Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

178. fundur 15. maí 2002
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 178 - 15.05. 2002
 
Ár 2002, miðvikudaginn 15. maí, kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagins í Ráðhúsinu kl. 1000.
Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Ingibjörg Hafstað, Gísli Gunnarsson og Ásdís Guðmundsdóttir auk sveitarstjóra Jóns Gauta Jónssonar. 
DAGSKRÁ:
                 
1.             Atvinnuþr.félagið Hringur – samningur um starf ferðamálafulltrúa
                 
2.             Atvinnuþr.félagið Hringur – samningur um rekstur Upplýsingamiðstöðvar
                 
3.             Viðmiðunarreglur vegna aksturskostnaðar í heimaþjónustu
                 
4.             Reglur um niðurgreiðslu daggæslu í heimahúsum
                 
5.             Gerð grein fyrir viðræðum við starfsmenn v/ráðningasamninga
                 
6.             Freyjugata 3b – rif
                 
7.             Erindi frá Golfklúbbi Sauðárkróks
                 
8.             Erindi frá Drangeyjarfélaginu
                 
9.             Erindi vegna Landsmóts hestamanna 2002
             
10.             Fyrirspurn vegna veiðifélags Laxár í Skefilsstaðahreppi
             
11.             Erindi frá Bandalagi íslenskra skáta
             
12.             Sala Kirkjuhóls – kaupsamningur/forkaupsréttur
             
13.             Staðgreiðsluyfirlit janúar – apríl 2002
             
14.             Sala hlutabréfa í Steinullarverksmiðjunni hf.
             
15.             Vinabæjarmót 

AFGREIÐSLUR: 
1.      Lagður fram samningur milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Hrings – Atvinnuþróunarfélags Skagafjarðar hf. um starf ferðamálafulltrúa vegna ársins 2002.
Byggðarráð samþykkir samninginn samhljóða. 
2.      Lagður fram samningur milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Hrings – Atvinnuþróunarfélags Skagafjarðar hf. um rekstur Upplýsingamiðstöðvar í Varmahlíð 1. maí – 15. september 2002.
Byggðarráð samþykkir samninginn samhljóða. 
3.      Lagðar fram viðmiðunarreglur vegna aksturskostnaðar starfsmanna í heimaþjónustu.
Byggðarráð samþykkir framangreindar reglur.  Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá. 
4.      Lagðar fram reglur um niðurgreiðslu Sveitarfélagsins Skagafjarðar á daggæslu í heimahúsum.
Byggðarráð samþykkir reglurnar samhljóða. 
5.      Sveitarstjóri gerði grein fyrir viðræðum við starfsmenn vegna nýrra ráðningarsamninga. 
6.      Lögð fram verklýsing og kostnaðaráætlun vegna niðurrifs fasteignarinnar Freyjugata 3b.
Byggðarráð samþykkir að fasteignin verði rifin og felur sveitarstjóra og tæknifræðingi sveitarfélagsins að ganga frá samningum þar um.  Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.  
7.      Lagt fram bréf frá Golfklúbbi Sauðárkróks, dagsett 10. maí 2002, varðandi þá ósk um að vegir sem liggja inn á og þvert yfir golfvöll félagsins verði færðir.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umhverfis- og tækninefndar. 
8.      Lagt fram bréf frá Drangeyjarfélaginu, dagsett 22. apríl 2002, varðandi nytjar Drangeyjar á Skagafirði.
Byggðarráð samþykkir að heimila Drangeyjarfélaginu að nýta eyna til eggjatöku og veiða á árinu 2002.  
9.      Lagt fram bréf frá Landsmóti hestamanna 2002, dagsett 8. maí 2002, þar sem óskað er eftir ýmissi aðstoð sveitarfélagsins vegna mótshaldsins.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og að aðkoma vinnuskólans verður tekin fyrir þegar vitað er umfang verkefnisins. 
10.  Borist hefur fyrirspurn um hver sé fulltrúi sveitarfélagsins í veiðifélagi Laxár í Skefilsstaðahreppi.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga frá málinu. 
11.  Lagt fram bréf frá Bandalagi íslenskra skáta, dagsett 5. maí 2002, þar sem óskað er eftir fjárstuðningi við verkefnið “Við leitum að leiðtogum”.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefndar. 
12.  Lagður fram kaupsamningur um jörðina Kirkjuhól.
Byggðarráð samþykkir að falla frá forkaupsrétti sínum. 
13.  Lagt fram til kynningar yfirlit yfir innheimta staðgreiðslu fyrir tímabilið janúar – apríl 2002. 
Elinborg Hilmarsdóttir vék af fundi. 
14.  Sveitarstjóri fór yfir stöðu mála varðandi sölu hlutabréfa í Steinullarverksmiðjunni hf. og lagði fram til kynningar kaupsamning og fylgiskjöl þar að lútandi.
Kaupsamningur og fylgiskjöl voru send oddvitum þeirra framboða sem eiga fulltrúa í sveitarstjórn, föstudaginn 10. maí sl. 
15.  Farið var yfir þátttöku og dagskrá í væntanlegu vinabæjarmóti.
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl. 1155 
                                                                   Margeir Friðriksson, ritari.