Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

172. fundur 20. mars 2002
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 172 - 20.03. 2002

Ár 2002, miðvikudaginn 20. mars, kom byggðarráð saman til fundar í Safnahúsinu á Sauðárkróki kl. 1000.
  
      Mætt voru:  Snorri Styrkársson, Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson og Ásdís Guðmundsdóttir auk sveitarstjóra Jóns Gauta Jónssonar.
DAGSKRÁ:
            1.       Félagslegar íbúðir – nefndarálit
            2.       Þriggja ára áætlun 2003-2005
            3.       Ársreikningur 2001
            4.       Erindi frá Öldunni – stéttarfélagi og Starfsm.félagi Skagafjarðar
            5.       Gerð grein fyrir viðræðum við Ölduna – stéttarfélag og
                    Verslunarmannafélag Skagfirðinga
            6.       BÍ – samningur um ráðgjöf v/skuldastýringar
            7.       Reglugerð fyrir félagsheimilið Miðgarð
            8.       Erindi frá Þorbirni Árnasyni – frestað 20. febrúar
            9.       Kynnt tillaga frá fundi sveitarfélaga 15. mars sl.
            10.   Erindi frá sýslumanni v/umsagnar um rekstrarleyfi gistiskála
            11.   Erindi frá Óskari Óskarssyni, slökkviliðsstjóra
            12.   Frá Ferðamálasamtökum Norðurlands vestra
            13.   Frá umhverfisráðuneyti v/kæru Héraðsvatna ehf. – umsögn
            14.   Frá umhverfisráðuneyti – fráveitunefnd – könnun á stöðu mála
            15.   Frá Fjölskylduráði – dagur fjölskyldunnar 15. maí 2002
            16.   Fundargerðir – Launanefnd og Kennarasamband Íslands
            17.   Fulltrúi Öldunnar – stéttarfélags í kjaranefnd

