Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

175. fundur 17. apríl 2002
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 175 - 17.04. 2002
 
Ár 2002, miðvikudaginn 17. apríl, kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagins í Stjórnsýsluhúsinu kl. 1000.
  
         Mætt voru:  Snorri Styrkársson, Elinborg Hilmarsdóttir, Einar Gíslason, Gísli Gunnarsson og Ásdís Guðmundsdóttir auk sveitarstjóra Jóns Gauta Jónssonar.
DAGSKRÁ:
            1.             Frá félagsmálanefnd v/fyrirspurnar ráðuneytis
            2.             Samningar við Fjölnet
            3.             Nýtt leiguhúsnæði fyrir Árvist
                         4.             Erindi vegna fasteignagjalda
            5.             Erindi frá tóbaksvarnarnefnd
            6.             Merking á stjórnsýsluhúsi – ráðhúsi
            7.             Erindi frá Vegagerð og Náttúruvernd v/frágangs á námum
            8.             Fundargerðir 11. og 12. fundar samstarfsnefndar Launanefndar
                        og Stéttarfélags sálfræðinga á Íslandi
            9.             Skýrsla um áhersluatriði í byggðamálefnum fyrir Norðurland vestra
            10.         Steinullarverksmiðjan hf.
            11.         Búnaður í fundarherbergi nefnda

AFGREIÐSLUR:
      1.   Lögð fram greinargerð og gögn frá félagsmálastjóra fyrir hönd félagsmálanefndar vegna fyrirspurnar félagsmálaráðuneytis sem var á dagskrá byggðarráðs 3. apríl sl
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að svara fyrirspurn félagsmálaráðuneytisins.

      2.   Samningar við Fjölnet hf.  Áður á dagskrá 3. apríl sl.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga frá samningi við Fjölnet hf. til eins árs,  um netþjónustu á grundvelli IP-gjalds.
      3.   Lagt fram erindi frá Rúnari Vífilssyni, skólamálastjóra, dagsett 16. apríl 2002 varðandi húsnæðismál Árvistar.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að gera leigusamning við Umf. Tindastól um Freyjugötu 48 til eins árs frá 1. ágúst 2002 að telja, fyrir Árvist.

      4.   Lagt fram bréf frá Flugu ehf., dagsett 8. mars 2002, þar sem óskað er eftir niðurfellingu álagðs fasteignaskatts 2002 með tilliti til notkunar reiðhallarinnar í íþróttastarfsemi, áður á dagskrá 13. mars sl..  Einnig lagt fram bréf frá Málefnum fatlaðra á Norðurlandi vestra, dagsett 15. apríl 2002, þar sem óskað er eftir niðurfellingu fasteignaskatts á sambýli í Felltúni 19 frá 1. apríl sl.
Byggðarráð samþykkir að fella niður 70#PR fasteignaskatts af reiðhöllinni Svaðastöðum vegna álagningar ársins 2002.  Einnig samþykkir byggðarráð að verða við erindi Málefna fatlaðra á Norðurlandi vestra.
      5.   Lagt fram bréf frá Tóbaksvarnarnefnd, dagsett 8. apríl 2002, þar sem boðið er upp á að kaupa auglýsingu í blaði nefndarinnar vegna reyklausa dagsins 31. maí nk. eða styrkja útgáfuna.
Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

      6.   Sveitarstjóri kynnti tillögu um merkingu á Stjórnsýsluhúsið, þar sem verið er að koma allri yfirstjórn sveitarfélagsins fyrir á einum stað.
Byggðarráð samþykkir að húsið verði framvegis nefnt ráðhús og felur sveitarstjóra að sjá um merkingu hússins samkvæmt tillögu 4b frá Árna Ragnarssyni arkitekt.

      7.   Lagt fram bréf frá Vegagerðinni og Náttúruvernd ríkisins, dagsett 9. apríl 2002, varðandi frágang á efnistökusvæðum.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umhverfis- og tæknideildar.  Einar Gíslason óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu málsins.
      8.   Lagðar fram til kynningar fundargerðir 11. og 12. fundar samstarfsnefndar Launanefndar sveitarfélaga og Stéttarfélags sálfræðinga á Íslandi.
      9.   Lögð fram til kynningar skýrsla um áhersluatriði í byggðamálum fyrir Norðurland vestra.
  10.   Jón Gauti Jónsson sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi sínum með iðnaðarnefnd Alþingis varðandi frumvarp um sölu Steinullarverksmiðjunnar hf.
  11.   Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að búa fundarherbergi nefnda þeim tækjabúnaði sem nauðsynlegur er til fundarstarfa fyrir allt að kr. 50.000 og verði tekið af liðnum óviss útgjöld.
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl. 1120