Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

102. fundur 14. júlí 2000
 Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 102 – 14.07. 2000

    Ár 2000, föstudaginn 14. júlí kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 815.
    Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Ingibjörg Hafstað og sveitarstjóri Snorri Björn Sigurðsson.
DAGSKRÁ:
    1. Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu.
    2. Geymsluskúr við Birkilund.
    3. Tilboð í skólaakstur.
    4. Niðurfellingar.
    5. Málefni Hótels Tindastóls.
    6. Bréf S.Í.S.
    7. Bréf frá eigendum Húsabakka.
    8. Starfslokasamningur við Evu Snæbjarnardóttur.
    9. Þriggja ára áætlun.
AFGREIÐSLUR:
  1. Lagt fram til kynningar bréf frá Félagsmálaráðuneytinu, dagsett 30. júní 2000, varðandi erindi Leifs Hreggviðssonar.
  2. Eitt tilboð í byggingu geymsluskúrs við leikskólann Birkilund í Varmahlíð barst frá K-tak ehf. að upphæð 919.000. Byggðarráð samþykkir að hafna tilboðinu fyrir hönd Sveitarfélagsins Skagafjarðar, en kanna jafnframt aðra möguleika á að koma upp skýli fyrir útileikföng.

  3. Lagður fram úrskurður dómnefndar við mat á tilboðum í skólaakstur í Skagafirði 2000-2005, dagsettur 12. júlí 2000.
Lagt er til að gengið verði til samninga við eftirtalda aðila:
Leið 1 með undirleiðum 1.1 og 1.2 
Leið 2 
Leið 4 með undirleiðum 4.1, 4.2, 4.3,
4.4, 4.5 og 4,6
Leið 5 með undirleiðum 5.1, 5.2, 5.3, 
5.4, 5.5 og 5.6
Leið 6 
Leið 7 með undirleiðum 7.1, 7.2, 7.3 
og 7.4 
Leið 8 með undirleið 8.1
Leið 9 með undirleið 9.1 og 9.2 
Leið 10 án undirleiðar 10.1
Leið 11 þ.e. leið I, II og III
Jóhann Rögnvaldsson, Sauðárkróki
Einar Valur Valgarðsson, Ási II Hópferðabifreiðar Skagafjarðar
Steinn Sigurðsson

Indriði Stefánsson, Álfgeirsvöllum
Indriði Stefánsson, Álfgeirsvöllum
Haraldur Þór Jóhannsson, Enni 
Ath. frávikstilboð á undirleið 7.3
Sigurmon Þórðarson, Þúfum
Magnús Pétursson, Hrauni 
Stefán Benediktsson, Minni-Brekku
Suðurleiðir ehf., Gísli Rúnar Jónsson
Byggðarráð samþykkir að gengið verði til samninga við ofangreinda aðila. Elinborg Hilmarsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu þessa máls.
  1. Sjá trúnaðarbók.
  2. Byggðarráð samþykkir að veita Hótel Tindastóli ehf. styrk í eitt skipti vegna endurbyggingar Hótels Tindastóls að upphæð kr. 700.000.
  3. Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 3. júlí 2000 varðandi forsendur fyrir staðgreiðslutekjum tímabilið janúar – apríl 2000.
  4. Lagt fram bréf frá eigendum og erfingjum jarðarinnar Syðri Húsabakka, dagsett 20. júní 2000, þar sem óskað er eftir meðmælum sveitarstjórnar með því að jörðin verði leyst úr óðalsviðjum. Byggðarráð samþykkir að mæla með því að jörðin verði leyst úr óðalsböndum.

  5. Lagður fram starfslokasamningur við Evu Snæbjarnardóttur, fyrrv. skólastjóra Tónlistarskóla Sauðárkróks, dagsettur 20. júní 2000. Byggðarráð samþykkir samninginn.

  6. Lagðar fram þriggja ára áætlanir fyrir sveitarsjóð, Hafnarsjóð Skagafjarðar, Vatnsveitu Skagafjarðar, Hitaveitu Skagafjarðar, Rafveitu Sauðárkróks og Félagslegar íbúðir.
    Byggðarráð samþykkir að vísa ofangreindum áætlunum til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
    Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 1035.
    Herdís Á. Sæmundardóttir 
    Elinborg Hilmarsdóttir 
    Gísli Gunnarsson
    Ásdís Guðmundsdóttir
    Ingibjörg Hafstað
                Margeir Friðriksson ,ritari
                Snorri Björn Sigurðsson