Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

75. fundur 08. desember 1999
 Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 75 – 08.12.1999

    Ár 1999, miðvikudaginn 8. desember kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1000.
    Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Ingibjörg Hafstað og sveitarstjóri Snorri Björn Sigurðsson.
DAGSKRÁ:
    1. Hestamiðstöð Íslands.
    2. Álagningarprósenta fasteignagjalda.
    3. Bréf frá Fiskistofu.
    4. Bréf frá Grunnskólanum á Hólum.
    5. Bréf frá Umf. Tindastóli.
    6. Bréf frá Alþingi.
    7. Bréf frá starfshópi um símamiðstöð.
    8. Viðræður við stjórn Náttúrustofu.
    9. Bréf frá Jóni Ormari Ormssyni ásamt bréfi frá Sigríði Sigurðardóttur.
    10. Útvarpsmál.
    11. Landamerki Ásgarðs í Viðvíkursveit
    12. Trúnaðarmál.
    13. Trúnaðarmál.
    14. Trúnaðarmál.
    15. Bréf frá Íbúðalánasjóði.
    16. Bréf frá Fasteignamati ríkisins.
    17. Stofnfundur Tækifæris ehf.
    18. Bréf frá SSNV.
    19. Trúnaðarmál.
    20. Viðræðunefnd við Landsvirkjun.
    21. Sala hlutabréfa í Fiskiðjunni Skagfirðingi hf.
AFGREIÐSLUR:
  1. Lögð fram skipulagsskrá sjálfseignarstofnunarinnar Hestamiðstöð Íslands og samningur á milli landbúnaðarráðherra, ráðherra byggðamála, menntamála-ráðherra, samgönguráðherra, fjármálaráðherra og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um átaksverkefni til að efla fagmennsku í hrossarækt og þjálfun hrossa, markaðssetningu, hestamennsku, hestaíþróttum og hestatengdri ferðaþjónustu. Einnig var lögð fram viðskiptaáætlun átaksins. Byggðarráð samþykkir skipulagsskrána og samninginn.

  2. Byggðarráð samþykkir að álagning fasteignagjalda í Skagafirði verði sem hér segir árið 2000:
    Sauðárkrókur
    Árið 2000
    Fasteignaskattur A-flokkur
    0,43#PR
    Fasteignaskattur B-flokkur
    1,58#PR
    Lóðarleiga íbúðarlóða
    1,00#PR af f.m.
    Lóðarleiga atvinnulóða
    2,00#PR af f.m.
    Lóðarleiga ræktunarlands
    kr. 0,55 pr. m2
    Holræsagjöld
    0,18#PR
    Sorphirðugjald á ílát
    kr. 5.000
     
     
    Hofsós og Varmahlíð
     
    Fasteignaskattur A-flokkur
    0,40#PR
    Fasteignaskattur B-flokkur
    1,10#PR
    Lóðarleiga íbúðarlóða
    1,00#PR af f.m.
    Lóðarleiga atvinnulóða
    2,00#PR af f.m.
    Holræsagjöld
    0,18#PR
    Sorphirðugjald á ílát
    kr. 5.000
    Sorphirðugjald á ílát – sumarhús
    kr. 1.700
     
     
    Dreifbýli
     
    Fasteignaskattur A-flokkur
    0,40#PR
    Fasteignaskattur B-flokkur
    1,10#PR
    Gjalddagar fasteignagjalda verða 7, janúar til júlí.
    Byggðarráð samþykkir einnig að gera engar breytingar varðandi niðurfellingu fasteignaskatts elli- og örorkulífeyrisþega.
  3. Lagt fram til kynningar bréf frá Fiskistofu dagsett 23. nóvember 1999, varðandi aflaskráningu á Hofsósi vegna Berghildar SK 137 (1581).
  4. Lagt fram bréf frá Jóhanni Bjarnasyni, aðstoðarskólastjóra Grunnskólans að Hólum, dagsett 23. nóvember 1999, varðandi skólalóð og íþróttasvæði við skólann. Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2000.

