Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

184. fundur 24. júlí 2002
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 184 - 24.07. 2002

 
    Ár 2002, miðvikudaginn 24. júlí, kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagins í Ráðhúsinu kl. 1000.
     Mættir voru: Gísli Gunnarsson, Bjarni Jónsson og Gunnar Bragi Sveinsson auk sveitarstjóra Ársæls Guðmundssonar.  Einnig sat Helgi Thorarensen fundinn sem áheyrnarfulltrúi. 

DAGSKRÁ:
  
         1.                  Friðrik Jónsson hjá Sjávarleðri  kynnir fyrirtækið.
            2.                  Kynning á Viku símenntunar – Anna Kristín Gunnarsdóttir.
            3.                  Viðræður við Jón Eiríksson, Fagranesi.
            4.                  Samkomulag um samrekstur hita- og vatnsveitu.
            5.                  Styrkumsókn vegna áætlanaferða milli Sauðárkróks og Varmahlíðar.
            6.                  Erindi frá PossibleFilms
            7.                  Kynntar fundargerðir

  
         8.                  Námskeið fyrir nýkjörna sveitarstjórnarmenn – kynning
            9.                 
Aðalfundur Hrings-atvinnuþróunarfélags.
            10.             
Umsókn um veitingaleyfi.
            11.             
Menningarnótt Reykjavíkur. 
AFGREIÐSLUR: 
1.         Á fundinn kom Friðrik Jónsson framkv.stjóri Sjávarleðurs.  Skýrði hann fyrir byggðarráðsmönnum starfsemi og stöðu fyrirtækisins.  Einnig kynnti hann hvernig eignarhaldi á fyrirtækinu er nú háttað. 
2.                  Á fundinn kom Anna Kristín Gunnarsdóttir.  Kynnti hún Viku símenntunar sem hefst 8. september n.k. og er að þessu sinni haldin á Hofsósi. 
3.                  Á fundinn kom Jón Eiríksson, Fagranesi.  Kynnti hann fyrir byggðarráðsmönnum stöðu framkvæmda við viðgerðir á bryggju í Drangey.  Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að vinna að málinu ásamt Jóni. 
4.                  Lagt fram samkomulag um samrekstur hita- og vatnsveitu en samkomulagið hefur verið samþykkt í nýrri stjórn Skagafjarðarveitna ehf.  Byggðarráð samþykkir samkomulagið fyrir sitt leyti. 
5.                  Lögð fram umsókn um styrk að upphæð kr. 45.000.- á mánuði vegna áætlunarferða milli Varmahlíðar og Sauðárkróks.  Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.  Fyrirhugað er að almenningssamgöngur í Skagafirði verði skoðaðar í heild sinni. 
6.                  Lagt fram bréf frá Hal Hartley / PossibleFilms varðandi kaup á lóð í nágrenni Hofsóss.  Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga um erindið.
7.                  Lögð fram fundargerð Umhverfisnefndar frá 11. júlí 2002.  Byggðarráð samþykkir fundargerðina. 
8.                  Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi ísl.sveitarfélaga varðandi námskeið fyrir nýkjörna sveitarstjórnarmenn. 
9.                  Aðalfundur Hrings - atvinnuþróunarfélags verður haldinn 25. júlí kl.15.oo á Kaffi Krók.  Byggðarráð samþykkir að byggðarráðsfulltrúar sæki aðalfundinn og fari hlutfallslega með atkvæði sveitarfélagsins. 
10.              Lögð fram ósk um leyfi til reksturs veitingasalar í félagsheimilinu Ketilási.  Byggðarráð samþykkir fyrir sitt leyti að slíkt leyfi verði veitt. 
11.       Rætt um þátttöku sveitarfélagsins og Skagfirðinga í Menningarnótt Reykjavíkur. 
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl. 12.15 
                                                                        Elsa Jónsdóttir, ritari.