Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

164. fundur 23. janúar 2002
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 164 - 23.01. 2002

Ár 2002, miðvikudaginn 23. janúar, kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1000.
  
         Mætt voru:  Snorri Styrkársson, Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson og Ásdís Guðmundsdóttir auk sveitarstjóra Jóns Gauta Jónssonar.
DAGSKRÁ:
            1.      Yfirlit yfir langtímalán og lánakjör.
            2.      Frá félagsmálaráði v/samnings við hússtjórn Ljósheima.
            3.      Frá félagsmálaráði v/samnings um akstur fyrir Dagvist aldraðra.
            4.      Bréf frá eigendum og ábúanda Reykja v/Reykjasels.
            5.      Erindi frá Landgræðslunni v/fjárstuðnings við uppgræðslu heimalanda.
            6.      Erindi frá íbúasamtökum Varmahlíðar og Út að austan.
            7.      Bréf frá Elíasi Jóhannssyni v/byggðakvóta.
            8.      Bréf frá Samb.sveitarfélaga v/Staðardagskrár 21.

AFGREIÐSLUR:
1.               Lagt fram yfirlit yfir langtímalán sveitarsjóðs og lánakjör pr. 31.12.2001.  Einnig yfirlit yfir langtímaskuldir fyrirtækja og lánakjör pr. 31.12.2001.
2.               Lögð fram drög að nýjum samningi milli Félagsþjónustunnar og Ljósheima vegna félagsaðstöðu fyrir félagsstarf eldri borgara.
Byggðarráð samþykkir samninginn.
3.               Lögð fram drög að framlengdum samningi vegna aksturs fyrir Dagvist
aldraðra milli Félagsþjónustunnar og Júlíusar Þórðarsonar.

Byggðarráð samþykkir samninginn.
4.               Lagt fram bréf frá Elínu H.B.Sigurjónsdóttur ábúanda Reykja f.h. eigenda
Reykja og fjórðungshlutar í Reykjaseli, varðandi kaup á ¾ í Reykjaseli.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ræða við eigendur um málið.

5.               Lagt fram bréf frá Landgræðslu ríkisins varðandi samstarfsverkefnið “Bændur græða landið”.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til Landbúnaðarnefndar.
6.               Lagt fram bréf frá íbúasamtökum Varmahlíðarhverfis og einnig kynnt
erindi frá íbúasamtökum Út að austan.
Byggðarráð samþykkir að halda sveitarstjórnarfundi í Varmahlíð og á
Hofsósi í febrúar og í tengslum við þá fundi verði boðað til opinna borgara-
funda á þessum stöðum í samráði við íbúasamtökin.

7.               Lagt fram bréf frá Elíasi Jóhannssyni f.h. Bergeyjar ehf. á Hofsósi varðandi
úthlutun byggðakvóta.
Byggðarráð getur ekki orðið við erindinu, enda fer sveitarfélagið ekki með
úthlutun byggðakvóta.

8.               Lagt fram til kynningar bréf frá Samb.ísl. sveitarfélaga varðandi Staðar-
dagskrárverkefnið og kynningu á þeim sveitarfélögum sem gerst hafa
aðilar að Ólafsvíkuryfirlýsingunni.

9.               Lagt fram fundarboð á aðalfund Veiðifélagsins Flóka fyrir árin 2000 og
2001, en hann verður haldinn að Sólgörðum 29. janúar n.k. kl. 20.3o.

Byggðarráð samþykkir að Elinborg Hilmarsdóttir sæki fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.
Fleira ekki gert.  Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl.10.4o

                         Elsa Jónsdóttir, ritari.