Fara í efni

Byggðarráð Skagafjarðar

24. fundur 30. nóvember 2022 kl. 14:00 - 16:54 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson formaður
  • Gísli Sigurðsson varaform.
  • Álfhildur Leifsdóttir aðalm.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Umsögn um frumvarp til fjáraukalaga 2022

Málsnúmer 2211293Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar leggur ríka áherslu á að fjárlaganefnd og Alþingi allt taki tillit til verulegrar vanfjármögnunar af hálfu ríkisins til þjónustu við fatlað fólk. Nauðsynlegt er að bregðast við án tafar enda er um að ræða helstu ógnun samtímans við fjárhagslega sjálfbærni sveitarstjórnarstigsins í heild sinni í landinu. Allar upplýsingar um hallann á liðnum árum, orsakir hans og greiningu liggja fyrir núna um mánaðarmótin nóvember/desember í kjölfar vinnu starfshóps um kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk. Nauðsynlegt er að grípa þegar til aðgerða og styður byggðarráð Skagafjarðar tillögur Sambands íslenskra sveitarfélaga þar að lútandi um að ríkið tryggi að lágmarki 6,8 ma. kr. í fjáraukalögum þessa árs, sem þó er ekki nema tæplega helmingur rekstrarhalla málaflokksins á árinu 2021, og taki svo með heildstæðum hætti á fjármögnun rekstrarhallans á næsta ári. Ekki er hægt að bíða lengur með aðgerðir enda blasir við í rekstri og fjárhagsáætlunum allra sveitarfélaga landsins að hallinn íþyngir sveitarfélögunum verulega og ógnar því að sveitarfélögin geti veitt fötluðu fólki þá þjónustu sem það á rétt á samkvæmt lögum sem Alþingi hefur sjálft sett.

Rétt er að geta þess að Sveitarfélagið Skagafjörður óskaði á árinu 2020 eftir að gerð yrði úttekt á rekstri málefna fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra og var HLH ráðgjöf fengin til þess verkefnis. Í ljósi þess að sveitarfélagið fer með alla umsýslu málaflokksins í umboði sveitarstjórna á þjónustusvæðinu var einkar mikilvægt að fá faglegt og rekstrarlegt mat á þeirri ábyrgð sem Sveitarfélaginu Skagafirði er falin samkvæmt þjónustusamningnum. Í fáum orðum staðfestir úttekt HLH að faglegur rekstur sé í góðu samræmi við lög og reglugerðir, ekki er um umfram þjónustu að ræða og almenn sátt ríki um rekstur einstakra starfsstöðva sem og samskipti þeirra við stjórnsýslu Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Í því ljósi er óhætt að segja að faglega og rekstrarlega sé staðið að málaflokknum á Norðurlandi vestra í samræmi við lög sem Alþingi hefur sett og reglugerðir ráðuneyta þar að lútandi.

Hallinn á rekstri málaflokksins var 24 m.kr. hjá Sveitarfélaginu Skagafirði árið 2020 en á árinu 2021 var hann kominn í 151 m.kr. Horfur eru á að hallinn aukist enn á árinu 2022 og verði þá um 170 m.kr. hjá sameinuðu sveitarfélagi í Skagafirði. Í fjárhagsáætlun ársins 2023 er gert ráð fyrir að hallinn hjá Skagafirði einum og sér verði svipaður og á yfirstandandi ári og ríflega 288 m.kr. á starfssvæðinu öllu, þ.e. Norðurlandi vestra. Bein framlög Skagafjarðar til málaflokksins eru því vel yfir hálfur milljarður króna á þessu 4 ára tímabili. Er um að ræða málaflokk sem erfitt er að hagræða í án þess að ganga á lögbundna þjónustu og rétt notenda þannig að þar er fyrst og fremst um tekjuvanda að ræða. Rétt er að hafa í huga að breytingar sem gerðar voru á lögum á Alþingi árið 2018 um breytt þjónustuviðmið hafa haft verulega íþyngjandi áhrif á rekstur málaflokksins fjárhagslega. Það er afar brýnt að ríkisvaldið leiðrétti sín framlög strax í fjáraukalögum 2022.

2.Fjárhagsáætlun Skagafjarðar 2023-2026

Málsnúmer 2208220Vakta málsnúmer

Farið yfir gögn vegna fjárhagsáætlunar 2023. Lögð fram drög annars vegar að áætlun eignasjóðs um meiriháttar viðhald fasteigna og hins vegar framkvæmdaáætlun eignasjóðs og B hluta fyrirtækja.

