Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

138. fundur 13. júní 2001

Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur  138 – 13.06. 2001.

           Ár 2001, miðvikudaginn 13. júní  kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1000.
            Mætt voru:  Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir og Ingibjörg Hafstað auk sveitarstjóra Snorra Björns Sigurðssonar.
 DAGSKRÁ:
      1.      Aðalfundarboð Hrings hf.
2.      Umsókn um rallkeppni.
3.      Bréf frá Þorsteini Ólasyni og Guðrúnu Sigtryggsdóttur.
4.      Bréf frá nefnd um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum.
5.      Bréf um jarðgangagerð á Tröllaskaga.
6.      Bréf frá Brunabótafélagi Íslands.
7.      Aðalfundur Tækifæris hf.
8.      Umsóknir um beitarhólf og ræktunarlönd.

 AFGREIÐSLUR:
 1.      Lagt fram aðalfundarboð Hrings hf., dagsett 5. júní 2001.
      Byggðarráð samþykkir að þeir sveitarstjórnarmenn sem sitja fundinn fari 
   
   með atkvæðisrétt sveitarfélagsins hlutfallslega.

2.     2.   Lagt fram bréf frá Bílaklúbbi Skagafjarðar, dagsett 7. júní 2001, þar sem óskað 
     er eftir leyfi til að halda rallkeppni í Skagafirði 7. júlí nk.

    Byggðarráð samþykkir að verða við óskinni fyrir sitt leyti.
3.      3.   Lagt fram bréf frá Þorsteini Ólasyni og Guðrúnu Sigtryggsdóttur, dagsett 6. júní 
      2001, þar sem óskað er eftir viðræðu um frágang lóðar að Víðihlíð 5.

     Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umhverfis- og tækninefndar.
4.      4.   Lagt fram bréf frá ráðherraskipaðri nefnd um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum, 
      dagsett 14. maí 2001.

     Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til Félagsmálanefndar.
5.      5.   Lagt fram bréf frá starfshópi um jarðgangagerð, dagsett 9. júní 2001, varðandi
      jarðgangagerð á Tröllaskaga.

    Byggðarráð samþykkir að taka upp erindið á væntanlegum fundi með 
   
þingmönnum kjördæmisins.

6.   6.   Lagt fram bréf frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag Íslands, dagsett 11. júní 2001 
      og fjallar um Styrktarsjóð EBÍ.

     Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að sækja um í sjóðinn.
 7.      Byggðarráð samþykkir að fela Ingibjörgu Hafstað og Snorra Birni Sigurðssyni 
   
   að fara með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á aðalfundi Tækifæris hf. sem haldinn
   
   verður á Akureyri í dag.

8.      8.   Byggðarráð samþykkir tillögu sveitarstjóra um hvernig verði staðið að úthlutun
   
   beitarhólfa og ræktunarlanda.

Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 1115.
                      Margeir Friðriksson,ritari