Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

195. fundur 16. október 2002
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 195 - 16.10. 2002


 Ár 2002, miðvikudaginn 16. október, kom byggðarráð saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 1000.
    Mættir voru: Gísli Gunnarsson,  Bjarni Jónsson og Gunnar Bragi Sveinsson auk sveitarstjóra Ársæls Guðmundssonar. 
DAGSKRÁ:
                 
1.           
Innlausn íbúðar
                 
2.           
Erindi frá stjórn Félagsheimilisins Bifrastar
                 
3.           
Umsögn vegna úthlutunar byggðakvóta
                 
4.           
Atvinnuþróunarmál
                 
5.           
Skipurit sveitarfélagsins
                 
6.           
Samningsdrög um rekstur Náttúrustofu
                 
7.           
Áskorun til bæjaryfirvalda vegna hraðaksturs
                 
8.           
Erindi frá Umf. Tindastóli
                 
9.           
Erindi frá FSNV vegna símenntunaráætlana
             
10.           
Beiðni um niðurfellingu gjalda
             
11.           
Beiðni um niðurfellingu gjalda
             
12.           
Erindi frá fjármálastjóra
             
13.           
Kynntar fundargerðir
                    -        
50. fundur Launanefndar sveitarfélaga 
AFGREIÐSLUR: 
1.      Lögð fram ósk um að sveitarfélagið innleysi félagslega íbúð nr. 201 í Víðigrund 28.
      Byggðarráð samþykkir að innleysa íbúðina. 
2.      Lagt fram bréf frá hússtjórn Félagsheimilisins Bifrastar, þar sem óskað er eftir að heimild til lántöku að upphæð kr. 5.000.000 með veði í félagsheimilinu.
      Byggðarráð samþykkir að veita leyfi fyrir veðsetningu á fasteigninni fyrir hönd
      sveitarfélagsins.  Einnig óskar byggðarráð eftir að fá upplýsingar um stöðu
      rekstrar pr. 31. október nk. þegar hún liggur fyrir og starfsáætlun.
 
3.      Lagt fram bréf frá Stefáni Þórarinssyni, ráðgjafa hjá Nýsi hf., dagsett 26. september 2002, varðandi úthlutun byggðakvóta yfirstandandi fiskveiðiárs.  Úthlutunin er byggð á samningi sem Byggðastofnun gerði til fimm ára við Höfða ehf. á Hofsósi, Fiskiðjuna Skagfirðing hf. og Sveitarfélagið Skagafjörð.  Óskað er eftir að sveitarfélagið láti í ljós álit sitt hvort skilyrði fyrrnefnds samnings og afleiddra samninga hafi verið efnd á síðasta fiskveiðiári og hvort forsendur séu fyrir því að úthluta aftur á grundvelli þeirra til sömu aðila, sbr. 6. gr. fyrrnefnds samnings.
Byggðarráð telur að skilyrði fyrrnefnds samnings hafi verið efnd og því séu forsendur til að úthluta byggðakvótanum til sömu aðila.  Sveitarstjóra falið að svara þeim fyrirspurnum sem borist hafa um byggðakvótann. 
4.      Tillögur atvinnu- og ferðamálanefndar frá 14. október 2002 um atvinnuþróunarmál, framtíð Atvinnuþróunarfélags Skagafjarðar – Hrings og starf ferðamálafulltrúa ræddar.
Byggðarráð samþykkir að fela fulltrúum sveitarfélagsins í stjórn Hrings að funda með stjórn INVEST í samræmi við ofangreindar tillögur.  Einnig var formanni atvinnu- og ferðamálanefndar falið að skrifa Byggðastofnun bréf og skýra frá gangi mála varðandi atvinnuþróunarmál. 
5.      Skipurit sveitarfélagsins lagt fram.  Erindi frestað frá síðasta fundi.
Byggðarráð samþykkir skipuritið.  Gunnar Bragi Sveinsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu þessa liðar. 
6.      Lögð fram samningsdrög um rekstur Náttúrustofu Norðurlands vestra.
Byggðarráð leggur til að þessi samningsdrög verði ræddi í stjórn SSNV. 
7.      Lögð fram áskorun frá 25 íbúum við Suðurgötu á Sauðárkróki um að gerðar verði breytingar sem leiða til hægari umferðar í Suðurgötunni.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til skipulagsnefndar. 
8.      Lagt fram bréf frá Ungmennafélaginu Tindastóli, dagsett 10. október 2002, þar sem óskað er eftir niðurfellingu á hluta af skuld knattspyrnudeildar félagsins og endurgreiðslu.  Áður á dagskrá 2. október sl.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til félags- og tómstundanefndar. 
9.      Lagt fram bréf frá  Farskóla Norðurlands vestra – miðstöð símenntunar, dagsett 3. október 2002, varðandi símenntunaráætlun fyrir sveitarfélögin á Noðurlandi vestra.
Byggðarráð samþykkir óska eftir fundi með framkvæmdastjóra FSNV – miðstöð símenntunar. 
10.  Lagt fram bréf frá eigendum fasteignar á Hofsósi, þar sem þeir óska eftir því að fá fellt niður sorphirðugjald.
Byggðarráð samþykkir að hafna erindinu. 
11.  Sjá trúnaðarbók. 
12.  Fjármálastjóri óskar eftir heimild til að taka 45 milljóna króna skammtímalán til fjögurra mánaða.
Byggðarráð samþykkir að veita heimildina.  Gunnar Bragi Sveinsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu þessa liðar. 
13.  Kynnt eftirfarandi fundargerð:
a)      50. fundargerð samstarfsnefndar Launanefndar sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna grunnskólans.
 
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl.1240
                                     Margeir Friðriksson, ritari