Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

106. fundur 17. ágúst 2000

Byggðarráð Skagafjarðar 

Fundur  106 – 17.08. 2000
           
Ár 2000, fimmtudaginn 17. ágúst,  kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1430.
            Mætt voru:  Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir og Ingibjörg Hafstað.
 
DAGSKRÁ:
1.      Sjávarleður hf. – Viðræður við Friðrik Jónsson.
2.      Samningur við Skógræktarfélag Skagafjarðar.
3.      Trúnaðarmál.
4.      Þjónustuíbúðir eldri borgara í Skagafirði.
5.      Bréf frá Sýslumanni.
6.      Aðalfundarboð Héraðsvatna ehf.
7.      Bréf frá Jóni Eiríkssyni.
8.      Bréf frá Fjölneti hf.
9.      Tvær ályktanir Ferðamálafélags Skagafjarðar.
10.  Bréf frá Dalvíkurbyggð.
11.  Tillaga um matsáætlun fyrir sorpurðunarsvæði.
12.  Vesturfarasetrið á Hofsósi.
13.  Bréf frá Sýslumanni.
14.  Fundargerðir nefnda:
a)      Félagsmálanefnd 8. ágúst 2000
b)      Umhverfis- og tækninefnd 2. ágúst 2000
c)      Veitustjórn 15. ágúst 2000
d)      Landbúnaðarnefnd 11. og 14. ágúst 2000
 
AFGREIÐSLUR:
 
 
1.      Friðrik Jónsson framkvæmdastjóri Sjávarleðurs hf mætti á fund byggðarráðs til að ræða málefni fyrirtækisins.
 
Byggðarráð samþykkir að óska eftir fundi með fulltrúa Nýsköpunarsjóðs um möguleika á að ná samkomulagi um að kaupa hlut sveitarfélagsins í fyrirtækinu.
 
2.      Lagður fram samningur við Skógræktarfélag Skagafjarðar um ræktun “Aldamótaskóga” á Steinsstöðum.
 
Byggðarráð samþykkir samninginn.
 
3.      Sjá trúnaðarbók.
 
4.      Á fundinn komu fulltrúar vinnuhóps Atvinnuþróunarfélagsins Hrings og kynntu samantekt um þjónustuíbúðir eldri borgara í Skagafirði.
 
5.      Lagt fram bréf frá Sýslumanni, dagsett 4. ágúst 2000, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Maríu Guðfinnsdóttur fh. Gistingar Sólgörðum, til endurnýjunar á leyfi til að reka gistiheimili að Sólgörðum í Fljótum.
 
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
 
6.      Lagt fram fundarboð frá Héraðsvötnum ehf., dagsett 10. ágúst 2000 varðandi aðalfund félagsins 28. ágúst nk.
 
Byggðarráð samþykkir að sveitarstjórnarfulltrúar fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins hlutfallslega.
 
7.      Lagt fram bréf frá Jóni Eiríkssyni, dagsett 9. ágúst 2000, varðandi Drangeyjarferðir og samning hans þar um við sveitarfélagið.
 
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til atvinnu- og ferðamálanefndar.
 
8.      Lagt fram bréf frá Fjölneti hf., dagsett 8. ágúst 2000, um tilboð í tengingar við ljósleiðaranet Fjölnets hf. á Sauðárkróki.
 
Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins.
 
9.      Lagðar fram eftirfarandi áskoranir frá stjórn Ferðamiðstöðvar Skagafjarðar, samþykktar á stjórnarfundi 4. ágúst 2000.
 
“Stjórn Ferðamiðstöðvar Skagafjarðar skorar á Byggðaráð Skagafjarðar:
 
1.      Að skipa svo fljótt sem verða má fulltrúa sinn í stjórn Ferðamiðstöðvar Skagafjaðar í stað fulltrúa þeirra sem sagði sig úr stjórninni.
 
2.      Að ráða sem alla fyrst ferðamálafulltrúa sem jafnframt yrði framkvæmdastjóri Ferðamiðstöðvar Skagafjarðar og lyti stjórn þess félags.”

“Stjórn Ferðamiðstöðvar Skagafjarðar skorar á Byggðaráð Skagafjarðar og Iðnþróunarfélag Norðurlands vestra að undirrita nú þegar samning þann sem gerður hefur verið milli þessara aðila um verkefni í ferðaþjónustu í Skagafirði og afhenda Ferðamiðstöð Skagafjarðar kr. 2.4 miljónir til ráðstöfunar, svo sem samningurinn kveður á um.”

Byggðarráð samþykkir að vísa áskorunum til atvinnu- og ferðamálanefndar.
 
10.  Lagt fram til kynningar bréf frá Dalvíkurbyggð, dagsett 8. ágúst 2000 varðandi félagslega húsnæðiskerfið.
 
11.  Lagt fram bréf frá Skipulagsstofnun, dagsett 9. ágúst 2000, um tillögu að matsáætlun fyrir sorpurðunarstað í Skagafirði, þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins um tillöguna.  Jón Örn Berndsen byggingar- og skipulagsfulltrúi sveitarfélagsins kom á fundinn og kynnti matsáætlunina.
 
Byggðarráð samþykkir ofangreinda tillögu að matsáætlun.
 
12.  Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við að Vesturfarasetrið á Hofsósi sæki um lénið “hofsos.is”.
 
13.  Lagt fram til kynningar bréf frá Sýslumanni dagsett 11. ágúst 2000 um opinbera dansleiki (unglingadansleiki) í félagsheimilum í Skagafirði.
 
14.  Lagðar fram eftirfarandi fundargerðir:
 
a)      Lögð fram fundargerð félagsmálanefndar frá 8. ágúst 2000.
Fundargerðin samþykkt.
 
b)      Lögð fram fundargerð umhverfis- og tækninefndar frá 2. ágúst 2000.
Fundargerðin samþykkt.
 
c)      Lögð fram fundargerð veitustjórnar frá 15. ágúst 2000.
Fundargerðin samþykkt.
 
d)     Lagðar fram fundargerðir landbúnaðarnefndar frá 11. og 14. ágúst 2000.
Fundargerðin samþykkt.
 
 
Fleira ekki gert.   Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 1730
 
Margeir Friðriksson, ritari
Herdís Á. Sæmundardóttir
Gísli Gunnarsson
Elinborg Hilmarsdóttir
Ásdís Guðmundsdóttir
Ingibjörg Hafstað