Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

149. fundur 19. september 2001

BYGGÐARRÁÐ SKAGAFJARÐAR
FUNDUR 149 – 19.09. 2001

 
Ár 2001, miðvikudaginn 19. september, kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1000.
  
         Mætt voru:  Snorri Styrkársson, Herdís Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson og Árni Egilsson auk sveitarstjóra Jóns Gauta Jónssonar.
DAGSKRÁ:
  1. Endurskoðun fjárhagsáætlunar - staða.
  2. Fjárhagsáætlunarferlið - vinnsla/leikreglur.
  3. Erindi til B.Í. v/greiðslustöðu.
  4. Tilboð í húsaleigu á Kirkjutorgi 3.
  5. Umsókn um skuldbreytingu frá Máka h.f.
  6. Erindisbréf nefnda (frá fundi 12.09.2001)
  7. Umsögn um umsókn um rekstur gistiskála í Steinsstaðaskóla.
  8. Bréf frá Þjóðminjasafni.
  9. Ályktanir frá SUNN.
AFGREIÐSLUR:
  1. Lögð fram drög að endurskoðaðri fjárhagsáætlun fyrir árið 2001.  Jón Gauti Jónsson fór yfir vinnuferlið við endurskoðun áætlunarinnar og ræddi framhaldið.
Lögð var fram svohljóðandi tillaga:
“Vegna endurskoðunar fjárhagsáætlunar er sveitarstjóra falið að vinna að stofnun hlutafélags um fasteignir í eigu sveitarfélagsins sem ekki eru nýttar beint til skylduverkefna (s.s. skóla, leikskóla og félagslegar íbúðir).  Markmiðið með stofnun slíks félags er að gera rekstur sveitarsjóðs markvissari, hagræða í rekstri og lækka skuldir sveitarsjóðs.”
                                                Snorri Styrkársson
                                                Herdís Á. Sæmundardóttir
                                                Elinborg Hilmarsdóttir

            Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
  1. Lögð fram drög að samþykktum um fjárhagsáætlunarferli sveitarfélagsins Skagafjarðar – vinnsla/leikreglur.
Samþykkt að vísa drögunum til umfjöllunar í sveitarstjórn.
  1. Jón Gauti Jónsson gerði grein fyrir erindi sem sent hefur verið til Búnaðarbanka Íslands vegna þeirrar greiðslustöðu sem sveitarfélagið er í um þessar mundir.
Byggðarráð samþykkir að heimila Jóni Gauta Jónssyni að leita eftir skammtímafjármögnun að upphæð allt að 110 milljónir króna.
Gísli Gunnarsson og Árni Egilsson óska bókað að þeir sitji hjá við afgreiðslu þessa liðar.
  1. Lagt fram bréf frá Ingólfi Guðmundssyni þar sem fram kemur tilboð í leigu á húseigninni Kirkjutorgi 3. Leiguupphæð er kr. 60.000 á mánuði. Uppsagnarfrestur verði 3mánuðir.
Byggðarráð samþykkir að  fela Jóni Gauta og Jóni Sigfúsi Sigurjónssyni að semja við Ingólf Guðmundsson á grundvelli tilboðs hans.
  1. Kynnt erindi frá Máka h.f. um skuldbreytingu vegna skulda fyrirtækisins við sveitarsjóð og veitur.  Byggðarráð hafnar beiðni um skuldbreytingu en samþykkir að gefa fyrirtækinu svigrúm meðan á endurfjármögnun fyrirtækisins stendur.
  1. Lögð fram erindisbréf Atvinnu- og ferðamálanefndar og Landbúnaðarnefndar.  Byggðarráð samþykkir að vísa erindisbréfum þessum til sveitarstjórnar til afgreiðslu.
Gísli Gunnarsson og Árni Egilsson sitja hjá við afgreiðslu þessa liðar og vísa til fyrri bókunar í byggðarráði vegna þessa máls.
  1. Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki dags. 13. september 2001, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Kristjáns Kristjánssonar um leyfi til að reka gistiskála í Steinsstaðaskóla, Skagafirði.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
  1. Lagt fram bréf frá Þjóðminjasafni Íslands dags. 11. september 2001, þar sem þakkað er samstarf  við rekstur og mótun minjavarðarembættis.  Jafnframt fylgja með bréfinu ný þjóðminjalög nr. 107, sem tóku gildi þann 17. júlí s.l.
Byggðarráð þakkar þjóðminjaverði góð orð í garð sveitarfélagsins.
  1. Lagðar fram til kynningar ályktanir frá SUNN, samtökum um náttúruvernd á Norðurlandi.
Fleira ekki gert.  Fundargerð upplesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 11.4o
                                                                        Elsa Jónsdóttir, ritari.