  5. Lagt fram bréf frá Ungmennafélaginu Tindastóli, dagsett 25. nóvember 1999, þar sem óskað er eftir breytingu á 7. gr. samnings um uppbyggingu skíðasvæðis í Tindastóli milli UMFT og Skagafjarðar. Byggðarráð samþykkir með þremur atkvæðum að breyta ofangreindri grein í samningnum. Gísli Gunnarsson og Ingibjörg Hafstað greiða ekki atkvæði.

  6. Lagt fram bréf frá Menntamálanefnd Alþingis, dagsett 23. nóvember 1999, þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um úttekt á stöðu byggðasafna, minni safna og sérsafna á landsbyggðinni, 159. mál. Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefndar.
  7. Lagt fram bréf frá starfshópi vegna símamiðstöðva á Noðurlandi vestra, dagsett 23. nóvember 1999. Þar kemur fram að starfshópurinn lítur svo á að ekki sé vilji til að stofna eitt félag um símamiðstöð á Norðurlandi vesta og málinu því lokið. Byggðarráð samþykkir niðurstöðu starfshópsins.

  8. Stjórn Náttúrustofu Norðurlands vestra kom á fund byggðarráðs til að ræða húsnæðismál stofnunarinnar. Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra og fjármálastjóra að útbúa samning við Náttúrustofu Norðurlands vestra um leigu á Aðalgötu 2 eða kaup.

  9. Lögð fram bréf frá Jóni Ormari Ormssyni, dagsett 22. nóvember 1999 og Sigríði Sigurðardóttur, safnverði í Glaumbæ, dagsett sama dag, varðandi umsókn um styrk til leiksýningar í apríl á næsta ári. Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til stýrihóps 2000.

  10. Sveitarstjóri kynnti stöðu mála varðandi útvarpsmál.
  11. Landamerki Ásgarðs í Viðvíkursveit. Byggðarráð samþykkir að gengið verði sameiginlega á merki næsta vor og í framhaldi af því gerð leiðrétting á merkjunum ef aðilar eru sammála um þau.

  12. Sjá trúnaðarbók.
  13. Sjá trúnaðarbók.
  14. Sjá trúnaðarbók.
  15. Lagt fram til kynningar bréf frá Íbúðarlánasjóði dagsett 30. nóvember 1999, varðandi samþykkt á heimild til sveitarfélagsins til að veita viðbótarlán úr Íbúðarlánasjóði á árinu 2000 að fjárhæð kr. 18.000.000.
  16. Lagt fram til kynningar bréf frá Fasteignamati ríkisins, dagsett 1. desember 1999. Heildargjaldstofn vegna fasteignagjalda er kr. 22.309.824 þús. og hefur breyst um 16,40#PR.
  17. Byggðarráð samþykkir að Orri Hlöðversson verði fulltrúi Skagafjarðar á stofnfundi Eignarhaldsfélags Norðurlands – Tækifæri ehf.
  18. Lagt fram til kynningar bréf frá SSNV dagsett 30. nóvember 1999 varðandi tillögur til nefndar um endurskoðun tekjustofna sveitarfélaga.
  19. Sjá trúnaðarbók.
  20. Byggðarráð samþykkir að Gísli Gunnarsson verði fulltrúi byggðarráðs í viðræðunefnd við Landsvirkjun um vegagerð á Mælifellsdal.
  21. Engin tilboð höfðu borist í hlutabréf sveitarfélagsins í Fiskiðjunni Skagfirðingi hf. þegar frestur var úti kl. 12:00 í dag.
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 1300.
Herdís Á. Sæmundardóttir 
Elinborg Hilmarsdóttir 
Gísli Gunnarsson
Ásdís Guðmundsdóttir
Ingibjörg Hafstað
                     Margeir Friðriksson, ritari
                     Snorri Björn Sigurðsson