Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

199. fundur 13. nóvember 2002
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 199 – 13.11. 2002


Ár 2002, miðvikudaginn 13. nóvember, kom byggðarráð saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 1000.
Mættir voru: Bjarni Jónsson, Bjarni Maronsson og Gunnar Bragi Sveinsson auk sveitarstjóra Ársæls Guðmundssonar. 
DAGSKRÁ:
                 
1.           
Íþróttanefnd menntamálaráðuneytisins kemur í heimsókn
                 
2.           
Heimild sveitarstjóra til að ráða embættismenn
                 
3.           
Erindi frá stjórn Umf. Tindatóls
                 
4.           
Styrkumsókn frá björgunarsveitum í Skagafirði
                 
5.           
Erindi frá Dögun ehf.
                 
6.           
Trúnaðarmál
                 
7.           
Gjaldskrá leikskóla frá 1. janúar 2003
                 
8.           
Bréf og kynntar fundargerðir
                    -        
Fundargerð stjórnarfundar SSNV 18. september 2002
                    -        
Frumvarp til umsagnar – íbúaþing
                 
9.           
Bókun
             
10.           
Sorpmál 
AFGREIÐSLUR: 
1.      Fulltrúar íþróttanefndar menntamálaráðuneytisins komu á fund byggðarráðs.  Rædd voru íþróttamál vítt og breitt þó einkum um framkvæmdir vegna Landsmóts UMFÍ 2004. 
2.      Vegna endurskipulagningar á stjórnsýslu sveitarfélagsins þá samþykkir byggðarráð eftirfarandi:
Sveitarstjóra er falið að gera ráðningarsamninga við yfirmenn sviða (sviðsstjóra) skv. heimild í 5. tl. 2. mgr. 1. gr. laga nr. 94/1986 og skv. 8. tl. 19. gr. sömu laga.  Sviðsstjórar eftirfarandi sviða verða ráðnir sem embættismenn:
a)      Sviðsstjóri eignasjóðs
b)      Sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs
c)      Sviðsstjóri fjármálasviðs
d)      Sviðsstjóri fjölskyldu- og þjónustusviðs
e)      Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs
 
Gunnar Bragi Sveinsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu þessa liðar. 
3.      Lagt fram bréf frá Ungmennafélaginu Tindastóli, dagsett 5. nóvember 2002, þar sem óskað er eftir því að sveitarfélagið heimili knattspyrnudeild félagsins að taka yfirdráttarlán að upphæð kr. 500.000.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að óska eftir frekari upplýsingum um málið og skoða öll gögn sem tengjast samningum við ungmennafélagið. 
4.      Lagt fram bréf frá stjórnum björgunarsveitanna í Skagafirði, dagsett 9. nóvember 2002, þar sem óskað er eftir sameiginlegum styrk til sveitanna á árinu 2003 að upphæð kr. 2.250.000.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2003. 
5.      Lagt fram bréf frá Dögun ehf., dagsett 4. nóvember 2002, varðandi gatnagerðargjöld.
Byggðarráð samþykkir óska eftir fundi með framkvæmdastjóra fyrirtækisins um málefni þess. 
6.      Sjá trúnaðarbók. 
7.      Lögð fram ný gjaldskrá fyrir leikskóla í Sveitarfélaginu Skagafirði, sem taka á gildi 1. janúar 2003.
Byggðarráð samþykkir framangreinda gjaldskrá.  Gunnar Bragi Sveinsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu þessa liðar.
 8.      Bréf og kynntar fundargerðir:
        a)      Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnarfundar SSNV frá 18.09. 2002.
        b)      Lagt fram til kynningar bréf frá félagsmálanefnd Alþingis, dagsett
              6. nóvember 2002 varðandi umsögn um frumvarp til sveitarstjórnarlaga,
              15. mál, íbúaþing.

