Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

188. fundur 29. ágúst 2002
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 188 - 29.08. 2002

 
Ár 2002, fimmtudaginn 29. ágúst, kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagins í Ráðhúsinu kl. 1000.
            Mættir voru: Gísli Gunnarsson, Bjarni Jónsson og Gunnar Bragi Sveinsson auk sveitarstjóra Ársæls Guðmundssonar.
 
DAGSKRÁ:
                 
1.            Yfirlit yfir stöðu langtímalána sveitarsjóðs og stofnana pr. 31.07. 2002
                 
2.            Ný framkvæmdaáætlun vegna frjálsíþróttavallar
                 
3.            Vika símenntunar
                 
4.            Leiðrétting á framlagi frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga
                 
5.            Húsnæði fyrir afleysingarfólk á kúabúum í Skagafirði
                 
6.            Umsókn Orlofshúsa við Varmahlíð hf. um leyfi til gróðursetningar skógarplantna
                  á svæði orlofsbyggðar í Varmahlíð
                 
7.            Aðalfundur Eyvindarstaðaheiðar ehf
                  8.            Úttekt á stjórnsýslu sveitarfélagsins
                 
9.            Umsókn um styrk vegna útgáfu geisladisks
             
10.            Sala á hlut Sveitarfélagsins Skagafjarðar í Norðlenskri orku ehf.
             
11.            Kynnt fundargerð 15. fundar samstarfsnefndar Launanefndar sveitarfélaga
                  og Þroskaþjálfafélags Íslands
             
12.            Niðurfelling fasteignagjalda
 
AFGREIÐSLUR: 
1.      Margeir Friðriksson fjármálastjóri kynnti yfirlit yfir stöðu langtímalána sveitarsjóðs og stofnana pr. 31.07. 2002.
Byggðarráð samþykkir að Félagsíbúðir Skagafjarðar fari að ráðum skuldastýringar Búnaðarbanka Íslands hf. og taki lán í erlendum myntum til greiðslu á láni sem gjaldfellur í  september nk. 
2.      Hallgrímur Ingólfsson tæknifræðingur sveitarfélagsins kom á fundinn og fór yfir og kynnti framkvæmdaáætlun vegna frjálsíþróttavallar á Sauðárkróki. Einnig mætti Jón Örn Berndsen byggingarfulltrúi og greindi frá  skiplagsatriðum vegna framkvæmdarinnar.
Byggðarráð samþykkir fyrirlagða framkvæmdaáætlun vegna frjálsíþróttavallarins og heimilar framkvæmdanefndinni að hefja framkvæmdir. 
3.      Lagt fram bréf, dagsett 10.08. 2002, frá samstarfshópi um Viku símenntunar 2002, varðandi Viku símenntunar sem hefst þann 8. september nk.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ræða við forsvarsmann Viku símenntunar 2002 hér í Skagafirði  um aðkomu sveitarfélagsins að verkefninu. 
4.      Lagt fram til kynningar bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dagsett 20. ágúst 2002, þar sem fram kemur að sjóðurinn hefur samþykkt að leiðrétta framlag sitt til rekstrar grunnskóla vegna skólaársins 2001-2002. 
5.      Lagt fram bréf frá Leiðbeiningarmiðstöðinni ehf., dagsett í ágúst 2002, þar sem óskað er eftir aðstoð sveitarfélagsins með húsnæði fyrir afleysingarfólk á kúabúum í Skagafirði.
Byggðarráð telur ekki eðlilegt að sveitarfélagið taki þátt í þessu verkefni. 
6.      Lagt fram bréf frá Orlofshúsum við Varmahlíð hf., dagsett 15. ágúst 2002, þar sem óskað er eftir leyfi til að gróðursetja skógarplöntur á svæði sem er skipulagt undir orlofshúsabyggð, vestan og sunnan vegarins að býlinu Reykjahóli.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til stjórnar Menningarseturs Varmahlíðar. 
7.      Lagt fram fundarboð vegna aðalfundar Eyvindarstaðaheiðar ehf. þann 29. ágúst 2002.
Byggðarráð samþykkir að fulltrúar sveitarfélagsins í stjórn félagsins fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins hlutfallslega. 
8.      Lögð fram tillaga um að Endurskoðun KPMG hf. verði falið að gera úttekt á fjármálum og stjórnsýslu Sveitarfélagsins Skagafjarðar haustið 2002.
Byggðarráð samþykkir að framangreind úttekt verði gerð og fylgi framlögðum gögnum. 
9.      Lagt fram bréf frá Eiði Guðvinssyni, dagsett 20. ágúst 2002, þar sem óskað er eftir styrk til útgáfu geisladisks með lögum tónskáldsins Jóns Björnssonar frá Hafsteinsstöðum.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og samþykkir að vísa því til fræðslu- og menningarnefndar. 
10.  Rætt um sölu hlutabréfa sveitarfélagsins í Norðlenskri orku ehf.
Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins. 
11.  Lögð fram til kynningar fundargerð 15. fundar samstarfsnefndar Launanefndar sveitarfélaga og Þroskaþjálfafélags Íslands. 
12.  Sjá trúnaðarbók. 
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl.1250