Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

147. fundur 05. september 2001
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 147 – 05.09. 2001

Ár 2001, miðvikudaginn 5. september, kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1000.
  
         Mætt voru:  Snorri Styrkársson, Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson og Ásdís Guðmundsdóttir auk sveitarstjóra, Jóns Gauta Jónssonar.
DAGSKRÁ:
            1.            Milliuppgjör sveitarsjóðs og stofnana pr. 30. júní 2001 – lagt fram
            2.            Fjárhagsáætlunarferlið – vinnsla – leikreglur
            3.            Endurskoðun fjárhagsáætlunar
            4.            3ja ára áætlun 2002 – 2004
            5.            Fjárhagsáætlun 2002 og 3ja ára áætlun 2003 – 2005
            6.            Gjaldskrá Brunavarna Skagafjarðar
            7.            Tímabundin ráðning iðjuþjálfa – frá félagsmálanefnd
            8.            Erindi vegna malbikunar Hásætis dags. 16/8 – frá umhv. og tæknideild
            9.            Orlofsgreiðslur á fasta yfirvinnu – Páll Pálsson, erindi frá 5/10 2000
            10.         Erindi frá Bergey ehf vegna byggðakvóta, dags. 24. ágúst 2001
            11.         Verksamningur um sálfræðiþjónustu – endurskoðun
            12.         Námskeið um framkvæmd sveitarstjórnarmála í Danmörk
            13.          Aðalfundur Flugu hf 13. september 2001
            14.          Aðalfundur Sjávarleðurs ehf  7. september 2001

AFGREIÐSLUR:
1.          Lagt fram milliuppgjör sveitarsjóðs og stofnana pr. 30. júní 2001.  Kristján Jónasson endurskoðandi KPMG kom á fundinn og gerði grein fyrir uppgjörinu.
2.          Lögð fram til kynningar lýsing á fjárhagsáætlunarferlinu, vinnslu og leikreglum.
3.          Byggðarráð samþykkir að hafin verði endurskoðun á fjárhagsáætlun
ársins 2001.

4.          Byggðarráð samþykkir að hafin verði endurskoðun á fyrirliggjandi drögum að 3ja ára áætlun 2002-2004.
5.          Byggðarráð samþykkir að hefja nú þegar undirbúning að gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2002.  Vinnsla áætlunarinnar skal fara í megin atriðum eftir reglum er byggðarráð setur síðar.  Samhliða vinnslu áætlunarinnar skal hafinn undirbúningur að gerð 3ja ára áætlunar fyrir árin 2003 – 2005.
6.          Lögð fram drög að gjaldskrá Brunavarna Skagafjarðar.
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána.
7.          Lagt fram bréf frá Gunnari Sandholt, félagsmálastjóra, dagsett 3. september 2001, þar sem kynnt er samþykkt félagsmálanefndar frá 28. ágúst sl. um tímabundna ráðningu iðjuþjálfa.
        Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til endurskoðunar
         fjárhagsáætlunar 2001.

8.          Erindi vegna malbikunar Hásætis, dagsett 16. ágúst 2001.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2002.
9.          Orlofsgreiðslur á fasta yfirvinnu.  Erindi upphaflega frá Páli Pálssyni, dagsett 5. október 2000.
        Byggðarráð samþykkir kanna málið nánar.
10.      Lagt fram bréf frá Bergey ehf., dagsett 24. ágúst 2001, þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið úthluti félaginu 50#PR af byggðakvóta Byggðastofnunar sem sveitarfélagið hefur til ráðstöfunar.
        Byggðarráð getur ekki orðið við erindinu og vísar í fyrri afgreiðslur til
        bréfritara um sama efni.

11.      Lagður fram verksamningur við Ingvar Guðnason, sálfræðing, um vinnu fyrir Skólaskrifstofu Skagfirðinga.
Byggðarráð samþykkir framangreindan samning.
12.      Námskeið um framkvæmd sveitarstjórnarmála í Danmörku.
        Byggðarráð samþykkir að greiða kostnað fyrir einn þátttakanda.
13.      Byggðarráð samþykkir að þeir sveitarstjórnarfulltrúar, sem sjái sér fært að mæta á aðalfund Flugu hf., 13. september nk.  fari með atkvæðisrétt hlutfallslega.
14.      Byggðarráð samþykkir að þeir sveitarstjórnarfulltrúar, sem sjái sér fært að mæta á aðalfund Sjávarleðurs ehf., 7. september nk. fari með atkvæðisrétt hlutfallslega.
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl. 1220.