Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

179. fundur 29. maí 2002
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 179 - 29.05. 2002

 
Ár 2002, miðvikudaginn 29. maí, kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagins í Ráðhúsinu kl. 1000.
Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Snorri Styrkársson, Gísli Gunnarsson og Ásdís Guðmundsdóttir auk sveitarstjóra Jóns Gauta Jónssonar. 
DAGSKRÁ: 
                1.            
Rekstur og fjárfesting jan. – apríl ´02
                2.            
Sex mánaða uppgjör sveitarsjóðs og fyrirtækja
                3.            
Lánasjóður sveitarfélaga – afgreiðsla umsóknar um skuldbr.lán
                4.            
Kynning á niðurstöðum þarfagreiningar v/upplýsingakerfis
                5.             Tilboð í greiningu og tillögugerð vegna öryggismála í tölvukerfum
                6.            
Sala á Reykjum í Lýtingsstaðahreppi - forkaupsréttarmál
                7.            
Ræktunarland á Gránumóum – tilboð um kaup
                8.            
Upplýsingastefna Sveitarfélagsins Skagafjarðar
                9.            
Skipting á styrk til björgunarsveita
                10.     Aðalfundur Tækifæris hf. - fundarboð
                11.     Erindi frá félagi ísl. fíkniefnalögreglumanna
                12.     Frá Sambandi sveitarfélaga v/Þjóðlendufundar
                13.     Frá samgönguráðuneytinu – styrkir vegna erfiðra vetrarsamgangna
                14.     Erindi frá ÍSÍ um fjármögnun og rekstur íþrótta- og ungmennafélaga
                15.     Vinarbæjarmót í Kristianstad 13. – 16. júní

                16.      Bréf frá Jafnréttisstofu.
                17.      Fundarboð. 

AFGREIÐSLUR: 
1.         Lagt fram yfirlit yfir rekstrargjöld og fjárfestingar sveitarfélagsins tímabilið janúar til
            apríl 2002. 

2.                  Samþykkt að láta KPMG endurskoðun vinna sex mánaða uppgjör fyrir sveitarfélagið miðað við 30. júní 2002 – sambærilegt við slíkt uppgjör sem
unnið var á síðasta ári.
 
3.                  Lagt fram bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga, þar sem fram kemur að stjórn sjóðsins hefur samþykkt að veita Sveitarfélaginu Skagafirði lán að upphæð kr. 50 milljónir á árinu 2002 vegna skuldbreytinga. 
Byggðarráð samþykkir í samræmi við fyrri bókun frá 30. janúar s.l. að taka að láni kr. 50.000.000.- hjá Lánasjóði sveitarfélaga til skuldbreytingar óhagstæðra lána.  Lánið er til 15 ára með breytilegum vöxtum, nú 4.5#PR p.a.  Lánið er verðtryggt með vísitölu neysluverðs.  Til tryggingar láninu er veitt trygging í tekjum sveitarfélagsins sbr. 3.mgr. 73.gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. 
4.                  Á fundinn kom Guðmundur Halldórsson frá Element ehf. og kynnti niðurstöður þarfagreiningar v/upplýsingakerfis sem unnin hefur verið samkvæmt tilboði þar um. 
5.                  Lagt fram tilboð í greiningu á öryggismálum tölvubúnaðar sveitarfélagsins. 
Byggðarráð samþykkir að taka tilboðinu.  Jafnframt samþykkt að óska eftir kostnaðaráætlunum, annars vegar vegna öryggismála og hins vegar vegna skjalavistunarkerfis.
Snorri Styrkársson tekur ekki þátt í afgreiðslu þessa liðar. 

6.                  Lagt fram bréf frá Elínu Blöndal Sigurjónsdóttur, Reykjum, ásamt afriti af afsali vegna sölu jarðarinnar Reykja í fyrrum Lýtingsstaðahreppi, Skagafirði.
Byggðarráð samþykkir að nýta ekki forkaupsrétt sinn. 
7.                  Lagt fram bréf frá Margréti Maríu Sigurðardóttur hdl. þar sem boðnar eru til kaups landspildur  á Gránumóum í eigu dánarbús Fjólu Sveinsdóttur.
Byggðarráð samþykkir að gera tilboð í eignirnar á grundvelli útreiknings sem bæjartæknifræðingur hefur unnið. 
8.                  Lögð fram drög að upplýsingastefnu fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð.
Byggðarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu Sveitarstjórnar Skagafjarðar. 
9.                  Byggðarráð samþykkir að skipting styrks til björgunarsveita í Skagafirði árið
2002 verði þannig:  Skagfirðingasveit kr. 400.000.- , Björgunarsv.Grettir á
Hofsósi kr. 300.000.-  og Flugbj.sveitin í Varmahlíð kr. 300.000.-
 
10.              Lagt fram fundarboð á aðalfund Tækifæris h.f. en hann verður haldinn 5. júní n.k. á Hótel KEA kl. 16.oo 
Byggðarráð samþykkir að þeir sveitarstjórnarfulltrúar sem sjá sér fært að sækja fundinn fari hlutfallslega með atkvæði Skagafjarðar á fundinum. 
11.       Lagt fram erindi frá Félagi ísl. fínkiefnalögreglumanna þar sem óskað er eftir styrk
            vegna útgáfu heilsíðuauglýsingar í Morgunblaðinu þann 17. júní n.k.

            Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu. 
12.        Lagt fram bréf frá Samb.ísl.sveitarfélaga dags. 23. maí s.l. varðandi fund um
      þjóðlendumál sem haldinn var 15. maí 2002.
 
13.        Lagt fram bréf frá Samgönguráðuneytinu dags. 22. maí s.l. varðandi
      styrkveitingar til staða þar sem vetrarsamgöngur eru taldar erfiðar.
 
14.        Lagt fram til kynningar  bréf frá ÍSÍ þar sem fram kemur ályktun sem samþykkt
      var á 66. íþróttaþingi ÍSÍ sem haldið var 27.-28.apríl s.l.
 
15.        Rætt um vinabæjamót í Kristianstad 13. – 16. júní n.k. 
16.        Lagt fram bréf frá Jafnréttisstofu varðandi skipan fulltrúa í nefndir og ráð í
      nýjum sveitarstjórnum.
 
17.       Lagt fram fundarboð á kynningarfund um þjónustusamning um málefni fatlaðra milli Byggðasamlags og ríkis og samning Byggðasamlags og sveitarfélaganna.Verður fundurinn haldinn á Kaffi Krók miðvikudaginn 5. júní n.k. kl. 13.oo – 14.oo.

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl.11.3o            
                                                                                    Elsa Jónsdóttir, ritari.