Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

99. fundur 21. júní 2000
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 99 – 21.06. 2000

           Ár 2000, miðvikudaginn 21. júní kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1000.
            Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Páll Kolbeinsson, Ingibjörg Hafstað og sveitarstj. Snorri B. Sigurðsson.
DAGSKRÁ:
    1. Samþykkt til atvinnu- og ferðamálanefndar.
    2. Viðræður við Önnu Kristínu Gunnarsdóttur.
    3. 2 bréf frá SÍS vegna Staðardagskrár 21.
    4. Bréf frá Vlf. Fram og Öldunni.
    5. Fundur með fjárlaganefnd 28. júní nk.
    6. Samkomulag við KS.
    7. Bréf frá L.Í.A.
    8. Bréf frá SSNV.
    9. Kaupsamningur vegna Bakka og Reykjarhóls.
    10. Þrjú bréf frá Sýslumanninum á Sauðárkróki.
    11. Umsókn um vínveitingaleyfi.
    12. Aðalfundur Höfða ehf.
    13. Endurrit úr dómabók Héraðsdóms Norðurlands vestra.
    14. Ársreikngar Skagafjarðar og stofnana árið 1999 - síðari umræða.
AFGREIÐSLUR:
1.      Byggðarráð samþykkir að fela Atvinnu- og ferðamálanefnd að ganga til samninga við Invest um verkefni í ferðaþjónustu í Skagafirði og felur Atvinnu- og ferðamálanefnd að úthluta því fé sem með samningnum fæst til verkefna á sviði ferðamála.
2.      Á fundinn kom Anna Kristín Gunnarsdóttir. Skýrði hún byggðarráðsmönnum frá fjölþjóðlegu verkefni á sviði fullorðinsfræðslu, sem hún er að vinna að.
3.      Lögð fram tvö bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga varðandi Staðardagskrá 21, annars vegar varðandi aðstoð við gerð staðardagskrár 21 og hinsvegar varðandi kynnisför staðardagskrárfólks til Norðurlandanna eða annað.
Byggðarráð samþykkir að hafa samband við nefnd sveitarfélagsins um staðardagskrá 21 um erindin.
4.      Lögð fram niðurstaða úr atkvæðagreiðslu um kjarasdamning milli Flf.Fram og Vkv.fél. Öldunnar annarsvegar og Launanefndar sveitarfélaga hinsvegar vegna sveitarfélagsins Skagafjarðar. Samningurinn var samþykktur.
5.      Byggðarráð ræddi tilhögun vegna fundar með fjárlaganefnd sem fyrirhugaður er 28. júní n.k.
6.      Lagt fram samkomulag um gatnagerðargjöld og viðbótarákvæði vegna sölu Kaupfélags Skagfirðinga á Freyjugötu 9 á Sauðárkróki til Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Byggðarráð samþykkir framlagt samkomulag. Páll Kolbeinsson situr hjá við afgreiðslu þessa.
7.      Lagt fram bréf frá Landssambandi ísl. akstursíþróttafélaga þar sem óskað er eftir leyfi sveitarstjórnar til að nota þá vegi sem falla undir yfirráð hennar vegna aksturs í ESSO ralli sem fram fer þann 1. júlí n.k.
Byggðarráð samþykkir fyrir sitt leyti að verða við erindinu.
8.      Lagt fram bréf frá SSNV dags. 6. júní 2000, varðandi húsnæði fyrir Frumkvöðlasetur. Einnig fundargerðir starfshóps á vegum SSNV um frumkvöðlasetur.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að svara þeim fyrirspurnum sem fram eru settar.
9.      Lagðir fram kaupsamningar og afsöl vegna sölu jarðanna Bakka og Reykjarhóls í Fljótum.
Byggðarráð samþykkir að nýta ekki forkaupsrétt sinn að jörðunum.
10.  Lögð fram 3 bréf frá Sýslumanninum á Sauðárkróki þar sem óskað er umsagnar um umsókna; Ásbjargar Jóhannsdóttur um endurnýjun á leyfi til að reka hótel í Varmahlíð, Lilju Ingimarsdóttur og Sóleyjar Skarphéðinsdóttur um endurnýjun á leyfi til að reka veisluþjónustu og veitingaverslun að Suðurgötu 3 á Sauðárkróki og umsókn Sigurðar H. Friðrikssonar um endurnýjun á leyfi til að reka gistiheimili, veitingasölu og greiðasölu að Bakkaflöt í Skagafirði.
            Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við að umbeðin leyfi verði veitt.
11.  Lögð fram umsókn Lazar´s ehf. um vínveitingaleyfi á Kaffi Krók, Aðalgötu 16 á Sauðárkróki. Fyrir liggja tilskyldar umsagnir.
Því samþykkir byggðarráð að veita umbeðið leyfi.
12.  Lagt fram fundarboð á aðalfund Höfða ehf. fyrir árið 1999, en hann verður haldinn í Fjallakránni mánudaginn 3. júlí, kl. 11.oo
Byggðarráð samþykkir að sveitarstjórnarfulltrúar fari hlutfallslega með atkvæði             sveitarfélagsins á aðalfundinum.
13.  Lagt fram endurrit úr dómabók Héraðsdóms Norðurlands vestra í málinu Sighvatur Torfason gegn Sveitarfélaginu Skagafirði. Dómsorð í málinu eru:
#GLStefndi, Sveitarfélagið Skagafjörður, greiði stefnanda, Sighvati Torfasyni, 25.878 krónur með dráttarvöxtum skv. III kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 1. janúar 2000 til greiðsludags. Stefndi greiði stefnanda 200.000 krónur í málskostnað þar með talinn virðisaukaskattur#GL
            Dóminn kvað upp Valtýr Sigurðsson.
14.  Byggðarráð samþykkir að vísa ársreikningi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 1999 til síðari umræðu í Sveitarstjórn.
Einnig samþykkir byggðarráð að vísa ársreikningum Hafnarsjóðs, Vatnsveitu,             Hitaveitu, Rafveitu og Félagslegra íbúða fyrir árið 1999, til síðari umræðu í                         sveitarstjórn.
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 1215.
Herdís Á. Sæmundardóttir                                         Elinborg Hilmarsdóttir                                     
Gísli Gunnarsson         
Páll Kolbeinsson                      
Ingibjörg Hafstað         
Elsa Jónsdóttir, ritari  
Snorri Björn Sigurðsson