Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

118. fundur 22. nóvember 2000

Byggðarráð Skagafjarðar 

Fundur  118 – 22.11. 2000
           
Ár 2000, miðvikudaginn 22. nóvember,  kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 2030.
            Mætt voru:  Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Páll Kolbeinsson og Ingibjörg Hafstað auk sveitarstjóra Snorra Björns Sigurðssonar.
 
DAGSKRÁ:
1.      Bréf frá Náttúrustofu Norðurlands vestra.
2.      Tvö bréf frá Alþingi.
3.      Kaup á ræktunarlandi.
4.      Bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga ásamt samningi um veikindarétt og fæðingarorlof.
5.      Hlutafé í Tækifæri hf.
6.      Landsmót hestamanna.
7.      Málefni Skíðafélags Fljótamanna.
 
AFGREIÐSLUR:
 
1.      Lagt fram bréf frá Náttúrustofu Norðurlands vestra, dagsett 15. nóvember 2000, um kaup á húseigninni Aðalgötu 2.
 
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ræða við Umhverfisráðuneytið um kaup Náttúrustofu Norðurlands vestra á húseigninni.
 
2.      Lagt fram til kynningar bréf frá Félagsmálanefnd Alþingis, dagsett 14. nóvember 2000 þar sem óskað er umsagnar um frumvörp til laga um tekjustofna sveitarfélaga, 199. mál, útsvar, fasteignaskattur ofl., og vatnsveitur sveitarfélaga 200. mál.  Áður á dagskrá 15. nóvember sl.  Einnig lagt fram til kynningar bréf frá Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, dagsett 14. nóvember 2000, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um tekjuskatt og eignarskatt, 196. mál, skatthlutfall, og breytingartillögur við frumvarpið. 
 
Kynnt var svarbréf við ofangreindum erindum.
 
3.      Byggðarráð samþykkir að kaupa ræktunarlönd og gripahús á Nöfum af dánarbúi Jónínu Antonsdóttur á kr. 550.000.
 
4.      Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 13. nóvember 2000 og nýr samningur um veikindarétt og fæðingarorlof sem tekur gildi 1. janúar 2001. 
 
5.      Hlutafjáraukning í Tækifæri hf.
 
Ingibjörg Hafstað lagði til að hlutafé sveitarfélagsins í Tækifæri hf. verði aukið um kr. 6.000.000.  Tillagan var felld með fjórum atkvæðum gegn atkvæði Ingibjargar Hafstað.
 
Byggðarráð samþykkir að leggja kr. 8.000.000 í hlutafé í Tækifæri hf. með fjórum atkvæðum á móti atkvæði Ingibjargar Hafstað.
 
6.      Umræður fóru fram um Landsmót hestamanna á Vindheimamelum 2002 og hugsanlega aðkomu sveitarfélagsins að því.
 
7.      Trausti Sveinsson mætti á fund byggðarráðs til viðræðu um þátttöku sveitarfélagsins í greiðslu á viðgerðarkostnaði á snjótroðara Skíðafélags Fljótamanna.
 
Byggðarráð samþykkir að ekki séu forsendur til að sveitarfélagið kosti frekari viðgerðir á troðaranum.
 
Fleira ekki gert.   Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 2150
 
                                                                              Margeir Friðriksson, ritari