Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

124. fundur 24. janúar 2001

Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur  124 – 24.01.2001.

Ár 2001, miðvikudaginn 24. janúar, kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1000.
            Mætt voru:  Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Páll Kolbeinsson og Snorri Styrkársson,  auk sveitarstjóra Snorra Björns Sigurðssonar.
DAGSKRÁ:
            1.      Viðræður við stjórn UMSS.
            2.      Viðræður við framkv.stj. Sjávarleðurs hf.
            3.      Gjaldskrá v/gatnagerðargjalda – síðari umræða.
            4.      Bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga.
            5.      Trúnaðarmál.
            6.      Erindi frá Hólaskóla.
            7.      Erindi frá fjarnemum við K.H.Í.
            8.      Tvö bréf frá Sýslumanninum á Sauðárkróki.
            9.      Bréf frá Landssambandi hestamanna.
  
         10.  Erindi frá Náttúrustofu Norðurl. vestra.
            11.  Styrkur til björgunarsveitanna.
            12.  Ársreikningur dvalarheimilisins Sauðár.
  
         13.  Bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga.
AFGREIÐSLUR:
1.      Fulltrúar UMSS ásamt Ómari Braga Stefánssyni MÍÆ fulltrúa sveitarfélagsins komu á fund Byggðaráðs til viðræðu um Landsmót UMFÍ 2004.
Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins.
2.      Friðrik Jónsson framkv.stj. Sjárvarleðurs hf. kom á fund byggðaráðs og upplýsti um stöðu og horfur fyrirtækisins.
Byggðarráð samþykkir með fjórum atkvæðum að ljúka hlutafjáraukningu sveitarfélagsins í félaginu vegna ársins 2000 skv. samkomulagi.  Gísli Gunnarsson greiðir ekki atkvæði.
3.      Gjaldskrá v/gatnagerðargjalda – síðari umræða.
Byggðarráð samþykkir ofangreinda gjaldskrá með fjórum atkvæðum.  Snorri Styrkársson greiðir atkvæði gegn tillögunni.
4.      Lagt fram bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga, dagsett 4. janúar 2001 varðandi umsóknarfrest lánsumsókna árið 2001.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að sækja um lán til sjóðsins í samræmi við fjárhagsáætlun 2001.
5.       Sjá trúnaðarbók.
6.      Kynnt erindi frá Hólaskóla varðandi vistvæna stefnu að Hólum.
7.      Lagt fram bréf frá fjarnemum við KHÍ úr sveitarfélaginu, dagsett 19. janúar 2001, þar sem sótt er um námsstyrk.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til skólanefndar.
8.      Lögð fram bréf frá Sýslumanninum á Sauðárkróki dagsett 12. og 17. janúar 2001, þar sem óskað er eftir umsögnum um umsókn Svavars Júlíusar Garðarssonar fh. Stöðvarinnar á Króknum ehf. um leyfi til að reka veitingastofu og greiðasölu að Skagfirðingabraut 29 og umsókn Guðlaugar Jóhannsdóttur fh. Félagsheimilisins Skagasels um leyfi til að reka gistiskála í Félagsheimilinu Skagaseli.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknirnar.
9.      Lagt fram til kynningar bréf frá Landssambandi hestamanna, dagsett 15. janúar 2001, varðandi landsmót LH 2002.
10.  Kynnt erindi frá Náttúrustofu Norðurlands vestra.
11.  Byggðarrráð samþykkir að styrk til björgunarsveita vegna ársins 2000 verði úthlutað á eftirfarandi hátt.  Skagfirðingasveit, Sauðárkróki kr. 250.000, Flugbjörgunarsveitin í Varmahlíð kr. 175.000 og Björgunarsveitin Grettir á Hofsósi kr. 175.000.
12.  Lagður fram til kynningar ársreikningur dvalarheimilis aldraðra Sauðá fyrir árið 2000.
13.  Lagt fram til kynningar bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, dagsett 22. janúar 2001,  þar sem segir m.a. “Miðað við fyrirliggjandi áform og áætlanir sveitarstjórnar telur nefndin þó ekki ástæðu til að hún hafi að sinni fjármál sveitarfélagsins til sérstakrar meðferðar.”
Fleira ekki gert.   Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 12:25.
                                                            Margeir Friðriksson, ritari.