Fara í efni

Atvinnu- og ferðamálanefnd

65. fundur 19. ágúst 2010 kl. 13:00 - 15:30 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs
Dagskrá

1.Starfsemi Matís á Sauðárkróki

Málsnúmer 1008173Vakta málsnúmer

Arnljótur Bjarki Bergsson frá starfsstöð Matís á Sauðárkróki kom til fundarins og kynnti starfsemi stöðvarinnar.

2.Vest-Norden ferðakaupstefna á Akureyri í september

Málsnúmer 1008175Vakta málsnúmer

Rætt um Vest-Norden ferðakaupstefnuna sem fram fer á Akureyri í næsta mánuði. Nefndin ákveður að taka þátt í sýningunni í samstarfi við Félag ferðaþjónustunnar í Skagafirði.

3.Tilnefning fulltrúa í stýrihóp um atvinnumál með Skagafjarðarhraðlestinni

Málsnúmer 1008174Vakta málsnúmer

Nefndin samþykkir að fastir fulltrúar í Atvinnu- og ferðamálanefnd skuli sitja í stýrihópi um atvinnumál með Skagafjarðarhraðlestinni.

Fundi slitið - kl. 15:30.