Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

100. fundur 29. júní 2000
 Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 100 – 29.06. 2000

    Ár 2000, fimmtudaginn 29. júní kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1000.
    Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Páll Kolbeinsson, Ingibjörg Hafstað og sveitarstjóri Snorri Björn Sigurðsson.
DAGSKRÁ:
    1. Kosning formanns og varaformanns byggðarráðs.
    2. Fundur með Bæjarstjórn Akureyrar 7. júní 2000.
    3. Mál Sighvats Torfasonar gegn Sveitarfélaginu Skagafirði.
    4. Starfslýsingar skólaliða.
    5. Bréf frá sýslumanni.
    6. Bréf frá SÍS vegna dóms í orlofsmáli.
    7. Drög að samstarfssamningi Hólaskóla, Byggðasafns Skagfirðinga og Héraðsskjalasafns Skagfirðinga.
    8. Gjaldskrá vinnuskóla.
    9. Ályktun.
AFGREIÐSLUR:
  1. Lögð fram tillaga að Herdís Á. Sæmundardóttir verði formaður byggðarráðs og Gísli Gunnarsson varaformaður. Samþykkt samhljóða.

  2. Byggðarráð færir bæjarstjórn Akureyrar bestu þakkir fyrir ágætar móttökur á Akureyri þann 7. júní sl. og býður Bæjarstjórn Akureyrar í heimsókn til Skagafjarðar á hausti komanda.
  3. Lagt fram minnisblað frá Karli Axelssyni hrl., dagsett 27. júní 2000 varðandi dóm Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli Sighvats Torfasonar gegn Sveitarfélaginu Skagafirði. Byggðarráð samþykkir að málinu verði ekki áfrýjað til Hæstaréttar.

  4. Lagðar fram starfslýsingar fyrir skólaliða við skóla í Skagafirði. Byggðarráð samþykkir ofangreindar starfslýsingar.

  5. Lagt fram bréf frá Sýslumanni dagsett 23. júní 2000, þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn Björns Sveinssonar um endurnýjun á leyfi um að reka gistingu á einkaheimli að Varmalæk 2. Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
  6. Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 20. júní 2000 varðandi Hæstaréttardóm um orlof á yfirvinnu.
  7. Lögð fram til kynningar drög að samstarfssamningi Hólaskóla, Byggðasafns Skagfirðinga og Héraðsskjalasafns Skagfirðinga. Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að vinna áfram að málinu.

  8. Gjaldskrá vinnuskóla Skagafjarðar. Byggðarráð samþykkir gjaldskrána.

  9. Byggðarráð Skagafjarðar fagnar ákvörðun um flutning Jafnréttisstofu til Akureyrar og hvetur Ríkisstjórn Íslands til að halda áfram á þeirri braut að flytja ríkisstofnanir út á land.
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 1120.
Herdís Á. Sæmundardóttir
Elinborg Hilmarsdóttir 
Gísli Gunnarsson
Páll Kolbeinsson
Ingibjörg Hafstað
           Margeir Friðriksson, ritari
           Snorri Björn Sigurðsson