Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

140. fundur 27. júní 2001

Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur  140 – 27.06.2001.

Ár 2001, miðvikudaginn 27. júní kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1000.
            Mætt voru:  Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir og Snorri Styrkársson auk sveitarstjóra Snorra Björns Sigurðssonar.

DAGSKRÁ:
        1.      Kjör formanns og varaformanns byggðarráðs
        2.      Erindi frá Trausta Sveinssyni
        3.      Stofnframlag til Árskóla
        4.      Bréf frá Margeiri Björnssyni
        5.      Tvö bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um kjarasamninga
        6.      Tilkynning um skipan jarðanefndar
        7.      Bréf frá Önnu Kristínu Gunnarsdóttur og Ólafi Jónssyni
        8.      Ágóðahlutur í Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag Íslands
        9.      Bréf frá Alþingi um frumvarp til raforkulaga
        10.  Bréf félagsmálastjóra um leigu Ljósheima
        11.  Málefni Umf. Tindastóls
        12.  Styrkur til björgunarsveita árið 2001
        13.  Hækkun leikskólagjalda

AFGREIÐSLUR:
1.      Herdís Á. Sæmundardóttir kjörin formaður byggðarráðs og Gísli Gunnarsson varaformaður.
2.      Lagt fram bréf frá Trausta Sveinssyni, dagsett 20. júní 2001, varðandi styrkbeiðni. Einnig bréf frá 25. júní 2001 varðandi jarðgangagerð á Tröllaskaga.
Byggðarráð samþykkir með fjórum atkvæðum gegn atkvæði Gísla Gunnarssonar, að veita Trausta Sveinssyni styrk að upphæð kr. 100.000.
Byggðarráð samþykkir að ítreka bókun sína frá 8. maí 2000 til Samgöngunefndar Alþingis.
3.      Lagt fram til kynningar bréf frá Félagsmálaráðuneytinu, dagsett 31. maí 2001 um úthlutun stofnframlags til framkvæmda við Árskóla árið 2001 að upphæð kr. 15.356.000.
4.      Lagt fram bréf frá Margeiri Björnssyni – áður á dagskrá byggðarráðs 9. maí sl.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu frá og bendir á að erindið eigi að fara til Örnefnastofnunar.
5.      Lögð fram til kynningar tvö bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 15. júní 2001, þar sem kynnt er að kjarasamningar á milli Launanefndar sveitarfélaga, Stéttarfélags íslenskra félagsráðgjafa og Stéttarfélags sálfræðinga á Íslandi hafi verið samþykktir.
6.      Lagt fram til kynningar bréf frá Jarðanefnd Skagafjarðarsýslu, dagsett 22. júní 2001, þar sem kynnt er ný skipun nefndarinnar.
7.      Lagt fram bréf frá Önnu Kristínu Gunnarsdóttur og Ólafi Jónssyni, dagsett 22. júní 2001, þar sem kvartað er um skemmdir af völdum búfjár í kirkjugarði Sauðárkróks.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til sóknarnefndar.
8.      Lagt fram til kynningar bréf frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag Íslands, dagsett 26. júní 2001, um ágóðahlutagreiðslu 2001 að upphæð kr. 5.034.000.
9.      Lagt fram til kynningar bréf frá Iðnaðarnefnd Alþingis, dagsett 29. maí 2001, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til raforkulaga, 719. mál, heildarlög.  Veitustjórn hefur fengið frumvarpið til umsagnar.
10.  Lagt fram bréf frá félagsmálastjóra dagsett 4. júní 2001, um leigu í Ljósheimum vegna félagsstarfs eldri borgara.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að vinna frekar að málinu.
11.  Helgi Sigurðsson og Jón E. Friðriksson auk Snorra Styrkárssonar í starfshópi um málefni Umf. Tindastóls komu á fundinn til viðræðu um málefni félagsins.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra og fjármálastjóra að fullvinna samkomulag við Ungmennafélagið Tindastól.
12.  Styrkur til björgunarsveita.
Byggðarráð samþykkir að styrkja Skagfirðingasveit um kr. 340.000, Björgunarsveitina Gretti um kr. 230.000 og Flugbjörgunarsveitina í Varmahlíð um kr. 230.000 auk þess kr. 200.000 vegna bifreiðakaupa.  Samþykkt að endurskoða grundvöll skiptingar styrkja á milli sveitanna við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2002.
13.  Gildistaka hækkunar leikskólagjalda.
Byggðarráð samþykkir að fresta gildistöku hækkunar leikskólagjalda til 1. september 2001.
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 1200
                                                            Margeir Friðriksson, ritari