Fara í efni

Atvinnu- og ferðamálanefnd

91. fundur 26. júní 2013 kl. 16:00 - 16:50 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Bjarni Jónsson formaður
  • Viggó Jónsson varaform.
  • Ingvar Björn Ingimundarson ritari
  • Gunnsteinn Björnsson áheyrnarftr.
  • Sigfús Ingi Sigfússon starfsm. mark.- þróunarsviðs
Fundargerð ritaði: Sigfús Ingi Sigfússon Verkefnastjóri
Dagskrá

1.Sóknaráætlun Norðurlands vestra - Markaðs- og kynningarátak í Skagafirði

Málsnúmer 1305183Vakta málsnúmer

Rætt um útfærslu á markaðs- og kynningarátaki í Skagafirði sem unnið er samkvæmt sóknaráætlun Norðurlands vestra. Samþykkt að verja allt að 1 m.kr. til þess að vinna að myndbandsefni sem fellur innan verkefnisins. Sigfúsi Inga falið að fylgja því eftir. Vinna við nýjan visitskagafjordur.is vef er langt komin og verður lokið á næstunni. Áfram verði unnið að undirbúningi og útfærslu á öðrum þáttum markaðs- og kynningarátaksins en stefnt er að sérstökum vinnufundi nefndarinnar um þau mál á næstu vikum.

2.Lummudagar 2013

Málsnúmer 1306208Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn um stuðning vegna héraðshátíðarinnar Lummudaga 2013. Samþykkt að styrkja hátíðina um kr. 150.000,- Viggó Jónsson vék af fundi undir þessum lið.

3.Kynningarefni ferðaþjónustunnar

Málsnúmer 1303488Vakta málsnúmer

Nýtt og væntanlegt kynningarefni ferðaþjónustunnar í Skagafirði skoðað og rætt um næstu skref í þeim efnum.

Fundi slitið - kl. 16:50.