Fara í efni

Atvinnu- og ferðamálanefnd

62. fundur 03. júní 2010 kl. 13:00 - 14:00 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs
Dagskrá

1.Frestun Landsmóts hestamanna

Málsnúmer 1006020Vakta málsnúmer

Til fundarins komu fulltrúar frá hestamannafélögunum í Skagafirði, Félagi ferðaþjónustunnar í Skagafirði og Sögusetri íslenska hestsins.

Rætt var um afleiðingar þess að ákveðið hefur að fresta Landsmóti hestamanna sem fara átti fram í Skagafirði 27. júní - 5. júlí n.k. Áætlað er að mótið fari fram sumarið 2011.

Frestun Landsmótsins er mikið áfall fyrir hestamennsku og ferðaþjónustu í landinu og samfélagið allt, þó sérstaklega í Skagafirði, þar sem búið var að skipuleggja móttöku þúsunda gesta. Mikilvægt er að dagsetning fyrir landsmót í Skagafirði að ári liggi fyrir sem allra fyrst.

Ákveðið var að ráðast í sameiginlegt átak til að bjóða upp á fjölbreytta afþreyingu fyrir gesti sem vilja sækja Skagafjörð heim þá daga sem landsmótið átti að standa. Gefin verður út sameiginleg tilkynning um átakið á næstu dögum. Atvinnu- og ferðamálanefnd ákveður að leggja til átaksins allt að kr. 1.000.000. af lið 13090.

2.Staða verkefna á sviði atvinnu- og ferðamálanefndar

Málsnúmer 1006021Vakta málsnúmer

Guðrún Brynleifsdóttir og Sigfús Ingi Sigfússon fóru í gegnum stöðu þeirra verkefna sem þau eru með í gangi.

3.Þakkir og kveðjur

Málsnúmer 1006022Vakta málsnúmer

Nefndarfólk þakkaði hvert öðru og starfsfólki nefndarinnar fyrir góða samvinnu á kjörtímabilinu.

Fundi slitið - kl. 14:00.