Fara í efni

Atvinnu- og ferðamálanefnd

64. fundur 08. júlí 2010 kl. 14:00 - 16:30 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs
Dagskrá

1.Kynning á atvinnuráðgjöf SSNV

Málsnúmer 1007024Vakta málsnúmer

Katrín María Andrésdóttir atvinnuráðgjafi frá SSNV kom til fundarins og kynnti starfsemi SSNV atvinnuráðgjafar.

2.Kynningarmyndband fyrir Skagafjörð

Málsnúmer 1007021Vakta málsnúmer

Árni Gunnarsson og Stefán Friðrik Friðriksson frá Skottu kvikmyndafjelagi komu til fundarins og kynntu fyrirtækið og vinnu sína við gerð kynningarkvikmynda fyrir Skagafjörð. Nefndin lýsir áhuga á frekara samstarfi um verkefnið og felur sviðsstjóra að vinna áfram að málinu.

3.Fab Lab smiðja á Sauðárkróki

Málsnúmer 1007027Vakta málsnúmer

Valur Árnason frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands kom til fundar við nefndina og kynnti ásamt Áskeli Heiðari þá vinnu sem fram hefur farið við undirbúning Fab Lab smiðju á Sauðárkróki.

Stefnt er að opnun setursins í september.

4.Flug um Alexendersflugvöll

Málsnúmer 1007044Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar samantekt frá Sigfúsi Inga um Alexandersflugvöll, nýtingu hans og áætlunarflug. Nefndin lýsir ánægju með framkvæmd áætlunarflugs til Sauðárkróks.

Nefndin samþykkir að leggja til við Byggðarráð að hafnar verði viðræður við Samgönguráðherra og flugfélagið Erni um áætlunarflugið til Sauðárkróks. Ennfremur er starfsmönnum falið að vinna áfram að málinu og frekari nýtingu Alexandersflugvallar.

5.Tjaldstæðamál í Skagafirði

Málsnúmer 1007045Vakta málsnúmer

Rætt um stöðu tjaldstæða í Skagafirði. Áskell Heiðar kynnti þá samninga sem í gildi eru í sumar varðandi tjaldstæðin á Sauðárkróki og Varmahlíð.

6.Ferðaþjónusta á Tröllaskaga

Málsnúmer 1007053Vakta málsnúmer

Rætt um hugmyndir um eflingu ferðaþjónstu á Tröllaskagasvæðinu og þau verkefni sem unnin hafa verið og tengjast því máli. Starfsmönnum falið að afla gagna fyrir nefndarmenn fyrir næsta fund.

Fundi slitið - kl. 16:30.