Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

139. fundur 20. júní 2001

Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur  139 – 20.06. 2001.

           Ár 2001, miðvikudaginn 20. júní  kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1000.
            Mætt voru:  Herdís Á. Sæmundardóttir, Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir og Ingibjörg Hafstað auk sveitarstjóra Snorra Björns Sigurðssonar.
 DAGSKRÁ:
      1.      Ársreikningur 2000 – síðari umræða
2.      Þriggja ára áætlun 2002 – 2004, - fyrri umræða
3.      Samkomulag við Umf. Tindastól
4.      Samkomulag um breytingar á Blöndusamningi
5.      Kaupsamningur um Laufskála
6.      Bréf frá Einari Sigtryggssyni
7.      Umsókn um vínveitingaleyfi
8.      Málefni Reykjasels

 AFGREIÐSLUR:
1.      Lagður fram ársreikningur sveitarsjóðs fyrir árið 2000. Helstu niðurstöðutölur rekstrar eru: Skatttekjur kr. 880.509.003. Rekstur málaflokka kr. 765.350.284. Fjármagnskostnaður kr. 66.136.582. Niðurstöðutölur fyrir gjaldfærða fjárfestingu eru: Gjöld kr. 81.289.387, tekjur kr. 25.741.638. Niðurstöðutölur fyrir eignfærða fjárfestingu eru: Gjöld kr. 140.655.460, tekjur kr. 12.235.100.  Einnig lögð fram áritun kjörinna skoðunarmanna. 
Byggðarráð samþykkir að vísa ársreikningnum til síðari umræðu í sveitarstjórn. Byggðarráð samþykkir einnig að vísa ársreikningum Hafnarsjóðs Skagafjarðar, Vatnsveitu Skagafjarðar, Hitaveitu Skagafjarðar, Rafveitu Sauðárkróks og Félagslegra íbúða til síðari umræðu í sveitarstjórn. 
2.      Lagðar fram þriggja ára áætlanir 2002-2004 fyrir sveitarsjóð, Hafnarsjóð Skagafjarðar, Vatnsveitu Skagafjarðar, Hitaveitu Skagafjarðar, Rafveitu Sauðárkróks og Félagslegar íbúðir.
Byggðarráð samþykkir að vísa ofangreindum áætlunum til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
3.      Lögð fram til kynningar drög að samkomulagi við Ungmennafélagið Tindastól.
Byggðarráð samþykkir að kalla nefnd um fjárhagsvanda Umf. Tindastóls á næsta fund byggðarráðs.
4.      Lagður fram samningur á milli Landsvirkjunar og Eyvindarstaðaheiðar ehf. um breytingar á Blöndusamningi.  Einnig lagður fram viðauki 2 við samning dags. 15. mars 1982 varðandi virkjun Blöndu.
Byggðarráð samþykkir framangreint.
5.      Lagður fram kaupsamningur um Laufskála frá 12. júní 2001.
Byggðarráð samþykkir að nýta ekki forkaupsrétt sinn.
6.      Lagt fram til kynningar bréf frá Einari Sigtryggssyni, dagsett 15. júní 2001, varðandi aðstöðu til skepnuhalds.
7.      Borist hefur umsókn um vínveitingaleyfi fyrir Gilsbakka ehf. til sex mánaða á veitingastofunni Sólvík á Hofsósi.
Byggðarráð samþykkir að veita leyfið.
8.      Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála varðandi eignarhlut sveitarfélagsins í Reykjaseli
 Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 1200
                                              Margeir Friðriksson, ritari