Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

153. fundur 24. október 2001 kl. 10:00 - 11:30 Skrifstofa Skagafjarðar
 

Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 153 - 24.10.2001

Ár 2001, miðvikudaginn 24. október, kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1000.

Mætt voru: Snorri Styrkársson, Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Brynjar Pálsson og Ásdís Guðmundsdóttir auk sveitarstjóra Jóns Gauta Jónssonar.

 

DAGSKRÁ:

  1. Þingmannafundur 26.10. 2001 í Árskóla
  2. “Byggðarlög í sókn og vörn” – umsögn
  3. Gerð 3ja ára áætlunar 2002 – 2004
  4. Erindi frá Lánasjóði sveitarfélaga v/staðfestingar á tryggingum lána
  5. Erindi frá Hestasporti og Ævintýraferðum v/umsóknar um land undir aðstöðu fyrir ferðaþjónustu
  6. Ályktanir frá bændafundum um aðgerðir gegn fjárkláða
  7. Erindi um stuðning við Snorraverkefnið sumarið 2002
  8. Frá utanríkisráðuneytinu v/fundar um EES og sveitarfélögin
  9. Erindi frá Helga Gunnarssyni v/lóða við Furulund, Varmahlíð
  10. Erindi frá skólanefnd v/sundkorta
  11. Fundargerðir Kjaranefndar frá 17. og 19. október 2001
  12. Erindi frá Búnaðarbanka Íslands hf.

 

AFGREIÐSLUR:

1. Rætt um væntanlegan fund þingmanna kjördæmisins með sveitarstjórnarmönnum þann 26. október nk. í Árskóla.

 

2. Lögð fram til umsagnar skýrsla Byggðastofnunar “Byggðarlög í sókn og vörn – Landshlutakjarnar”.

Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að svara erindinu.

 

3. Sveitarstjóri upplýsti um þriggja ára áætlun 2002 – 2004.

Byggðarráð samþykkir í samráði við félagsmálaráðuneytið að þriggja ára áætlun 2002 – 2004 verði ekki lögð fram, þar sem vinna við þriggja ára áætlun 2003-2005 er að hefjast.

 

4. Lagt fram bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga, dagsett 15. október 2001, um úthlutun lána 2001.

Byggðarráð samþykkir í samræmi við fyrri bókun frá 24. janúar sl. og endurskoðaða fjárhagsáætlun að taka að láni kr. 35.000.000 hjá Lánasjóði sveitarfélaga til 10 ára með breytilegum vöxtum, nú 4,5% p.a. Lánið er verðtryggt með vísitölu neysluverðs. Til tryggingar láninu er veitt trygging í tekjum sveitarfélagsins sbr. 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998.

 

5. Lagt fram bréf frá Hestasporti og Ævintýraferðum, dagsett 11. október 2001 þar sem óskað er eftir 4,5 ha landsvæði sunnan og vestan við Miðgarð til uppbyggingar á ferðaþjónustu.

Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umhverfis- og tækninefndar.

 

6. Lagt fram bréf frá Þórarni Leifssyni, form. landbúnaðarnefndar, þar sem fram koma ályktanir bændafunda í Skagafirði, sem haldnir voru þann 9. október sl. um útrýmingu fjárkláða á Norðurlandi vestra.

Byggðarráð samþykkir að taka þátt í verkefninu til að útrýma fjárkláða og vísar því til gerðar fjárhagsáætlunar 2002.

 

7. Lagt fram bréf frá verkefnisstjóra Snorraverkefnisins, þar sem óskað er eftir stuðningi við verkefnið sumarið 2002.

Byggðarráð samþykkir að veita einum einstaklingi stuðning og vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2002.

 

8. Lagt fram bréf frá Utanríkisráðuneytinu, dagsett 16. október 2001, þar sem boðað er til fundar 26. nóvember nk. um EES og sveitarfélögin.

Byggðarráð samþykkir að senda einn fulltrúa á fundinn.

 

9. Lagt fram bréf frá Helga Gunnarssyni, dagsett 16. október 2001 um lóðir við Furulund í Varmahlíð.

Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að skoða málið.

 

10. Lagt fram erindi frá skólanefnd vegna afsláttakorta í sundlaugar sveitarfélagsins.

Byggðarráð lítur jákvætt á erindið en felur forstöðumönnum deilda og stofnana að taka afstöðu vegna sinna starfsmanna í samræmi við fjárhagsáætlun.

 

11. Lögð fram til kynningar fundargerð Kjaranefndar Skagafjarðar frá 17. október sl. Einnig lögð fram fundargerð nefndarinnar frá 19. október 2001.

Byggðarráð samþykkir fundargerð Kjaranefndar frá 19. október 2001. Ásdís Guðmundsdóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu þessa liðar.

 

12. Byggðarráð samþykkir skilmála Búnaðarbanka Íslands hf. fyrir skammtímalánafyrirgreiðslu.

 

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl. 1130.

 

Margeir Friðriksson, ritari

Snorri Styrkársson 

Ásdís Guðmundsdóttir

Elinborg Hilmarsdóttir

Brynjar Pálsson

Herdís Á. Sæmundardóttir