50#PR
    Lóðarleiga íbúðarlóða                           1,00#PR
    Lóðarleiga atvinnulóða                          2,00#PR
    Lóðarleiga ræktunarlands, kr. á m2        0,60
    Holræsagjald                                        0,25#PR
    Sorphirðugjald á ílát, kr.                        7.000 
Dreifbýli:
          Fasteignaskattur A-flokkur                    0,43#PR
          Fasteignaskattur B-flokkur                    1,50#PR 
Gjalddagar verði sjö á tímabilinu febrúar – ágúst 
Reglur um niðurfellingu fasteignaskatts elli- og örorkulífeyrisþega verði óbreyttar frá árinu 2002.  Afsláttur er einungis veittur af fasteignaskatti og verður kr. 35.000 annars vegar og 17.500 hins vegar.
Fasteignaskattur verður eingöngu felldur niður af því húsnæði elli- og örorkulífeyrisþega sem þeir búa í sjálfir. 
Samþykkt samhljóða. 
Tillaga:
Vegna fyrirsjáanlegra fráveituframkvæmda samþykkir byggðarráð að leggja hluta holræsagjalda til hliðar þannig að unnt verði að mæta útgjöldum vegna þeirra þegar þar að kemur. 
Samþykkt samhljóða. 
Byggðarráð samþykkir eftirfarandi breytingar á gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpurðun í Sveitarfélaginu Skagafirði á árinu 2003: 
1.      grein
Sorphirðugjald á ílát, sumarhús verður kr. 2.400
   Sorphirðugjald á ílát, íbúðarhúsnæði verður kr. 7.000 
     Sorpurðunargjöld haldast óbreytt. 
11.   Bréf og kynnt efni:
a)      Kynnt samkomulag um breytingar á fjármálalegum samskiptum ríkis og sveitarfélaga.
 
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl.1230
                                                            Margeir Friðriksson, ritari.