Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

182. fundur 05. júlí 2002
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 182 - 05.07. 2002


    Ár 2002, föstudaginn 5. júlí, kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagins í Ráðhúsinu kl. 1000.
    Mættir voru: Gísli Gunnarsson, Bjarni Jónsson og Þórdís Friðbjörnsdóttir auk sveitarstjóra Ársæls Guðmundssonar. 

DAGSKRÁ:
                 
1.            Kynning á málefnum Höfða ehf.
                 
2.            Kynning á málefnum Bifrastar
                 
3.            Erindi frá Jóni Eiríkssyni um flytja ferðamenn í Drangey
                 
4.            Samkomulag um samrekstur hita- og vatnsveitu
                 
5.            Umsókn um rekstur félagsheimilis og einkasalar
                 
6.            Ráðstefna í Finnlandi
                 
7.            Samstarfssamningur Fornleifaverndar ríkisins og Sveitarfélagsins Skagafjarðar
                 
8.            Áskorun til sveitarstjórnar frá hollvinum Sundlaugar Sauðárkróks
                 
9.            Samningur við Öryggisþjónustuna
             
10.            Styrktarsjóður EBÍ
             
11.            Umsókn Ferðaþjónustunnar á Hólum um leyfi til vínveitinga
             
12.            Umsókn Fosshótels Áningar um leyfi til vínveitinga
             
13.            Árskóli – viðhald á barnaskólahúsi
 
AFGREIÐSLUR: 
    1.   Árni Egilsson framkvæmdastjóri Höfða ehf. á Hofsósi kom á fundinn og kynnti málefni fyrirtækisins.  Vék hann síðan af fundi.
Byggðarráð leggur til að stjórn fyrirtækisins og framkvæmdastjóri auk framkvæmdastjóra Fiskiðjunnar Skagfirðings ehf. og sveitarfélagsins fundi um málefni Höfða ehf. 
    2.   Ásdís Guðmundsdóttir stjórnarmaður í  hússtjórn Félagsheimilisins Bifrastar kom á fundinn og kynnti málefni félagsheimilisins.  Vék hún síðan af fundi. 
    3.   Lagt fram bréf frá Jóni Eiríkssyni, dagsett 28. júní 2002, þar sem hann óskar eftir því að fá leyfi til þess að flytja ferðamenn til Drangeyjar eins og undanfarin ár.
Byggðarráð samþykkir umsóknina. 
    4.   Lagt fram bréf frá Páli Pálssyni, veitustjóra, dagsett 7. júní 2002, ásamt drögum að samkomulagi  um samrekstur hita- og vatnsveitu á milli sveitarfélagsins og Skagafjarðarveitna ehf.
Byggðarráð samþykkir að vísa samningnum aftur til umfjöllunar nýrrar stjórnar í Skagafjarðarveitum ehf. 
    5.   Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 27. júní 2002, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Samstarfshóps um forvarnarmál í Skagafirði, um leyfi til að reka félagsheimili og einkasal að Aðalgötu 20b, Sauðárkróki.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina. 
    6.   Lagt fram til kynningar bréf frá Norræna félaginu, dagsett 30. maí 2002, varðandi ráðstefnu í Jakobstad í Finnlandi um almennt gildi vinabæjasamstarfs, dagana 9.-12. ágúst nk. 
    7.   Lagður fram samstarfssamningur Fornleifaverndar ríkisins og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um starfsaðstöðu minjavarðar Norðurlands vestra og um sérverkefni árins 2002.
Byggðarráð samþykkir að afla frekari upplýsinga  um málið og frestar afgreiðslu samningsins að sinni. 
    8.   Lögð fram áskorun til sveitarstjórnar Skagafjarðar frá 400 sundlaugargestum um að hafin verði vinna við áætlunargerð um uppbyggingu og endurbætur á Sundlaug Sauðárkróks og henni fylgt eftir. 
    9.   Samningur við Öryggisþjónustu Skagafjarðar ehf.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við Öryggis-þjónustu Skagafjarðar ehf. um öryggisgæslu.  Einnig felur byggðarráð sveitarstjóra að athuga með gæslu á öðrum eignum sveitarfélagsins en samningur við öryggisþjónutuna tekur til.  
10.   Lagt fram bréf til kynningar frá Styrktarsjóði Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands, dagsett 27. maí 2002.
Byggðarráð samþykkir vísa erindinu til atvinnu- og ferðamálanefndar. 
11.   Lögð fram umsókn Ferðaþjónustunnar að Hólum um leyfi til vínveitinga.
Byggðarráð samþykkir umsóknina. 
12.   Lögð fram umsókn Fosshótels Áningar um leyfi til vínveitinga.
Byggðarráð samþykkir umsóknina. 
13.   Lagður fram listi í fjórum liðum yfir brýn verkefni er lúta að viðhaldi á húsnæði Árskóla.
Byggðarráð samþykkir að heimila framkvæmd á 1. lið strax.  Önnur verkefni verði skoðuð í samráði við tæknideild sveitarfélagsins.
 
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl.1300