Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

116. fundur 08. nóvember 2000

Byggðarráð Skagafjarðar 

Fundur  116 – 08.11. 2000
           
Ár 2000, miðvikudaginn 8. nóvember,  kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1000.
            Mætt voru:  Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir og Ingibjörg Hafstað.
 
DAGSKRÁ:
1.      Bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga
2.      Erindi frá hestamannafélögum í Skagafirði
3.      Bréf frá Vinnueftirlitinu v/Freyjugötu 18, Skr.
4.      Bréf frá Umf. Neista v/Túngötu 4, Hfs.
5.      Bréf frá Lífeyrissjóði Norðurlands
6.      Bréf um námskeið fyrir stjórnmálakonur
7.      Bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga
8.      Málefni Náttúrustofu Norðurlands vestra
9.      Bréf frá Sigurði Sigurðssyni
10.  Viðræður við fulltrúa vinnuhóps um Staðardagskrá 21
11.  Beiðni um niðurfellingu
12.  Ásgarður
 
AFGREIÐSLUR:
 
1.      Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 25. október 2000, um samþykkt bókhaldsnefndar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 16. október 2000.
 
2.      Lagt fram bréf frá hestamannafélögunum í Skagafirði, dagsett 29. október 2000, þar sem óskað er eftir fjárhagslegum stuðningi sveitarfélagsins við undirbúning og uppbyggingu mótssvæðisins á Vindheimamelum fyrir Landsmót hestamanna árið 2002.  Jafnframt er óskað eftir viðræðum við sveitarfélagið um málið sem fyrst.
 
Byggðarráð samþykkir að verða við ósk fulltrúa hestamannafélaganna í Skagafirði um viðræður.
 
3.      Lagt fram til kynningar bréf frá Vinnueftirliti ríkisins, dagsett 1. nóvember 2000, um starfsmannaaðstöðu að Freyjugötu 18.
 
4.      Lagt fram bréf frá Umf. Neista á Hofsósi, dagsett 25. október 2000, varðandi samning um Túngötu 4 á Hofsósi.
 
Byggðarráð samþykkir að fella niður fyrstu málsgrein og þá síðustu í 3. grein í samkomulagi milli sveitarfélagsins og Umf. Neista.
 
5.      Lagt fram til kynningar bréf frá Lífeyrissjóði Norðurlands, dagsett 1. nóvember 2000, um aukafund vegna samruna lífeyrissjóða.
 
6.      Lagt fram til kynningar bréf frá ráðherraskipaðri nefnd um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum, dagsett 30. október 2000 um námskeið fyrir stjórnmálakonur.
 
7.      Lagt fram bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga, dagsett 30. október 2000, varðandi námskeið fyrir stjórnendur í sveitarfélögum.
 
Byggðarráð samþykkir að innihald bréfsins verið kynnt stjórnendum sveitarfélagsins.
 
8.      Málefni Náttúrustofu Norðurlands vestra rædd.
 
Byggðarráð samþykkir að ræða við forstöðumann Nátturustofu Norðurlands vestra  og óska eftir fundi við umhverfisráðherra um húsnæði Náttúrustofunnar.
 
9.      Lagt fram bréf frá Sigurði Sigurðssyni, dagsett 23. október 2000, varðandi ferðaþjónustu á Steinsstöðum.
 
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að svara erindinu.
 
10.  Helgi Sigurðsson fulltrúi vinnuhóps um Staðardagskrá 21 kom á fundinn og kynnti starf hópsins og stöðu verkefnisins.
 
Byggðarráð lýsir ánægju með þá vinnu sem hópurinn hefur skilað og samþykkir að fela garðyrkjustjóra að kanna tímabundna ráðningu á starfsmanni.
 
11.  Sjá trúnaðarbók.
 
12.  Byggðarráð samþykkir niðurstöðu Sýslumanns á landamerkjum á milli Ásgarðs og Miklahóls.
 
 
Fleira ekki gert.   Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 1200
 
Herdís Á. Sæmundardóttir                      Margeir Friðriksson, ritari
Ásdís Guðmundsdóttir
Ingibjörg Hafstað
Gísli Gunnarsson
Elinborg Hilmarsdóttir