Fara í efni

Atvinnu- og ferðamálanefnd

57. fundur 25. febrúar 2010 kl. 12:30 - 13:50 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs
Dagskrá

1.Nýr útvarpsþáttur um atvinnuleit

Málsnúmer 1002181Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Sveinbirni F. Péturssyni þar sem hann óskar eftir styrk til að halda úti útvarpsþætti um atvinnumál.

Nefndin sér sér ekki fært að verða við erindinu.

2.Byggðakvóti fiskveiðiársins 2009/2010

Málsnúmer 1002010Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Sjávarútvegs- og Landbúnaðarráðuneyti um byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2009-2010. Úthlutað var 86 þorskígildistonnum til Hofsóss og 50 þorskígildstonnum til Sauðárkróks. Nefndin sér ekki ástæðu til að óska eftir breytingum á því fyrirkomulagi sem í gildi er í lögum og reglugerðum varðandi nýtingu byggðakvóta í Skagafirði fyrir yfirstandandi fiskveiðiár.

3.Ensk útgáfa vefsins www.visitskagafjordur.is

Málsnúmer 1002226Vakta málsnúmer

Rætt um næstu skref varðandi opinbert kynningarefni fyrir ferðamenn í Skagafirði. Næstu skref eru að til verði ensk útgáfa af vefsvæðinu visitskagafjordur.is. Sviðsstjóra falið að kanna kostnað við verkefnið og leggja hana fram á næsta fundi nefndarinnar.

4.Samstarf sveitarfélagsins Skagafjarðar og Skagafjarðarhraðlestarinnar í Atvinnumálum

Málsnúmer 0909085Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samningi milli sveitarfélagsins og Skagafjarðarhraðlestarinnar um samstarf í atvinnumálum.

Afgreiðslu málsins frestað.

5.Samningur við Skagafjarðarhraðlest - Ósk um upplýsingar

Málsnúmer 1002004Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Gísla Árnasyni þar sem hann óskar eftir upplýsingum varðandi samstarf sveitarfélagsins við Skagafjarðarhraðlestina. Erindinu var vísað til nefndarinnar frá Byggðaráði.

Sviðsstjóra falið að taka saman greinargerð um málið fyrir næsta fund nefndarinnar.

Fundi slitið - kl. 13:50.