Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

132. fundur 18. apríl 2001

Byggðarráð Skagafjarðar 
Fundur  132 – 18.04. 2001.

           Ár 2001, miðvikudaginn 18. apríl,  kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 0930.
           
Mætt voru:  Herdís Á. Sæmundardóttir, Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir og Snorri Styrkársson,  auk sveitarstjóra Snorra Björns Sigurðssonar.

 DAGSKRÁ:
  
     1.               Hópur um íbúðabygg. f. eldri borgara
  
              - Einar Gíslason o.fl. koma á fundinn
  
     2.               Aðalfundur Höfða ehf
  
     3.               Bréf frá Félagsheimilinu Miðgarði
  
     4.               Bréf frá Rarik
  
     5.               Bréf frá Sýslumanni
  
     6.               Ályktanir 60. fulltrúaráðsfundar SÍS
  
     7.               Bréf frá Orra Hlöðverssyni
  
     8.               Bréf frá Bergey ehf
  
     9.               Bréf frá Kjöthlöðunni
  
     10.           Kaupsamn. og afsal v. Freyjugötu 3 B
  
     11.           Sala Neskots í Fljótum
  
     12.           Tvö bréf frá Alþingi
  
     13.           Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu
  
     14.           Bréf frá Náttúrustofu Norðurlands vestra
  
     15.           Bréf frá Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti
  
     16.           Kirkjutorg 3.
  
     17.           Vinabæjamót í Skagafirði.
  
      
 AFGREIÐSLUR: 
1.                Á fundinn kom Einar Gíslason, fulltrúi sveitarfélagsins í starfshópi um
íbúðabyggingu fyrir aldraða.  Einnig eru tveir byggðarráðsmenn, Snorri Styrkársson og Ásdís Guðmundsdóttir í þeim starfshópi.  Einar gerði grein fyrir þeirri vinnu sem verið er að vinna í starfshópnum.  Byggðarráð fagnar þeirri vinnu og samþykkir að fela fulltrúum sveitarfélagsins að vinna áfram að þessu verkefni á þeim forsendum sem hér hafa verið lagðar fyrir.

 2.            Lagt fram fundarboð á aðalfund Höfða ehf. en hann verður haldinn í
            Fjallakránni  föstudaginn 20. apríl n.k. kl. 12.oo
  
         Byggðarráð samþykkir að sveitarstjórnarfulltrúar fari hlutfallslega með atkvæði
            Skagafjarðar á fundinum.

 3.                  Lagt fram bréf frá húsverði félagsheimilisins Miðgarðs, dags. 07.02.2001, þar
             sem óskað er eftir niðurfellingu á gamalli skuld félagsheimilisins vegna
             skemmtanaskatts.
  
          Byggðarráð samþykkir að veita félagsheimilinu styrk að upphæð kr. 763.979.-
             til  greiðslu umræddrar skuldar.

4.                  Lagt fram bréf frá RARIK dags. 06.04.2001, þar sem fulltrúa Skagafjarðar er boðið að sitja fimmta ársfund RARIK sem haldinn verður í Félagsheimilinu á Blönduósi þann 18. maí n.k. kl. 14.oo
Byggðarráð þakkar gott boð.

 5.                 Lagt fram bréf frá Sýslumanninum á Sauðárkróki dags. 06.04.2001, þar sem
            óskað  er umsagnar um umsókn Guðrúnar Sölvadóttur um leyfi til að reka
            veitinga- og greiðasölu í Sauðárkróksbakaríi, Aðalgötu 5 á Sauðárkróki.
  
         Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi verði veitt.
 6.                Lagðar fram til kynningar ályktanir 60. fulltrúaráðsfundar Samb.ísl.
            sveitarfélaga, en hann var haldinn á Hótel Sögu þann 29. mars s.l.  Eru þetta
            annars vegar ályktun  um flutning málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga og
            hins vegar ályktun um rafræn  samskipti.

 7.                  Lagt fram bréf frá Orra Hlöðverssyni, dags. 03.04.2001, þar sem hann
             vekur athygli á að stefnt sé að því að halda aðalfund Tækifæris h.f. í
  
         maímánuði n.k.
8.                  Lagt fram bréf frá Bergey ehf. dags. 02.04.2001, þar sem óskað er eftir styrk
            eða  fyrirgreiðslu sambærilegri og Höfði ehf. naut þegar því fyrirtæki var
            úthlutað byggðakvóta.
  
         Byggðarráð felur sveitarstjóra að svara erindinu.
 Snorri Styrkársson þurfti hér að hverfa af fundi.
       9.            Lagt fram bréf frá Kjöthlöðunni s.f. dags. 22.03.2001, þar sem óskað er eftir
                því að sveitarfélagið leysi fyrirtækið undan leigusamningi sem það gerði um
                Laugaból 14.
  
             Byggðarráð felur sveitarstjóra að skoða málið nánar.
 10.        Lagður fram kaupsamningur og afsal um verkstæðishús að Freyjugötu 3b og
          einnig samkomulag um kaup sveitarfélagsins á verkfærum og lausamunum í
          umræddu  verkstæðishúsi.
  
      Afgreiðslu frestað.
 11.        Lagt fram bréf frá Valmundi Pálssyni varðandi sölu jarðarinnar Neskot í Fljótum.
  
       Byggðarráð samþykkir að nýta ekki forkaupsrétt sveitarfélagsins.
 12.         Lagt fram bréf frá Félagsmálanefnd Alþingis dags. 23.03.2001, þar sem óskað
          er umsagnar um þingsályktunartillögu um framboð á leiguhúsnæði, 512. mál.
         
Einnig er óskað umsagnar um frumvarp til sveitarstjórnarlaga, 146.mál,
          einkafjármögnun og  rekstrarleiga.

 13.         Lagt fram bréf frá Félagsmálaráðuneytinu dags. 23.03.2001, þar sem kynnt er
           nefnd sem endurskoða á laga- og reglugerðarákvæði um Jöfnunarsjóð
           sveitarfélaga.

 14.         Lagt fram bréf frá Náttúrustofu Norðurlands vestra dags. 28.03.2001, þar
          sem óskað er eftir styrk til að hefja rannsóknir á útbreiðslu, eðli og gerð
          rústasvæða á Hofsafrétt.
  
       Byggðarráð felur sveitarstjóra að ræða við forstöðumann Náttúrustofu um málið.
15.          Lagt fram bréf frá Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti dags. 27.03.2001, varðandi
          áætlun  um þriggja fasa rafmagn á landsbyggðinni.
  
       Byggðarráð vísar bréfinu til veitustjórnar.
 Snorri Styrkársson mætir aftur á fundinn.
 16.         Málefni Kirkjutorgs 3. Byggðarráð samþykkir að fela Jóni Sigfúsi Sigurjónssyni
          að gæta hagsmuna sveitarfélagsins á uppboði eignarinnar Kirkjutorgs 3 á
          Sauðárkróki, sem fara mun fram á eigninni sjálfri 18.apríl kl. 14.oo

 17.        Á fundinn kom Ómar Bragi Stefánsson, menningar- íþrótta- og æskulýðsfulltrúi. 
  
       Kynnti hann drög að dagskrá vinabæjamóts sem haldið verður í Skagafirði
          15. – 17.  júní n.k. 

 Fleira ekki gert.   Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 12.00
                                                            Elsa Jónsdóttir, ritari.