Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

176. fundur 24. apríl 2002
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 176 - 24.04. 2002
 
Ár 2002, miðvikudaginn 24. apríl, kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagins í Ráðhúsinu kl. 1000.
  
    Mætt voru:  Ingibjörg Hafstað, Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir og Ásdís Guðmundsdóttir auk sveitarstjóra Jóns Gauta Jónssonar.
DAGSKRÁ:
            1.       Rekstraryfirlit jan.-mars 2002
            2.       Samningur við UMSS vegna landsmóts
            3.       Aðalfundur Norðlenskrar orku ehf. – fundarboð
            4.       Samkomulag við slökkviliðsstjóra
            5.       Samningar frá menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd
            6.       Starfskjaranefnd 8. apríl 2002
            7.       Ársfundur Rafmagnsveitna ríkisins 29. maí
            8.       Frá menntamálaráðuneyti v/sérfræðiþjónustu í skólum
            9.       Frá félagsmálaráðuneyti v/undirbúnings kosninga
            10.   Frá Hagstofu vegna kjörskrár
            11.   Frá MÍÆ nefnd v/félagsheimilisins í Hegranesi
            12.   Vinabæjamót
            13.   Orlofsmál starfsmanna
            14.   Fasteignagjöld

AFGREIÐSLUR:
      1.   Sveitarstjóri lagði fram og kynnti rekstraryfirlit aðalsjóðs janúar-mars 2002.
      2.   Lagður fram samningur milli Ungmennasambands Skagafjarðar og Sveitarfélagins Skagafjarðar um undirbúning og fjármögnun 24. Landsmóts UMFÍ í Skagafirði 2004.
Byggðarráð samþykkir samninginn samhljóða.
Lagður fram samningur á milli Ungmennasambands Skagafjarðar og Sveitarfélagins Skagafjarðar um þau mannvirki sem sveitarfélagið leggur til og almenna framkvæmd vegna 24. Landsmóts UMFÍ í Skagafirði 2004.
Byggðarráð samþykkir samninginn samhljóða.
      3.   Lagt fram fundarboð aðalfundar Norðlenskrar orku ehf., sem haldinn verður 30. apríl nk. í Ráðhúsinu á Sauðárkróki kl. 14:00.
Byggðarráð samþykkir að þeir sveitarstjórnarfulltrúar, sem sjái sér fært að mæta á fundinn, fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins hlutfallslega.
      4.   Lagt fram samkomulag við slökkviliðsstjóra um launaða aukavinnu utan venjulegs vinnutíma og í orlofi hans.  Áður á dagskrá 20. mars sl.
Byggðarráð samþykkir samkomulagið samhljóða.
      5.   Lagður fram alhliðasamningur frá menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd við Ungmennafélagið Tindastól m.a. um samskipti, skyldur, rekstrar- og framkvæmdasamninga og fjárframlög.
Byggðarráð samþykkir samninginn samhljóða.
Einnig lagðir fram samningar um umsjón og umhirðu íþróttasvæða við Ungmennafélagið Tindastól og Ungmennafélagið Neista á Hofsósi og  samning við Golfklúbb Sauðárkróks um rekstur klúbbsins og golfvallarins.
Byggðarráð samþykkir framangreinda samninga samhljóða.
      6.   Lögð fram fundargerð starfskjaranefndar frá 8. apríl sl.
Byggðarráð samþykkir fundargerðina.
      7.   Lagt fram fundarboð Rafmagnsveitna ríkisins vegna ársfundar RARIK þann 29. maí nk. á Akureyri.
Byggðarráð samþykkir að senda fulltrúa á ársfundinn.
      8.   Lagt fram til kynningar bréf frá menntamálaráðuneytinu, dagsett 15. apríl 2002, ásamt stuttri skýrslu um könnun á sérfræðiþjónustu sveitarfélaga vegna grunnskóla.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til skólanefndar.
      9.   Lagt fram til kynningar bréf frá félagsmálaráðuneytinu, dagsett 19. og 26. mars 2002, um fyrstu auglýsingar og leiðbeiningar til sveitar- og kjörstjórna varðandi undirbúning og framkvæmd sveitarstjórnarkosninga þann 25. maí nk.
  10.   Lagt fram til kynningar bréf frá Hagstofu Íslands, dagsett 17. apríl 2002, um kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninga 25. maí nk.
  11.   Lagt fram bréf frá MÍÆ nefnd, dagsett 18. apríl 2002, varðandi starfsemi félagsheimilisins í Hegranesi.
Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins.
  12.   Byggðarráð samþykkir að fulltrúar sveitarfélagsins á vinabæjamóti í Kristianstad 13.-16. júní nk., verði 5-6 þ.e. byggðarráð auk eins embættismanns ásamt mökum.
  13.   Sveitarstjóri kynnti stöðu mála vegna orlofs á yfirvinnu starfsmanna.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ljúka gerð samninga vegna orlofsmála fyrir 15. maí nk.
  14.   Sjá trúnaðarbók.
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl. 1137.