Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

615. fundur 09. janúar 2013 kl. 09:00 - 10:10 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Bjarni Jónsson varaform.
  • Jón Magnússon aðalm.
  • Þorsteinn Tómas Broddason áheyrnarftr.
  • Sigurjón Þórðarson áheyrnarftr.
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
  • Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Sýslumannsembættið á Sauðárkróki

Málsnúmer 1301008Vakta málsnúmer

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar mótmælir því harðlega að staða sýslumannsins á Sauðárkróki hafi ekki verið auglýst og í hana ráðið til eins árs á meðan óvissa ríkir um framtíðarskipan embættisins.
Fyrir Alþingi liggur lagafrumvarp sem gerir ráð fyrir að aðskilja sýslumanns- og löggæsluhluta sýslumannsembætta landsins. Byggðarráð telur óeðlilegt að á meðan lagafrumvarpið hefur ekki hlotið fullnaðarafgreiðslu á Alþingi, sé staða sýslumannsins á Sauðárkróki lögð niður.
Byggðarráð telur eðlilegt að ákvörðun um framtíðarskipun sýslumannsembætta sé tekin á Alþingi en ekki innan veggja ráðuneytis.

Stefán Vagn Stefánsson, oddviti Framsóknarflokks
Bjarni Jónsson, oddviti Vinstri grænna
Jón Magnússon, oddviti Sjálfstæðisflokks
Sigurjón Þórðarson, oddviti Frjálslyndra og óháðra
Þorsteinn T. Broddason, oddviti Samfylkingar

2.Flæðagerði Reiðhöll - Umsagnarbeiðni v.rekstrarleyfi

Málsnúmer 1301051Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá sýslumanninum á Sauðárkróki þar sem óskað er umsagnar um umsókn Flugu hf. um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir Reiðhöllina Svaðastaði. Flokkur II - veitingastofa, greiðasala, samkomusalur.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

3.Lagabreytingar í des. 2012 sem snerta sveitarfélögin

Málsnúmer 1212128Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar upplýsingar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um nýlegar lagabreytingar sem samþykktar voru á Alþingi, s.s. breyting á sveitarstjórnarlögum, breyting á lögum um gatnagerðargjald og breyting skipulagslögum.

4.Samtök sjávarútvegssveitarfélaga

Málsnúmer 1211129Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð þriðja fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 11. desember 2012.

5.Rekstrarupplýsingar 2012

Málsnúmer 1205003Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar upplýsingar um rekstur sveitarfélagsins og stofnana þess fyrir tímabilið janúar - nóvember 2012.

Fundi slitið - kl. 10:10.