Fara í efni

Atvinnu- og ferðamálanefnd

16. fundur 15. janúar 1999 kl. 08:30 - 11:45 Skrifstofa Skagafjarðar

Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar

Fundur  16 – 15.01.1999

 

            Föstudaginn 15. janúar 1999 kom atvinnu- og ferðamálanefnd saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 8.30.

            Mættir voru:  Brynjar Pálsson, Einar Gíslason, Stefán Guðmundsson, Sveinn Árnason, Orri Hlöðversson og Rósa M. Vésteinsdóttir.

 

Dagskrá:

  1. Málefni er varða Atvinnuþróunarfélag Skagafjarðar.
  2. ClicOn Ísland.
  3. Atvinnumál á Hofsósi.
  4. Atvinnumál.
  5. Ferðamál.
  6. Önnur mál.

 

Afgreiðslur:

1. Stefán Guðmundsson fór yfir aðdraganda á stofnun Atvinnuþróunarfélags Skagafjarðar og afhenti Orra Hlöðverssyni gögn varðandi stofnun félagsins.  Fyrsti stjórnarfundur í Atvinnuþróunarfélaginu verður haldinn í dag.  Rætt var um eignarhaldsfélag fyrir fjárfestingarsjóð í Skagafirði.  Samþ. að fara þess á leit við Atvinnuþróunarfélag Skagafjarðar að það vinni að undirbúningi á stofnun félagsins.

 

2. Atvinnumálanefnd leggur til við sveitarstjórn að helmingur af hlutafé Skagafjarðar verði selt Sjávarleðri hf. kr. 3.000.000.- og að þær 3.000.000 kr sem eftir standa verði Skagfirðingum boðið til kaups.

 

3. Kynnt voru bréf, sem hafa borist vegna atvinnuásatands á Hofsósi.  Samþ. að óska eftir fundi með fulltrúum frá Höfða hf. og Rækjunesi á næsta fund nefndarinnar.

 

4.  Á fundinn komu Anna Kristín Gunnarsdóttir, Snorri Björn Sigurðsson stjórnarmenn í Vöku ásamt Sigríði Gísladóttur framkvæmdarstjóra.  Verið er að flytja vélar og tæki í geymslu í Varmahlíð.  Rætt um framtíð Vöku. Fram kom ósk frá hluta af stjórn Vöku að halda áfram þáttöku í markaðsátaki fyrir íslenskar ullarvörur í U.S.A og Kanada.  Leggja þarf fram 500.000 kr. í hlutafé til áframhaldandi þátttöku.  Atvinnumálanefnd leggur til að lagt verði til hlutafé í verkefnið.

 

5. Rætt um Skagfirska hestadaga.  Um er að ræða kynningu á ræktunarbúum í Skagafirði eina helgi á komandi sumri.  Rætt hefur verið við aðila í greininni.  Gönguferð að Óskatjörn í Tindastól á Jónsmessunótt.  Að leitað verði samstarfs við göngufólk í Skagafirði vegna verkefnisins. 

Ferðamálafulltrúa verði falið að vinna að málinu með áhugaaðilum.

 

Fundi lauk kl. 11.45.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið.

Sveinn Árnason

Orri Hlöðversson

Rósa María Vésteinsdóttir

Brynjar Pálsson

Einar Gíslason

Stefán Guðmundsson