Fara í efni

Byggðarráð Skagafjarðar

55. fundur 04. júlí 2023 kl. 09:00 - 09:41 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson formaður
  • Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir varaform.
  • Álfhildur Leifsdóttir aðalm.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá
Á 15. fundi sveitarstjórnar Skagafjarðar þann 28. júní 2023, var samþykkt að veita byggðarráði heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi sveitarstjórnar, skv. III. kafla 8. gr. samþykkta sveitarfélagsins.
Sumarleyfið hefst 29. júní og lýkur 15. ágúst 2023.

1.Jafnréttisstefna og -áætlun

Málsnúmer 2306298Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar drög að uppfærðri jafnréttisstefnu og aðgerðaáætlun Skagafjarðar í einu skjali. Hrefna Gerður Björnsdóttir mannauðsstjóri sveitarfélagsins sat fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti stefnuna og aðgerðaráætlunina.

2.Freyjugata 9, Sauðárkróki - kaupsamningur

Málsnúmer 2306257Vakta málsnúmer

Lagður fram kaupsamningur á milli Brákar íbúðafélags hses, kt. 550722-0970 (kaupandi) og Bæjartúns íbúðafélags hses., kt. 580820-1660 (seljandi) um átta íbúða fjölbýlishús við Freyjugötu 9, Sauðárkróki, F2131517/L143342.

Með vísan til laga um almennar íbúðir nr. 52/2016 og kvaðar með skjalanr. 202004842, lýsir byggðarráð Skagafjarðar því yfir að það heimilar framangreinda sölu með því skilyrði að Brák hses. samþykki gagnvart sveitarfélaginu eftirfarandi fyrirvara þess:
a) Með því að heimila söluna muni sveitarfélagið ekki að taka afstöðu til þess hvort í umræddum samningsdrögum sé réttilega lýst stöðu viðkomandi byggingar m.t.t. þess hvort byggingu sé lokið, þ.m.t. stöðu skv. matsstigi eða byggingarstigi. Í heimildinni mun heldur ekki felast nein tilslökun, af hálfu sveitarfélagsins á því hvernig samningur dags. 25.09. 2022 um uppbyggingu á lóðum við Freyjugötu milli annars vegar Hrafnshóls ehf. og Nýjatúns ehf. og hins vegar sveitarfélagsins Skagafjarðar skuli efndur með framkvæmdum á lóðinni og þátttöku lóðarhafa í heildarfrágangi og rekstri viðkomandi þróunarreits. Skili samningsaðilar þess samning lóðinni ekki í því horfi sem sá samningur mælir fyrir um þá mun sveitarfélagið gera þá kröfu að Brák geri það.
b) Skilmálar lóðarleigusamnings dags. 08.02. 2021 um Freyjugötu 9 standi, m.a. ákvæði 1. gr. sem lýsir ráðagerð um skerðingu lóðar um rúman helming, þ.e. um 1.905 m2.
c) Fyrir útgáfu afsals verði gerð upp vanskil Bæjartúns hses gagnvart sveitarfélaginu en þau nema nú 1.037.661 kr.

Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ljúka málinu gagnvart Brák hses.

3.Viðauki 3 við fjárhagsáætlun 2023

Málsnúmer 2307001Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni nr. 3 um gerð viðauka við fjárhagsáætlun Skagafjarðar vegna ársins 2023. Viðaukinn gerir ráð fyrir auknu fjárframlagi til málaflokks 05-Menningarmmál sem nemur 9 mkr. Lagt er til að viðaukanum verði mætt með lækkun handbærs fjár.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka með tveimur atkvæðum Einars E. Einarssonar og Sólborgar S. Borgarsdóttur. Álfhildur Leifsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu málsins.

4.Faxi, lagfæring á listaverki

Málsnúmer 2007180Vakta málsnúmer

Málið áður á dagskrá 54. fundar byggðarráðs, þann 28. júní 2023 og varðar varanlega viðgerð á listaverkinu Faxa. Samþykkt var af meirihluta byggðarráðs, þeim Einari E. Einarssyni og Sólborgu S. Borgarsdóttur, að vísa málinu til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2023. Álfhildur Leifsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.
Byggðarráð samþykkir með tveimur atkvæðum meirihlutans, Einars E. Einarssonar og Sólborgu S. Borgarsdóttur að ráðast í viðgerð á listaverkinu Faxa. Álfhildur Leifsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu málsins.

