Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

137. fundur 06. júní 2001

Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur  137 – 06.06. 2001.

           Ár 2001, miðvikudaginn 6. júní  kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 0815.
            Mætt voru:  Herdís Á. Sæmundardóttir, Stefán Guðmundsson, Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir og Ingibjörg Hafstað auk sveitarstjóra Snorra Björns Sigurðssonar.
DAGSKRÁ:
      1.      Helgi Sigurðsson og Snorri Styrkársson mæta á fundinn.
2.     
Bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga vegna sameiginlegs bókasafnskerfis.
3.     
Bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga vegna námskeiðs í Danmörku.
4.     
Bréf frá Félagi íslenskra leikskólakennara.
5.     
Bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga vegna yfirfærslu málefna fatlaðra.
6.     
Undirskriftalistar vegna fyrirætlaðrar sorpurðunar við Kolkuós.
7.      Bréf frá hússtjórn Ljósheima.
8.      Bréf frá Eyjaskipum.
9.      Bréf frá Hólaskóla.
10. 
Beiðni um heimild til að sækja um aukningu viðbótarlána.
11.  Aðalfundarboð Tækifæris hf.
12. 
Bréf frá íbúum að Víðigrund 26.
13. 
Bréf frá stjórn ClicOn Ísland hf.
14. 
Bréf frá sýslumanni.
15. 
Bréf frá Félagsmálaráðuneyti.
16. 
Umsóknir um vínveitingaleyfi.
 Til kynningar:
            Stjórnsýslukæra frá hússtjórn Miðgarðs.
           
Bréf varðandi stéttarfélagsaðild.
           
Yfirmatsgerð á arðskrá fyrir Veiðifélag Miklavatns og Fljótaár.

 AFGREIÐSLUR:
1.      1.      Helgi Sigurðsson og Snorri Styrkársson mættu á fund byggðarráðs og skýrðu frá störfum nefndar sem stofnuð var til að skoða fjárhagsleg vandamál Ungmennafélagsins Tindastóls.
2.     2.  Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 15. maí 2001, varðandi rekstur sameiginlegs bókasafnskerfis.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefndar.
 3.      Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 17. maí 2001, um námskeið í Danmörku fyrir sveitarstjórnarmenn.
Byggðarráð samþykkir að erindið verði kynnt sveitarstjórnarmönnum og áhugi kannaður.
4.     4.  Lagt fram bréf frá Félagi íslenskra leikskólakennara, dagsett 22. maí 2001, vegna uppsagnar leikskólafulltrúa á skólaskrifstofu sveitarfélagsins.
 Byggðarráð samþykkir að sveitarstjóri og skólamálafulltrúi svari bréfinu.
 5.      Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 18. maí 2001, varðandi yfirfærslu á málefnum fatlaðra til sveitarfélaganna.
 6.      Lagður fram undirskriftalisti þar sem mótmælt er fyrirætlunum sveitarstjórnar Skagafjarðar um sorpurðun í Kolkuósi/Ásgarði í Viðvíkursveit og skorað á sveitarstjórn að finna þessari starfsemi heppilegri stað.
 Byggðarráð samþykkir að ræða við forsvarsmenn undirskriftalistans ásamt umhverfis- og tækninefnd um fyrirhugað sorpurðunarsvæði.
 7.      Lagt fram bréf frá hússtjórn Ljósheima um málefni félagsheimilisins.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að svara erindinu.
 8.      Lagt fram bréf frá Eyjaskipum ehf., dagsett 29. maí 2001, þar sem óskað er eftir að fá að fara með ferðamenn upp í Drangey í sumar.
 Byggðarráð samþykkir að heimila Eyjaskipum ehf. að fara með ferðamenn upp í Drangey. Bent er á að atvinnu- og ferðamálanefnd er að vinna að reglum um ferðir og umgengni í Drangey.
9.      9.  Lagt fram bréf frá Hólaskóla, dagsett 11. maí 2001, þar sem óskað er eftir formlegum viðræðum við byggðarráð um þróun byggðarinnar á Hólum og málefni Hólaskóla.
 Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að koma þessum fundi á.
 10.  Lagt fram bréf frá Félagsmálanefnd, dagsett 29. maí 2001, þar sem óskað er eftir heimild til þess að sækja um aukið fjármagn til úthlutunar viðbótarlána á árinu 2001.
Byggðarráð samþykkir að heimila umsóknina.
 11.  Lagt fram bréf frá Tækifæri hf., dagsett 31. maí 2001, þar sem boðað er til aðalfundar þann 13. júní nk.
 Byggðarráð samþykkir að sveitarstjóri kanni hvaða fulltrúar sveitarfélagsins geti mætt.
 12.  Lagt fram bréf frá íbúum Víðigrundar 26, þar sem óskað er að sveitarfélagið standi að úrbótum vegna hljóð- og útblástursmengunar vegna umferðar í grennd við fjölbýlishúsið.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að svara erindinu.
Hér var gert fundarhlé kl. 1000 og fundi síðan fram haldið kl. 1240
 13.  Lagt fram til kynningar bréf frá stjórn ClicOn Ísland hf., dagsett 26. maí 2001, þar sem kynnt er að stjórnin hafi samþykkt að lýsa félagið gjaldþrota.
14.               Lagt fram bréf frá Sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 31. maí 2001, þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn Ferðaþjónustunnar á Hólum til að reka gistiheimili og veitingastofu að Hólum í Hjaltadal.
 Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
 15.  Lagt fram til kynningar bréf frá Félagsmálaráðuneytinu, dagsett 16. maí 2001, þar sem minnt er á að almennar kosningar til sveitarstjórna verða undantekningalaust laugardaginn 25. maí 2002, í samræmi við 1. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998.
 16.  Lagðar fram umsóknir um vínveitingaleyfi frá Fosshóteli Áningu til 6 mánaða, Ferðaþjónustunni Bakkaflöt til tveggja ára, Ferðaþjónustunni Hólum til 6 mánaða og Lónkoti til 6 mánaða.
Byggðarráð samþykkir að veita ofangreind vínveitingaleyfi.
 Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 1315.
                                  Margeir Friðriksson, ritari