3.Bilað hljóðkerfi í íþróttahúsinu á Sauðárkróki

Málsnúmer 2210120Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað frá frístundastjóra dagsett 28. nóvember 2022 varðandi tilboð í nýtt hljóðkerfi fyrir íþróttahúsið á Sauðárkróki. Hljóðkerfi íþróttahússins er bilað og enginn hátalaranna virkur. Frístundastjóri hafði samband við fjögur fyrirtæki og fékk tilboð frá þremur.
Byggðarráð samþykkir að taka lægsta tilboði frá Exton og gjaldfærist á rekstur íþróttahússins.

4.Styrkbeiðni vegna fasteignaskatts

Málsnúmer 2203113Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn dagsett 10. mars 2022 frá Skagafjarðardeild Rauða krossins, um styrk til greiðslu fasteignaskatts 2022.
Með tilvísun í reglur sveitarfélagsins um styrki til greiðslu fasteignaskatts skv. 2. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995, samþykkir byggðarráð að veita styrk sem nemur 30% af álögðum fasteignaskatti af fasteigninni Aðalgata 10B, F2131118.

5.Ósk um fund

Málsnúmer 2211242Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 21. nóvember 2022 frá skíðadeild Ungmennafélagsins Tindastóls, þar sem stjórn og framkvæmdastjóri deildarinnar óska eftir fundi með sveitarstjóra og byggðarráði til að ræða ýmis málefni deildarinnar.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að bjóða forsvarsmönnum skíðadeildarinnar á fund byggðarráðs.

6.Aðstaða fyrir Siglingaklúbbinn Drangey

Málsnúmer 2210294Vakta málsnúmer

Aðstöðumál Siglingaklúbbsins Drangeyjar rædd.
Gert var fundarhlé kl. 15:45 og fundi síðan fram haldið kl. 16:35.

7.Ketubjörg, ferðamannastaður, gerð bílastæða og stíga

Málsnúmer 2209069Vakta málsnúmer

Steinn L. Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs og Ingvar Páll Ingvarsson verkefnastjóri sátu fundinn undir þessum dagskrárlið. Steinn kynnti fyrirhuguð áform um bætt aðgengi ferðamanna að Ketubjörgum. Verkefnið hefur hlotið styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.
Byggðarráð samþykkir að vísa framkvæmdinni til gerðar fjárhagsáætlunar 2023.

8.Samþykkt gatnagerðargj, stofngj. fráveitu, byggingarleyfis og þjón.gj. 2023

Málsnúmer 2210105Vakta málsnúmer

Lögð fram samþykkt um gatnagerðargjald, stofngjald fráveitu og byggingarleyfis- og þjónustugjöld í sveitarfélaginu Skagafirði, með gildistíma frá 1. janúar 2023.
Byggðarráð samþykkir framlagða samþykkt og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

9.Gjaldskrá skipulagsfulltrúa 2023

Málsnúmer 2210121Vakta málsnúmer

Lögð fram gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu, stofnun lóða, byggingarreita og útgáfu framkvæmdaleyfa í Skagafirði.
Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

10.Vefstefna Skagafjarðar

Málsnúmer 2208268Vakta málsnúmer

Lögð fram vefstefna sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Byggðarráð samþykkir framlagða stefnu og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

11.Umsagnarbeiðni; Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga (gjaldstofn fasteignaskatts)

Málsnúmer 2211320Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 28. nóvember 2022 frá nefndasviði Alþingis. Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995 (gjaldstofn fasteignaskatts), 63. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 12. desember nk.

12.Samráð; Grænbók um sveitarstjórnarmál

Málsnúmer 2211287Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 25. nóvember 2022 þar sem innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 229/2022, "Grænbók um sveitarstjórnarmál". Umsagnarfrestur er til og með 16.12.2022.

13.Alþjóðadagur fatlaðs fólks 3. des - þátttaka sveitarfélaga í upplýstu samfélagi

Málsnúmer 2211274Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf dagsett 23. nóvember 2022 frá Öryrkjabandalagi Íslands til sveitarfélaga, varðandi alþjóðadag fatlaðs fólks þann 3. desember nk. - þátttaka í upplýstu samfélagi.

Fundi slitið - kl. 16:54.