Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

198. fundur 06. nóvember 2002
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 198 – 06.11. 2002
Ár 2002, miðvikudaginn 6. nóvember, kom byggðarráð saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 1000.
            Mættir voru: Gísli Gunnarsson og  Bjarni Jónsson auk sveitarstjóra Ársæls Guðmundssonar. 
DAGSKRÁ:
                 
1.            Rúnar Vífilsson kynnir stöðu fræðslumálaflokks.
                 
2.            Fundarboð Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum.
                 
3.            Erindi frá forstöðumanni Fornleifaverndar ríkisins.
                 
4.            Sorpvinnslumál.
                 
5.            Jafnréttismál.
                 
6.            Breytingar á reglum um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum.
                 
7.            Umsókn vegna forvarnarstarfs læknanema.
                 
8.            Bréf og kynnar fundargerðir.

                    - Álagning árgjalda Iðnþróunarfélags Norðurlands vestra.
 
AFGREIÐSLUR: 
1.         Á fundinn kom Rúnar Vífilsson.  Kynnti hann fyrir byggðaráðsmönnum fjárhagsstöðu hinna ýmsu stofnana inna málaflokks fræðslumála. 
2.                  Lagt fram fundarboð á ársfund Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, en hann verður haldinn fimmtudaginn 7. nóvember 2002 kl. 11.oo – 12.oo á Hótel Sögu.
Byggðarráð samþykkir að fjármálastjóri sæki fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.
 
3.                  Lagt fram erindi frá forstöðumanni Fornleifaverndar ríkisins varðandi rekstrarkostnað minjavarða.
Byggðarráð fagnar því að minjaverðir fái rekstrarkostnað greiddan af sínum vinnuveitanda og felur sveitarstjóra að ræða við forstöðumann Fornleifaverndar ríkisins um áframhaldandi samstarfs sveitarfélagsins og Fornleifaverndar.
 
4.                  Sorpvinnslumál. 
Byggðarráð felur Umhverfisnefnd og  Skipulags- og bygginganefnd að kanna fleiri kosti til sorpförgunar en að nýta landsvæðið við Kolkuós. 
- Greinargerð -
Í ljósi þess að Kolkuós hefur mikið menningarsögulegt gildi og vegna hugmynda um uppbyggingu í Kolkuósi og nágrenni, telur Byggðarráð nauðsynlegt að skoða aðra möguleika við sorpvinnslu.  Í því felst bæði athugun á öðrum svæðum og samstarf við önnur sveitarfélög. 
5.                  Lagt fram bréf frá Gunnari Sandholt félagsmálastjóra varðandi tilmæli félags- og tómstundanefndar á fundi 29.október s.l. um að byggðarráð tilnefni fulltrúa frá hverri fastanefnd í starfshóp til endurskoðunar á jafnréttisáætlun sveitarfélagsins.  Þá beinir nefndin því einnig til sveitarstjóra að gætt verði ákvæða jafnréttisáætlunar við þá endurskoðun ráðningarkjara sem fyrirhuguð er hjá sveitarfélaginu.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að ræða þessi mál við félagsmálastjóra.
 
6.                  Lagðar fram tillögur félags- og tómstundanefndar að breytingum á reglum um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum.
Byggðarráð samþykkir framlagðar tillögur.
 
7.                  Lögð fram umsókn um fjárstyrk vegna forvarnarstarfs læknanema.
Byggðarráð sér sér ekki fært að styrkja verkefnið.
 
8.                  Bréf og kynntar fundargerðir:
-   Álagning árgjalda Iðnþróunarfélags Norðurlands vestra.
Lögð fram skrá yfir álagningu árgjalda sveitarfélaga á Norðurlandi vestra til Iðnþróunarfélags Norðurlands vestra árið 2002.
 
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl. 11.55 
                                                                                    Elsa Jónsdóttir, ritari.