Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

115. fundur 25. október 2000

Byggðarráð Skagafjarðar 

Fundur  115 – 25.10. 2000
           
Ár 2000, miðvikudaginn 25. október,  kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1000.
            Mætt voru:  Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir og Ingibjörg Hafstað.
 
DAGSKRÁ:
1.      Bréf frá VSÓ Ráðgjöf varðandi matsáætlun jarðganga milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar.
2.      Umsóknir um námsvist.
3.      Bréf frá SÍS um Ólafsvíkuryfirlýsinguna.
4.      Bréf frá Tækifæri hf.
5.      Fjármálaráðstefnan – dagskrá.
6.      Bréf frá Húnaþingi vestra um urðunarstað.
7.      Bréf frá SÍS ásamt niðurstöðum tekjustofnanefndar.
8.      Punktar varðandi fjárlagafrumvarpið 2001.
9.      Iðnaðarhöllin í Varmahlíð.
10.  Viðræður við stjórn og forstöðumann Náttúrustofu Norðurlands vestra.
 
AFGREIÐSLUR:
 
1.      Lagt fram til kynninar bréf frá VSÓ Ráðgjöf, dagsett 17. október 2000 og drög að matsáætlun vegna jarðganga milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar.
 
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umhverfis- og tækninefndar.
 
2.      Lögð fyrir umsókn um námsvist tveggja barna.
 
Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins.
 
3.      Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 16. október 2000, varðandi Ólafsvíkuryfirlýsinguna, sem er yfirlýsing um framlag íslenskra sveitarfélaga til sjálfbærrar þróunar.
 
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar umhverfis- og tækninefndar.
 
4.      Lagt fram bréf frá Tækifæri hf., dagsett 17. október 2000, varðandi hlutafjáraukningu Tækifæris hf.  Einnig fylgir fundargerð hluthafafundar 5. október sl.
 
Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins.
 
5.      Lögð fram til kynningar dagskrá fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna 2.-3. nóvember nk.
 
6.      Lagt fram bréf frá Húnaþingi vestra, dagsett 17. október 2000, varðandi urðunarstað úrgangsefna í Skagafirði.
 
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umhverfis- og tækninefndar.
 
7.      Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 20. október 2000, um helstu niðurstöður og tillögur tekjustofnanefndar.
 
8.      Lagðir fram til kynningar nokkrir punktar úr fjárlagafrumvarpi 2001 sem snerta sveitarfélagið og ýmsar aðrar stofnanir í sveitarfélaginu.
 
9.      Byggðarráð samþykkir að selja og afsala viðkomandi hluta í Iðnaðarhöllinni í Varmahlíð til Böðvars Finnbogasonar, Kristjáns Stefánssonar og Reynis Pálssonar.
 
10.  Stjórn og forstöðumaður Náttúrustofu Norðurlands vestra komu á fund byggðarráðs og ræddu málefni stofnunarinnar.
 
 
Fleira ekki gert.   Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 1150
 
 
Herdís Á. Sæmundardóttir                      Margeir Friðriksson, ritari
Gísli Gunnarsson
Ingibjörg Hafstað
Elinborg Hilmarsdóttir
Ásdís Guðmundsdóttir