Fara í efni

Atvinnu- og ferðamálanefnd

81. fundur 15. mars 2012 kl. 11:30 - 14:30 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Bjarni Jónsson formaður
  • Viggó Jónsson varaform.
  • Ingvar Björn Ingimundarson ritari
  • Gunnsteinn Björnsson áheyrnarftr.
  • Árni Gísli Brynleifsson áheyrnarftr.
  • Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs
Fundargerð ritaði: Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs
Dagskrá

1.Skipulagning fuglaskoðunar í Skagafirði

Málsnúmer 1112123Vakta málsnúmer

Til fundarins komu Rósa Vésteinsdóttir og Tómas Árdal frá óstofnuðum klasa um fuglsskoðun og Félagi ferðaþjónustunnar í Skagafirði og Jón Örn Berndsen sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs. Rætt var um þá miklu möguleika sem liggja í uppbyggingu á fuglatengdri ferðaþjónustu í Skagafirði og mikilvægi þess að koma þeim möguleikum á framfæri.

Nefndin fagnar því frumkvæði sem hópurinn sýnir og lýsir áhuga á því að starfa með honum að uppbyggingu málsins.

2.Kynning á fyrirtækinu Markvert

Málsnúmer 1203057Vakta málsnúmer

Guðný Jóhannesdóttir kom og kynnti nýtt fyrirtæki, Markvert ehf. sem einbeitir sér m.a. að viðburðastjórnun og markaðsmálum.

Nefndin lýsir ánægju með þetta framtak og óskar eigendum þess velfarnaðar.

3.Beiðni um styrk

Málsnúmer 1202259Vakta málsnúmer

Árni Gunnarsson kom til fundarins og kynnti framtíðarsýn varðandi þróun listnámsbrautar í kvikmyndagerð við FNV og annars list- og hönnunarnáms.

Nefndin fagnar því frumkvæði sem Árni Gunnarsson undir merkjum Skottu og Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra hafa sýnt varðandi uppbyggingu kvikmyndanáms á síðustu misserum. Sá árangur sem þegar hefur náðst sýnir að miklir möguleikar eru til frekari uppbyggingar og þróunar á þessu sviði. Nefndin lýsir yfir áhuga á því að styðja við verkefnið.

Nefndin bókar eftirfarandi:

Atvinnu- og ferðamálanefnd hvetur Mennta- og menningarmálaráðherra eindregið til að samþykkja að Listnámsbraut í kvikmyndagerð verði sett á laggirnar við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra sem fyrst. Slíkt nám myndi auka verulega framboð á verknámi við skólann, ekki síst framboð á námi sem höfðar til beggja kynja.

4.Erindi til atvinnu- og ferðamálanefndar

Málsnúmer 1202270Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Tómasi Árdal og Selmu Hjörvarsdóttur þar sem þau mótmæla orðum sviðsstjóra Markaðs- og þróunarsviðs varðandi skort á gistirými í Skagafirði.

Nefndin leggur áherslu á að til eru fjölbreytt flóra gistingar í Skagafirði en telur jafnframt að það yrði til að styðja ferðaþjónustu í Skagafirði að auka framboð á fjölbreyttum gistimöguleikum á heilsársgrunni. Nefndin leggur einnig áherslu á að kynna vel gistimöguleika í Skagafirði.

5.Samningur um rekstur upplýsingamiðstöðvar 2012

Málsnúmer 1202268Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samningi milli Ferðamálastofu og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um styrk til rekstrar upplýsingamiðstöðvar á árinu 2012.

Nefndin samþykkir fyrirliggjandi drög og felur sviðsstjóra að ganga frá samningi.

6.Samningur við Markaðsskrifstofu Norðurlands

Málsnúmer 1201274Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar samstarfssamningur milli Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og Markaðsstofu Norðurlands fyrir árið 2012.

7.Styrkumsókn - Efling smáframleiðslu matvæla

Málsnúmer 1203075Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins þar sem tilkynnt er að verkefnið Efling smáframleiðslu matvæla sem Matarkistan Skagafjörður stendur fyrir hafi hlotið styrk að upphæð 5.500.000 frá ráðuneytinu.

Nefndin fagnar þessari niðurstöðu og ákveður að óska eftir fundi með stjórn Matarkistunnar til að ræða næstu skref varðandi verkefnið.

8.Tillaga um tímabundna niðurfellingu á gatnagerðargjöldum

Málsnúmer 1102103Vakta málsnúmer

Nefndir leggur til við sveitarstjórn að tímabundin niðurfelling gatnagerðargjalda á tilbúnum íbúðalóðum, sem samþykkt var í sveitarstjórn á fundi hennar 22.febrúar 2011 verði framlengd um eitt ár, en að óbreyttu mun henni ljúka 1. júlí nk.

9.Samstarf Alþýðulistar og sveitarfélagsins árið 2012

Málsnúmer 1203225Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri ræddi um samstarf Alþýðulistar og sveitarfélagsins varðandi rekstur handverkshúss í Varmahlíð.

Nefndin tekur vel í áframhaldandi samstarf um þetta mál og felur sviðsstjóra að útbúa samning um samstarf ársins fyrir næsta fund.

10.Samkeppni um ljósmyndir og kvikmyndabrot úr Skagafirði

Málsnúmer 1203227Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri lagði fram hugmyndir um samkeppni um ljósmyndir og kvikmyndabrot úr Skagafirði.

Nefndir samþykkir fyrirliggjandi tillögur og felur sviðsstjóra útfærslu og framkvæmd málsins.

Fundi slitið - kl. 14:30.