Fara í efni

Atvinnu- og ferðamálanefnd

48. fundur 15. maí 2009 kl. 13:00 - 14:15 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Þorsteinn Tómas Broddason staðgengill sviðsstjóra markaðs- og þróunarsviðs
Dagskrá

1.Tjaldsvæði í Varmahlíð og Sauðárkróki rekstur 2009

Málsnúmer 0904064Vakta málsnúmer

Guðrún leggur fram minnisblað um rekstur á tjaldsvæði á Sauðárkróki. Nefndin samþykkir að reka tjaldsvæði á Sauðárkróki sumarið 2009 í samræmi við tillögur sem fram hafa verið lagðar í meðfylgjandi minnisblaði. Vinnuskólinn mun sjá um vöktun og umsjón svæðisins, kostnaður vegna þessa verður tekinn af lið 13-640.

2.Upplýsingamiðstöð ferðamála í Varmahlíð

Málsnúmer 0902060Vakta málsnúmer

Guðrún leggur fram minnisblað um rekstur Upplýsingamiðstöðvar ferðamála í Varmahlíð sumarið 2009.

3.Viðaukasamningur um upplýsingamiðstöð í Varmahlíð

Málsnúmer 0905040Vakta málsnúmer

Nefndin samþykkir viðaukasamning Ferðamálastofu um rekstur Upplýsingamiðstöðvar Ferðamála í Varmahlíð.

4.Bókunarmiðstöð í Upplýsingamiðstöðinni Varmahlíð

Málsnúmer 0905039Vakta málsnúmer

Nefndin samþykkir að taka þátt í tilraunaverkefni með Félagi Ferðaþjónustunnar í sumar um bókunarmiðstöð í Upplýsingamiðstöðinni.

5.Ensk útgáfa af ferðabæklingi Skagafjarðar

Málsnúmer 0905029Vakta málsnúmer

Guðrún leggur fram minnisblað um útgáfu ferðabæklings fyrir Skagafjörð á ensku og þýsku. Nefndin samþykkir útgáfu bæklingsins. Kostnaður fer af lið 13-620.

Fundi slitið - kl. 14:15.