Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

144. fundur 31. júlí 2001
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 144 – 31.07.2001

Ár 2001, þriðjudaginn 31. júlí 2001, kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1000.
            Mætt voru undirrituð:  Snorri Styrkársson, Herdís Á. Sæmundardóttir, Stefán Guðmundsson, Gísli Gunnarsson og Ásdís Guðmundsdóttir auk sveitarstjóra Snorra Björns Sigurðssonar.
DAGSKRÁ:
            1.      Erindi frá Byggingarnefnd Árskóla.
            2.      Yfirlýsing til Búnaðarbanka Íslands.
            3.      Starfslokasamningur við Snorra Björn Sigurðsson.
            4.      Niðurfellingar.

Á fundinn koma Jón Gauti Jónsson, nýr sveitarstjóri og Jostein By, bæjarstjóri í Jölster.
AFGREIÐSLUR:
1.          Lagt fram erindi dagsett 25. júlí 2001, í formi tölvupósts frá Reyni Kárasyni, formanni byggingarnefndar Árskóla, til Snorra Styrkárssonar, formanns byggðarráðs, um tölvuvæðingu Árskóla.
        Byggðarráð samþykkir að tölvuvæða Árskóla í samræmi við fyrirliggjandi
         þarfagreiningu.  Leitað verði hagstæðasta tilboðs og gerður samingur um
         rekstrarleigu á þessum búnaði til fjögurra ára.  Gísli Gunnarsson og Ásdís
         Guðmundsdóttir óska  bókað að þau sitja hjá.

2.          Lagður fram veðsamningur – greiðsluávísun til Búnaðarbanka Íslands hf., vegna samkomulags um lausn á fjárhagsvanda Ungmennafélagsins Tindastóls.

Byggðarráð samþykkir ofangreinda greiðsluávísun.
3.          Lagður fram starfslokasamningur við Snorra Björn Sigurðsson, sveitarstjóra.
Snorri Björn Sigurðsson vék nú af fundi.
        Gísli Gunnarsson og Ásdís Guðmundsdóttir  óska bókað:
  
         Samkvæmt sveitarstjórnarlögum getur byggðarráð hvorki rekið né ráðið
            sveitarstjóra án samþykkis sveitarstjórnar, sb. gr. 39, 51, 53 og 54.

Byggðarráð samþykkir starfslokasamning við Snorra Björn Sigurðsson með þremur atkvæðum gegn tveimur.  Einnig samþykkt að boða sveitarstjórnarfund kl. 17 í dag.
Snorri Björn kom nú aftur til fundar.
4.          Sjá trúnaðarbók.
Fleira ekki gert.  Fundargerðin upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 1100.
Ritari:  Margeir Friðriksson.