Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

554. fundur 12. maí 2011 kl. 09:00 - 10:06 í Safnahúsi við Faxatorg
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Jón Magnússon aðalm.
  • Arnrún Halla Arnórsdóttir varam.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
  • Sigurjón Þórðarson áheyrnarftr.
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
  • Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Áhugahópur um aðgengi

Málsnúmer 1104084Vakta málsnúmer

Undir þessum dagskrárlið kom á fundinn Jón Karlsson, fulltrúi áhugamannahóps um aðgengi. Markmið hópsins er að hafa áhrif á að gerðar verði úrbætur í aðgengismálum í sveitarfélaginu fyrir hreyfihamlað fólk. Kynnti Jón m.a. úttekt hópsins á aðgengi að nokkrum fasteignum í sveitarfélaginu. Einnig hvatti hann til þess að almennt verði gerðar úrbætur á aðgengismálum hjá fyritækjum og stofnunum í Skagafirði.

Byggðarráð samþykkir að senda framlagt bréf áhugahópsins til kynningar í nefndum sveitarfélagsins og minnir á úttekt sem unnin var af starfsmanni sveitarfélagsins fyrir nokkrum árum.

2.Hlutafjárhækkun

Málsnúmer 1103125Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Flugu hf. þar sem tilkynnt er um að á hluthafafundi félagsins 13. janúar sl. að hækka hlutafé um allt að 30 milljónir króna með útgáfu nýrra hluta. Hluthöfum Flugu hf. stendur til boða að kaupa hlutafé fyrir sömu fjárhæð.

Byggðarráð samþykkir að sveitarfélagið taki þátt í hlutafjáraukningunni fyrir allt að 5 milljónum króna, sem muni greiðast á þremur árum. Fyrsta greiðsla verði greidd haustið 2011. Fjármögnun er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2011.

3.Aðalfundur 2011

Málsnúmer 1105059Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Tækifæri hf. um aðalfund félagsins 2011, sem verður haldinn á Akureyri 18. maí 2011.

Byggðarráð samþykkir að Ásta Pálmadóttir, sveitarstjóri verði fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum.

4.Beiðni um lausn úr stjórn minningarsjóðs

Málsnúmer 1104097Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Hauki Ástvaldssyni þar sem hann óskar eftir því að verða leystur frá störfum í stjórn Minningarsjóðs Þórönnu Gunnlaugsdóttur og Halldórs Jónssonar.

Byggðarráð samþykkir að verða við ósk Hauks og þakkar honum vel unnin störf í þágu sjóðsins.

5.Beiðni um lausn frá nefndarstörfum

Málsnúmer 1104096Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Hauki Ástvaldssyni þar sem hann óskar eftir því að verða leystur frá störfum í kjörstjórn Fljótadeildar.

Byggðarráð samþykkir að verða við ósk Hauks og þakkar honum vel unnin störf.

6.Ríkisframlög til safnastarfs

Málsnúmer 1104142Vakta málsnúmer

Áður á dagskrá 553. fundi byggðarráðs. Lagt fram til kynningar afrit af bréfi frá Safnaráði til fjárlaganefndar Alþingis, frá 6. apríl 2011 varðandi ríkisfjárveitingar til safnastarfs. Einnig lögð fram umsögn Sigríðar Sigurðardóttur, safnstjóra Byggðasafns Skagfirðinga.

7.Umsögn um frumvarp til sveitarstjórnarlaga

Málsnúmer 1104125Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá nefndasviði Alþingis þar sem samgöngunefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til sveitarstjórnarlaga, 726. mál.

8.Frumvarp að nýjum sveitarstjórnarlögum

Málsnúmer 1104135Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem hvatt er til þess að sveitarstjórnir sendi Alþingi umsagnir um frumvarp til nýrra sveitarstjórnarlaga.

9.19.ársþing SSNV í Húnaþingi vestra

Málsnúmer 1104181Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá SSNV þar sem tilkynnt er um að stjórn samtakanna hafi samþykkt að 19. ársþing þeirra verði haldið 26.-27. ágúst 2011 í Húnaþingi vestra.

10.Kynnisferð sveitarstjórnarmanna til Brusel 5.-9. júní 2011

Málsnúmer 1104190Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um kynnisferð sveitarstjórnarmanna til Brussel 5.-9. júní 2011.

11.Deplar (146791)-Tilkynning um aðalskipti að landi.

Málsnúmer 1105050Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki varðandi aðilaskipti á jörðinni Deplum, landnúmer 146791. Seljendur er eru Haukur Ástvaldsson og Sigurlína Kristinsdóttir. Kaupandi er Fljótabakki ehf.

12.Landstólpinn - árleg viðurkenning

Málsnúmer 1105062Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Byggðastofnun, þar sem tilkynnt er um að stofnunin muni árlega veita viðurkenningu á ársfundi sínum, sem hefur verið nefnd Landstólpinn - samfélagsleg viðurkenning Byggðastofnunar. Viðurkenninguna má veita einstaklingi, fyrirtæki, stofnun eða sveitarfélagi. Nánari upplýsingar eru í auglýsingum í blöðum og á heimasíðu stofnunarinnar.

Fundi slitið - kl. 10:06.