Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

86. fundur 15. mars 2000
 Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 86 – 15.03. 2000

    Ár 2000, miðvikudaginn 15. mars kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1000.
    Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Ingibjörg Hafstað og sveitarstjóri Snorri Björn Sigurðsson.
DAGSKRÁ:
    1. Sjúkraflutningar.
    2. Tillaga.
    3. Bréf frá Trausta Sveinssyni.
    4. Bréf frá Eyþór Einarssyni.
    5. Samningur um ferðaþjónustu á Steinsstöðum.
    6. Vinabæjarmót í Kongsberg.
    7. Bréf frá Hólaskóla.
    8. 2 bréf frá SÍS.
    9. 3 bréf frá Félagsmálaráðuneytinu.
    10. Bréf frá Verkefnisstjórn reynslusveitarfélaga.
    11. 2 bréf frá Sýslumanni.
    12. Norræn sveitarstjórnarráðstefna.
    13. Menningartengd ferðaþjónusta.
    14. Bréf frá Leifi Hreggviðssyni.
    15. Samkomulag við Björn Björnsson.
AFGREIÐSLUR:
  1. Lagt fram bréf frá Óskari Stefáni Óskarssyni, slökkviliðsstjóra, dagsett 12. mars 2000, varðandi samning milli Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki og sveitarfélagsins um sjúkraflutninga. Byggðarráð samþykkir að gengið verði til samninga við Heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki um sjúkraflutninga á þeim nótum sem greinir í ofangreindu bréfi.

  2. #GLByggðarráð samþykkir að kosin verði nefnd þriggja sveitarstjórnarfulltrúa til að skoða rekstur sveitarsjóðs. Nefndinni er ætlað að koma með tillögur um hagræðingu og sparnað í rekstri þar sem unnt er. Nefndin skal hafa lokið störfum fyrir 1. ágúst nk. Nefndin skal vera launuð.#GL
  3. Lagt fram bréf frá Trausta Sveinssyni, dagsett 1. mars 2000 varðandi jarðgangagerð. Byggðarráð samþykkir að skoða málið nánar.

  4. Lagt fram bréf frá Eyþóri Einarssyni, f.h. afkomenda Eyþórs Stefánssonar tónskálds, dagsett 12. mars 2000, varðandi Fögruhlíð, hús Eyþórs Stefánssonar. Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins.

  5. Lagður fram samningur á milli sveitarfélagsins og Sigurðar Sigurðarsonar um rekstur ferðaþjónustu á Steinsstöðum árið 2000. Byggðarráð samþykkir samninginn.

  6. Lagt fram til kynningar bréf frá Kongsberg kommune í Noregi, dagsett 2. mars 2000 um vinabæjamót dagana 14.-17. júní nk.
  7. Lagt fram bréf frá Hólaskóla, dagsett 23. febrúar 2000, vegna framlags sveitarfélagsins til vinnuskóla árin 1998 og 1999. Byggðarráð samþykkir að óska eftir viðræðum við forsvarsmenn skólans um þetta mál og önnur sem tengjast sveitarfélaginu og Hólaskóla.

  8. Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga, dagsett 2. mars 2000 um málefni aldraðra og afrit af bréfi frá Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti til Sambands ísl. sveitarfélaga um sama málefni. Einnig lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga, dagsett 2. mars 2000 um Varasjóð viðbótarlána og uppgjör húsnæðisnefnda.
  9. Lagt fram til kynningar bréf frá Félagsmálaráðuneyti, dagsett 24. febrúar 2000 varðandi höfnun á þátttöku Jöfnunarsjóðs í íþyngjandi kostnaði vegna sameiningar á bókhaldi þeirra 11 sveitarfélaga sem mynduðu Sveitarfélagið Skagafjörð, umfram það sem þegar hefur verið greitt af Jöfnunarsjóði. Einnig lagt fram til kynningar bréf frá Félagsmálaráðuneytinu, dagsett 19. febrúar 2000 um úthlutun stofnframlags úr Jöfnunarsjóði að upphæð kr. 1.185.000 á árinu 2000 vegna vatnsveituframkvæda á Hofsósi 1999.
    Ennfremur er lagt fram til kynningar bréf frá Félagsmálaráðuneytinu dagsett 19. febrúar 2000 um viðbótarúthlutun stofnframlags 1999 úr Jöfnunarsjóði vegna nýframkvæmda og endurbóta við Grunnskólann að Hólum að upphæð kr. 9.885.000.

  10. Lagt fram til kynningar bréf frá Verkefnisstjórn reynslusveitarfélaga, dagsett 21. febrúar 2000 varðandi málþing um stjórnsýslu og stjórnsýslutilraunir sveitarfélaga þann 24. mars nk. í Reykjavík.
  11. Lögð fram bréf frá Sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 1. og 10. mars 2000, þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn Helgu Hauksdóttur um veitingaverslunarleyfi fyrir Pylsubílinn og umsókn Leifs Þórarinssonar um leyfi til að selja gistingu á einkaheimili að Keldudal. Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknirnar.

  12. Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga, dagsett 7. mars 2000 varðandi Norrænu sveitarstjórnarráðstefnuna í Horsens í Danmörku 7.-9. maí nk.
  13. Lagt fram erindi um menningartengda ferðamennsku í Skagafirði. Byggðarráð samþykkir að fela forstöðumönnum Héraðsskjalasafns og Byggðasafns að vinna að gerð samnings við Hólaskóla um verkefnið Menningartengd ferðamennska í Skagafirði – horft til framtíðar.

  14. Lagt fram bréf frá Leifi Hreggviðssyni. Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að kanna málið.

  15. Lagt fram samkomulag við Björn Björnsson, skólastjóra, en í 5. gr. þess samkomulags er endurnýjað samkomulag frá 7. ágúst 1998 um biðlaun í starfslok.
          Byggðarráð samþykkir samkomulagið.
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 1200
Herdís Á. Sæmundardóttir
Elinborg Hilmarsdóttir
Gísli Gunnarsson
Ásdís Guðmundsdóttir
Ingibjörg Hafstað
                Margeir Friðriksson, ritari
                Snorri Björn Sigurðsson