5.Svæðisáætlun sveitarfélaga

Málsnúmer 2111190Vakta málsnúmer

Málið áður á dagskrá 54. fundar byggðarráðs þann 28. júní 2023. Lagt fram ódagsett bréf frá Ólöfu Lovísu Jóhannsdóttur atvinnuráðgjafa hjá SSNV, þar sem óskað er eftir að endanleg tillaga að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2023-2036, verði lögð fyrir sveitarstjórn til samþykktar. Áætlunin öðlast gildi þegar allar hlutaðeigandi sveitarstjórnir hafa samþykkt hana.
Byggðarráð samþykkir svæðisáætlunina með fyrirvara um hlut sveitarfélaganna í fjármögnun aðgerða þar sem ekki liggur fyrir kostnaðargreining þeirra.

6.Gjaldskrá 2024 - Byggðasafn Skagfirðinga

Málsnúmer 2306188Vakta málsnúmer

Málið áður tekið fyrir á 12. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar 23. júní 2023 þar sem nefndin samþykkti fyrirlagða gjaldskrá Byggðasafns Skagfirðinga fyrir árið 2024 og vísaði til byggðarráðs. Einnig tekið fyrir á 54. fundi byggðarráðs þann 28. júní 2023.
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána fyrir sitt leyti.

7.Til samráðs Starfshópur um skattlagningu orkuvinnslu

Málsnúmer 2306284Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 27. júní 2023, þar sem fjármála- og efnahagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 119/2023, "Starfshópur um skattlagningu orkuvinnslu". Umsagnarfrestur er til og með 31.08.2023.

8.Hvers vegna erum við öll almannavarnir Ráðstefna Almannavarna 17. október 2023

Málsnúmer 2306283Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 27. júní 2023 frá Almannavörnum þar sem tilkynnt er um árlega ráðstefnu Almannavarna sem verður haldin þriðjudaginn 17. október kl. 13:00-17:00, á Hilton Reykjavik Nordica.
Þar verður leitast við að svara spurningunni Hvers vegna erum við öll almannavarnir?

9.Ársskýrsla Persónuverndar 2022

Málsnúmer 2306294Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 28. júní 2023 frá Persónuvernd, þar sem tilkynnt er um að ársskýrsla Persónuverndar fyrir árið 2022 sé komin út og hægt að nálgast hana á vefsíðu stofnunarinnar.

10.Félagsmála- og tómstundanefnd - 14

Málsnúmer 2306024FVakta málsnúmer

Fundargerð 14. fundar félagsmála- og tómstundanefndar frá 26. júní 2023 lögð fram til afgreiðslu á 55. fundi byggðarráðs eins og einstök erindi bera með sér.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 14 Lagðar fram til kynningar drög að reglum um notendasamninga. Í reglunum er kveðið á um útfærslu á þjónustu sem sveitarfélögum er skylt að veita, sbr. 28. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 og 10. gr. laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018. Við framkvæmd reglna um notendasamninga skal framfylgja þeim alþjóðlegu skuldbindingum sem Ísland hefur undirgengist og þá sérstaklega samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

    Reglur þessar munu einnig ná til íbúa Húnabyggðar, Húnaþings vestra, Skagastrandar og Skagabyggðar , sbr. Samning um sameiginlegt þjónustusvæði á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk. Reglurnar munu einng fara til afgreiðslu hjá fyrrgreindum sveitarfélögum. Reglurnar koma til afgreiðslu nefndar eftir sumarleyfi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 14. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 55. fundi byggðarráðs 4. júlí 2023 með 3 atkvæðum.
  • 10.2 2306228 Umhyggjudagurinn
    Félagsmála- og tómstundanefnd - 14 Erindi barst frá Umhyggju, félagi langveikra barna. Félagið stendur að skipulagningu Umhyggjudags sem haldinn verður 26. eða 27. ágúst nk. og leita eftir samstarfi við sveitarfélög. Óskað er eftir því að sveitarfélagið bjóði frítt í sund á milli kl 14 og 16 á Umhyggjudegi.
    Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir að taka þátt með því að bjóða frítt í sund í sundlaugar sveitarfélagsins á Umhyggjudeginum á milli kl. 14 og 16.
    Bókun fundar Afgreiðsla 14. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 55. fundi byggðarráðs 4. júlí 2023 með 3 atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 14 Fulltrúar Ungmennaráðs Skagafjarðar komu á fundinn og ræddu um reglur ráðsins.
    Félagsmála- og tómstundanefnd leggur áherslu á mikilvægi þess að eiga í góðu samstarfi við Ungmennaráð Skagafjarðar varðandi málefni ungmenna í Skagafirði. Samkvæmt reglum um ungmennaráð Skagafjarðar skal Félagsmála- og tómstundanefnd boða tvo fulltrúa ráðsins á fund nefndarinnar þegar fjalla á um mál sem snertir ungmenni í sveitarfélaginu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 14. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 55. fundi byggðarráðs 4. júlí 2023 með 3 atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 14 Lögð fram tvö mál, færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 14. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 55. fundi byggðarráðs 4. júlí 2023 með 3 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 09:41.