        Sveitarstjóra falið að gera drög að  umsögn um frumvarpið. 
9.      “Undirritaður gerir eftirfarandi bókun vegna þeirrar ákvörðunar meirihluta byggðaráðs að boða til fundar í byggðaráði 6. nóvember án fulltrúa minnihlutans.
Undirritaður mótmælir harðlega þeirri ákvörðun meirihluta byggðaráðs að halda fund í byggðaráði miðvikudaginn 6. nóvember sl. án fulltrúa minnihlutans. Vissulega eru fundir byggðaráðs oftast haldnir kl. 10 á miðvikudögum. Það er þó ekki regla, og engin samþykkt til fyrir því. Fundirnir hafa verið færðir til m.a. til föstudags og tíma þeirra breytt svo byggðaráðsmenn geti mætt til fundar.
Til fundarins 6. nóvember var boðað þrátt fyrir að minnihlutinn hefði beðið tveimur dögum áður um frestun fundarins og tilkynnt að hvorki aðalmaður né varamaður gæti mætt á miðvikudegi ef boðað yrði til fundar þá.  Undirritaður bauð fram lausnir ef nauðsynlegt væri að halda byggðaráðsfund í þessari viku.. Síðar kom í ljós að ekkert af málum fundarins hefði ekki getað beðið næsta fundar.
Undirritaður bauðst til að mæta á fund þriðjudaginn 5. nóvember. Það þótti ekki henta. Þá var stakk undirritaður  uppá því að halda fundinn í Reykjavík enda yrðu þar allir byggðaráðsmenn ásamt fjármálastjóra á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga fimmtudag og föstudag. Því var ekki svarað.
Einnig var stungið uppá því að halda fundinn á föstudag þegar fulltrúarnir væru komnir heim. Því var ekki heldur svarað. 
Það er því áhyggjuefni fyrir lýðræðið í Skagafirði að meirihluti sveitarstjórnar skuli með ofbeldi útiloka minnihlutann frá umræðum um málefni sveitarfélagsins. Þessir sömu stjórnmálamenn fóru mikinn í umræðum um íbúalýðræði í kosningabaráttunni sl. vor. Ef þetta er þeirra skilningur á íbúalýðræði er ljóst að stutt er á milli lýðræðis og einræðis. 
      Gunnar Bragi Sveinsson.” 
      Fulltrúar meirihluta byggðarráðs óska bókað: “Til byggðarráðsfundar þann 6. nóvember sl. var boðað með lögmætum hætti á hefðbundnum fundartíma.  Það er ljóst að byggðarráðsmenn meirihluta áttu þess ekki kost að flýta fundi um dag vegna skuldbindinga í öðrum verkefnum.  Einnig lá fyrir að byggðarráðsmenn yrðu fjarverandi á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga í Reykjavík, fimmtudag og föstudag í sömu viku.  Það hefur verið almenn viðmiðun að halda byggðarráðsfundi vikulega.  Áður hefur fundartíma verið breytt að ósk fulltrúa minnihluta.  Að þessu sinni var ekki mögulegt að finna annað en hefðbundinn fundartíma.” 
10.  Gunnar Bragi Sveinsson óskar eftir því að sorpmál séu tekin á dagskrá og óskar eftir því að eftirfarandi spurningum sé svarað:  
1.      Hvaða rök eru fyrir því að hverfa frá fyrirhuguðu sorpurðunarsvæði í nágrenni Kolkuóss.
2.      Hvað hyggst meirihlutinn gera við þær miklu rannsóknir sem unnar hafa verið um sorpurðunarsvæði í Skagafirði.
3.      Allir þeir sem unnu að rándýrum rannsóknum á sorpurðunarsvæði í Skagafirði mæltu með því í nágrenni Kolkuóss. Telur meirihlutinn sig hafa betri vitneskju en þeir sérfræðingar sem unnu skýrsluna.
4.      Hvaða fyrirhuguð sorpurðunarsvæði er ætlunin að rannsaka.
5.      Er það rétt að meðal þeirra svæða sem meirihlutinn hyggst rannsaka er svæði við Gauksstaði á Skaga?
6.      Ef svo er hefur verið rætt við íbúa í nágrenni staðarins.
7.      Hver er fjarlægð þeirra fyrirhuguðu sorpurðunarstaða sem meirihlutinn hyggst rannsaka frá helstu þéttbýlisstöðum í Skagafirði m.v. svæðið í nágrenni Kolkuóss.
8.      Hvaða aðilar munu vinna þær rannsóknir
9.      Hvaðan koma þeir fjármunir sem setja á í rannsóknir á nýju sorpurðunarsvæði.
10.  Er gert ráð fyrir þeim fjármunum í fjárhagsáætlun.
11.  Hvað er áætlað að slíkar rannsóknir kosti.
12.  Hefur meirihlutinn rætt við íbúa m.a. í Sléttuhlíð og á Hofsósi.
13.  Hvað er áætlað að það kosti að urða sorp m.a. í Sléttuhlíð m.v. Kolkuós.
14.  Hefur meirihlutinn í hyggju að taka fyrirhugað urðunarsvæði við Kolkuós útaf skipulagstillögu 2 sem nú liggur fyrir í Skipulags og bygginganefnd.
15.  Hefur aðilum þeim er hyggjast byggja upp Kolkuósbæinn verið lofað breytingum á tillögu 2 að aðalskipulagi sem nú liggur fyrir Skipulags og bygginganefnd.
16.  Hvert er hið merka menningarsögulega gildi Kolkuóss sem ekki er talið fara með sorpurðunarsvæði, sem ekki sést frá Kolkuósnum?
17.  Ætla má að meirihluti sveitarstjórnar hafi fengið í hendur áætlanir um uppbyggingu í Kolkuósi. Varla eru þær óljósu hugmyndir sem viðraðar voru á fundi í Hofsósi í haust næg rök fyrir “friðun” staðarins. Hvaða aðrar hugmyndir eða áætlanir hefur meirihluti sveitarstjórnar fengið í hendurnar um uppbyggingu í Kolkuósi og hvers vegna hefur þeim þá ekki verið dreift til sveitarstjórnar.  
        Svör við þessum spurningum óskast skrifleg.”
        Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að svara erindi
  Gunnars Braga.
 
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl.1245
                                                 Margeir Friðriksson, ritari.