AFGREIÐSLUR:
    1.            Einar Gíslason, Jón Karlsson og Ásdís Guðmundsdóttir kynntu nefndarálit um félagslegar íbúðir sveitarfélagsins.
Byggðarráð samþykkir eftirfarandi tillögu vegna félagslegra íbúða í sveitar-félaginu:
1.      Að fela sveitarstjóra að undirbúa stofnun eignarhaldsfélags um kaup og rekstur á þeim félagslegu leiguíbúðum sem tilgeindar eru í nefndarálitinu.  Jafnframt að leita heimildar Íbúðalánasjóðs til þessarar aðgerðar.
2.      Félagsmálanefnd og félagsmálastjóri munu áfram fara með ráðstöfun þessara íbúða enda eru þær fyrst og fremst ætlaðar vegna félagslegra skylduverkefna sveitarfélagsins.
3.      Að byggðarráð muni framvegis fara með alla meðferð við ráðstöfun, sölu og kaup á félagslegum íbúðum öðrum en þeim sem tilheyra hinu félagslega skylduverkefni sveitarfélagsins.
4.      Félagsmálanefnd og félagsmálastjóri munu sem fyrr annast alla meðferð við veitingu viðbótarlána í samræmi við hlutverk og skyldur sveitarfélaga skv. lögum og reglum um Íbúðarlánasjóð
5.      Að fela sveitarstjóra að undirbúa áætlun um aðgerðir vegna sölu, reksturs eða ráðstöfunar þeirra íbúða sem ekki verða fluttar í hið sérstaka eignarhaldsfélag.
    2.            Lögð fram þriggja ára áætlun 2003-2005 fyrir sveitarsjóð, Hafnarsjóð Skagafjarðar, Skagafjarðarveitur, Félagsíbúðir Skagafjarðar og Húseignir Skagafjarðar ehf.
Byggðarráð samþykkir að vísa ofangreindum áætlunum til síðari umræðu í sveitarstjórn.
    3.            Lagður fram ársreikningur sveitarsjóðs fyrir árið 2001.  Helstu niðurstöður rekstrar eru:  Skatttekjur kr. 966.953.618.  Rekstur málaflokka kr. 877.690.965.  Fjármagnskostnaður kr. 114.002.089.  Niðurstöðutölur fyrir gjaldfærða fjárfestingu eru: Gjöld kr. 74.112.264, tekjur kr. 21.233.652.  Niðurstöðutölur fyrir eignfærða fjárfestingu eru:  Gjöld 228.117.818, tekjur kr. 22.674.301.  Áritun kjörinna skoðunarmanna mun liggja fyrir þegar síðari umræða fer fram í sveitarstjórn.
Byggðarráð samþykkir að vísa ársreikningnum til síðari umræðu í sveitarstjórn.  Byggðarráð samþykkir einnig að vísa ársreikningum Hafnarsjóðs Skagafjarðar, Vatnsveitu Skagafjarðar, Hitaveitu Skagafjarðar, Rafveitu Sauðárkróks, Félagsíbúða Skagafjarðar og Húseigna Skagafjarðar ehf. til síðari umræðu í sveitarstjórn.
    4.            Lagt fram erindi frá Öldunni – stéttarfélagi og Starfsmannafélagi Skagafjarðar, dagsett 14. mars 2002 um kjarasamninga og ágreining um félagsaðild.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að starfa með nefnd ofangreindra stéttarfélaga sem leysa á ágreiningmál félaganna.  Ásdís Guðmundsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá.
    5.            Gerð grein fyrir viðræðum við Ölduna – stéttarfélag og Verslunarmannafélag Skagfirðinga um aðkomu sveitarfélagsins að aðgerðum í efnahagsmálum til að tryggja stöðugleika.
Byggðarráð hefur þegar ákveðið að breyta reglum og hækka endurgreiðslu sveitarfélagsins til eldri borgara og öryrkja sem eru undir tekjumörkum um 16,5#PR vegna fasteignagjalda 2002.  Í ljósi þessarar stöðu hefur sveitarstjórn ákveðið að hækka ekki gjaldskrár sveitarfélagsins á næstu mánuðum.  Byggðarráð lýsir sig tilbúið til að skoða frekar ákvarðanir sveitarfélagsins um gjaldskrár og aðrar álögur á íbúa sveitarfélagsins en verður að benda á erfiða fjárhagsstöðu þess sem setur slíkum ákvörðunum skorður.
Ásdís Guðmundsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá.
    6.            Lagður fram samningur við Búnaðarbanka Íslands hf., um ráðgjöf um skuldastýringu.
Byggðarráð samþykkir samninginn.
    7.            Lagt fram bréf frá Miðgarðsnefnd, dagsett 18. mars 2002, með tillögum að nýrri reglugerð fyrir félagsheimilið Miðgarð.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefndar og afgreiðslu sveitarstjórnarfundar.
    8.            Erindi frá Þorbirni Árnasyni hdl. – áður á dagskrá 20. febrúar 2002.
Byggðarráð hafnar erindinu og felur sveitarstjóra að svara því.  Gísli Gunnarsson og Ásdís Guðmundsdóttir óska bókað að þau sitji hjá.
    9.            Kynnt tillaga frá sameiginlegum fundi sveitastjórna Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Blönduóssbæjar, Höfðahrepps og Húnaþings vestra, sem haldinn var á Sauðárkróki 15. mars sl. um að skipa þriggja manna starfshóp sem hafi það verkefni að leggja fram tillögur að áhersluatriðum íbúa og sveitarfélaga á Norðurlandi vestra í byggðamálum.
10.            Lagt fram bréf frá embætti sýslumannsins á Sauðárkróki, dagsett 8. mars 2002, þar sem óskað er umsagnar um umsókn félagsheimilisins Árgarðs um leyfi til að reka gistiskála í félagsheimilinu.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
11.            Lagt fram bréf frá Óskari S. Óskarssyni, slökkviliðsstjóra, dagsett 12. mars 2002.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarsjóra að gera drög að samkomulagi við Óskar S. Óskarsson.
12.            Lagt fram bréf frá Ferðamálasamtökum Norðurlands vestra, dagsett 23. janúar 2002, varðandi kynningu á þjónustu og afþreyingu fyrir ferðamenn í Skagafirði á vefsíðu samtakanna.
Byggðarráð samþykkir að taka þátt í vefnum.
13.            Lagt fram bréf frá umhverfisráðuneytinu, dagsett 13. mars 2002, þar sem óskað er umsagnar um kæru Héraðsvatna ehf. á úrskurði Skipulagsstofnunar frá 24. október 2001 um mat á umhverfisáhrifum Villinganesvirkjunar í Skagafirði.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umhverfis- og tækninefndar.
14.            Lagt fram bréf frá fráveitunefnd umhverfisráðuneytisins, dagsett 11. mars 2002, þar sem óskað er eftir upplýsinum um stöðu fráveitumála hjá sveitarfélaginu.
Byggðarráð samþykkir að fela tæknideild sveitarfélagsins að svara erindinu.
15.            Lagt fram til kynningar bréf frá Fjölskylduráði, dagsett 12. mars 2002, þar sem hvatt er til þess að sveitarstjórn haldi upp á alþjóðlegan dag fjölskyldunnar þann 15. maí nk.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til skólanefndar, félagsmálanefndar og menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefndar.
16.            Lagðar fram til kynningar fundargerðir 41., 42., 43. og 45. fundar samstarfsnefndar Launanefndar sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna grunnskólans.
17.            Lagt fram til kynningar bréf frá Öldunni – stéttarfélagi, dagsett 11. mars 2002, þar sem tilkynnt er að Jón Karlsson taki sæti Guðna Kristjánssonar í kjaranefnd Öldunnar – stéttarfélags og Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl. 1210