Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

83. fundur 09. febrúar 2000
 Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 83 – 09.02. 2000

    Ár 2000, miðvikudaginn 9. febrúar kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1000.
    Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Brynjar Pálsson, Ingibjörg Hafstað og sveitarstjóri Snorri Björn Sigurðsson.
DAGSKRÁ:
    1. Viðræður við SSNV um málefni fatlaðra.
    2. Erindi vísað frá skólanefnd 26. jan. sl.
    3. Bréf frá Síldarminjasafninu.
    4. Kaup á erfðafestulandi.
    5. Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu.
    6. Tillaga um uppsögn þjónustufulltrúa.
    7. Bréf frá Neytendasamtökunum.
AFGREIÐSLUR:
  1. Á fundinn komu fulltrúar SSNV, Einar Gíslason, Ágúst Þór Bragason, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Bjarni Þór Einarsson framkv.stjóri SSNV. Einnig Guðbjörg Ingimundardóttir félagsmálastjóri Skagafjarðar og Valgarður Hilmarsson til viðræðna við Byggðarráðs um málefni fatlaðra. Bjarni Þór Einarsson skýrði fyrir fundarmönnum hvernig framkvæmd samnings um málefni fatlaðra í Norðurlandskjördæmi vestra gekk á árinu 1999. Þá ræddu fundarmenn fjárhagslega stöðu, þá þjónustu sem veitt er og hvernig æskilegast væri að þessi mál þróuðust.
  2. Fyrir voru tekin erindi sem vísað var til Byggðarráðs frá Skólanefnd þann 26. janúar s.l., annars vegar erindi frá foreldrafélagi Furukots og hinsvegar frá leikskólastjóra Glaðheima, vegna fjárhagsáætlunar.
  3. Lagt fram bréf frá Síldarminjasafninu á Siglufirði varðandi bátinn Tý SK 33. Byggðarráð samþykkir að báturinn verði afhentur Síldarminjasafninu til eignar.
  4. Lagður fram samnngur um kaup á erfðafestulandi í Áshildarholtshæð, milli Skagafjarðar og Kristínar Bjarnadóttur. Byggðarráð samþykkir framlagðan samning fyrir sitt leyti.
  5. Lagt fram bréf frá Félagsmálaráðuneytinu varðandi álagningu holræsagjalds í Skagafirði. Byggðarráð samþykkir að reglugerðir um álagningu holræsagjalds í sveitarfélaginu verði endurskoðaðar.
  6. Fyrir lá svohljóðandi tillaga: #GLByggðarráð samþykkir að þjónustufulltrúum, öðrum en þjónustufulltrúa í Varmahlíð, verði sagt upp frá og með næstu mánaðamótum og taki uppsögnin gildi 1. júní n.k. Þá samþykkir Byggðarráð að kjörnir fulltrúar og embættismenn sveitarfélagsins verði með viðtalstíma utan Sauðárkróks.#GL
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með fjórum samhljóða atkvæðum. Ingibjörg Hafstað greiðir ekki atkvæði.

  7. Lagt fram bréf frá Neytendasamtökunum dags. 28. janúar s.l. þar sem óskað er eftir styrkveitingu sem nemur 20 kr. á íbúa í sveitarfélaginu, eða kr. 83.680.- á árinu 2000 vegna starfsemi kvörtunar- og leiðbeiningaþjónustu Neytendasamtakanna. Byggðarráð hafnar erindinu.
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 12.o5
Herdís Á. Sæmundardóttir 
Elinborg Hilmarsdóttir 
Gísli Gunnarsson
Brynjar Pálsson
Ingibjörg Hafstað
                  Elsa Jónsdóttir, ritari
                  Snorri Björn Sigurðsson