Fara í efni

Byggðarráð Skagafjarðar

13. fundur 14. september 2022 kl. 14:00 - 15:10 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson formaður
  • Gísli Sigurðsson varaform.
  • Álfhildur Leifsdóttir aðalm.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá
Samþykkt var i upphafi fundar að taka mál nr. 2111222 á dagskrá með afbrigðum.

1.Innleiðing á farsældarlögum

Málsnúmer 2204179Vakta málsnúmer

Erindið áður á 12. fundi byggðarráðs. Lagður fram samningur um rekstur umdæmisráðs barnaverndar á landsvísu ásamt erindisbréfi fyrir valnefnd.
Byggðarráð samþykkir framlagðan samning og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

2.Steintún 2 - sala lands

Málsnúmer 2205135Vakta málsnúmer

Lögð fram kauptilboð í landið Steintún 2, 69.248m2, landnúmer 234210, fastanúmer 252-2420, frá eftirtöldum: Jón Svavarss málarameistari ehf., Jóhönnu Friðriksdóttur, Kristjáni Inga Sigurðssyni, Einari Bjarna Björnssyni, Hestasport Ævintýraferðir ehf., Róbert Loga Jóhannessyni og Viðari Ágústssyni.
Byggðarráð samþykkir að taka hæsta tilboði frá Jóhönnu Friðriksdóttur að fjárhæð 4.500.000 kr.

3.Austurgata 11, Hofsósi

Málsnúmer 2111222Vakta málsnúmer

Lögð fram kauptilboð í fasteignina Austurgötu 11 á Hofsósi, F214-3598, parhús 174 fm., þ.e. íbúð 138 fm og bílskúr 36 fm. Tilboð bárust frá Ólafi Karlssyni, Þórhalli Erni Ragnarssyni og Ingu Þórey Þórarinsdóttur og að lokum frá Jóni Bjarna Emilssyni og Pálínu Magnúsdóttur.
Byggðarráð samþykkir að taka hæsta tilboði að fjárhæð 25.500.000 kr. í fasteignina frá Ólafi Karlssyni.

4.Víðimýri 8

Málsnúmer 2203126Vakta málsnúmer

Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra og fjármálastjóra að ræða við eiganda íbúðar F2132482 í Víðimýri 8 (íbúð 103) um möguleg kaup á fasteigninni.

5.Erindi varðandi sölu á heitu vatni til starfsemi í kennslu og fiskeldi Háskólans á Hólum

Málsnúmer 2207112Vakta málsnúmer

Erindið áður á 7. fundi byggðarráðs þann 20. júlí 2022. Lögð fram bókun 2. fundar veitunefndar frá 6. september s.l. sem hljóðar svo: "Málið var tekið fyrir og niðurstaðan er að bjóða Háskólanum á Hólum hámarks afslátt sem veittur er til stórnotenda og sprotafyrirtækja af gjaldskrá Skagafjarðarveitna á heitu vatni vegna reksturs fiskeldis- og fiskalíffræðideildar í Hjaltadal. Skagafjarðarveitur hafa ekki heimild til að veita hærri afslátt en samkvæmt gildandi gjaldskrá."
Byggðarráð tekur undir sjónarmið veitunefndar og staðfestir bókun nefndarinnar.

6.Áherslur um vindnýtingu - samskipti við starfshóp ráðuneytis

Málsnúmer 2209001Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur til allra sveitarfélaga og landshlutasamtaka, dagsettur 1. september 2022 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi vinnu starfshóps um nýtingu vindorku og óskir um umsagnir sveitarfélaga um tiltekin álitaefni.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að gera drög að umsögn og leggja fyrir byggðarráð.

7.Skipurit og stjórnskipurit Skagafjarðar

Málsnúmer 2208246Vakta málsnúmer

Lögð fram skipurit og stjórnskipurit fyrir sveitarfélagið Skagafjörð.
Byggðarráð samþykkir skipuritin með áorðnum breytingum og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.

8.Reglur um úthlutun lóða á Nöfum ofan Sauðárkróks

Málsnúmer 2208250Vakta málsnúmer

Lagðar fram reglur um úthlutun lóða á Nöfum ofan Sauðárkróks vegna nafnbreytingar á sveitarfélaginu í kjölfar sameiningar sveitarfélaganna í Skagafirði.
Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.

9.Persónuverndarstefna Skagafjarðar

Málsnúmer 2208234Vakta málsnúmer

Lögð fram Persónuverndarstefna Skagafjarðar.
Byggðarráð samþykkir stefnuna eins og hún er fyrir lögð og vísar henni til sveitarstjórnar.

10.Reglur um sölu íbúða

Málsnúmer 2208272Vakta málsnúmer

Lagðar fram reglur um sölu á íbúðum í eigu sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.

11.Reglur um stofnframlög

Málsnúmer 2208273Vakta málsnúmer

Lagðar fram reglur sveitarfélagsins Skagafjarðar um stofnframlög.
Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 15:10.