Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

92. fundur 08. maí 2000
 Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 92 – 8.05. 2000

Ár 2000, mánudaginn 8. maí kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1300.
Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Gísli Gunnarsson, Ingibjörg Hafstað og sveitarstjóri Snorri Björn Sigurðsson. Haft var símasamband við Elinborgu Hilmarsdóttur og Ásdísi Guðmundsdóttur.
DAGSKRÁ:
    1. Ályktun um samgöngumál.
    2. Viðræður við fulltrúa Húsnæðissamvinnufélagsins Búhölda.
AFGREIÐSLUR:
  1. #GLByggðarráð Skagafjarðar fer þess á leit við Samgöngunefnd Alþingis að könnuð verði, jafnhliða öðrum kostum, hagkvæmni þess að jarðgöng á milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar liggji um Fljót í Skagafirði.#GL
  2. Á fundinn komu fulltrúar húsnæðissamvinnufélagsins Búhölda. til viðræðna við byggðarráð í framhaldi af beiðni umhverfis- og tækninefndar frá fundi 3. maí sl.
Ákveðið var að beina þeirri ósk til umhverfis- og tækninefndar að Húsnæðissamvinnufélaginu Búhöldum verði úthlutað byggingarlóðum á Sauðárhæðum á næsta fundi nefndarinnar.
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 1500.
Herdís Á. Sæmundardóttir 
Gísli Gunnarsson
Ingibjörg Hafstað
Elinborg Hilmarsdóttir (sími)
Ásdís Guðmundsdóttir (sími)
                    Snorri Björn Sigurðsson