Fara í efni

Atvinnu- og ferðamálanefnd

90. fundur 23. maí 2013 kl. 20:00 - 21:15 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Bjarni Jónsson formaður
  • Viggó Jónsson varaform.
  • Ingvar Björn Ingimundarson ritari
  • Gunnsteinn Björnsson áheyrnarftr.
  • Sigfús Ingi Sigfússon starfsm. mark.- þróunarsviðs
Fundargerð ritaði: Sigfús Ingi Sigfússon Verkefnastjóri
Dagskrá

1.Air 66N flugklasi

Málsnúmer 1305175Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá Air 66N flugklasa um áframhaldandi stuðning við uppbyggingu millilandaflugs til Norðurlands. Atvinnu- og ferðamálanefnd hefur góðar væntingar til verkefnisins og samþykkir að veita kr. 250.000,- til verkefnisins að þessu sinni.

2.Tónlistarhátíðin Gæran 2013

Málsnúmer 1304341Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn um styrk frá forsvarsmönnum tónlistarhátíðarinnar Gærunnar. Atvinnu- og ferðamálanefnd fagnar þessu ágæta framtaki og hvetur aðstandendur hátíðarinnar til að halda áfram uppbyggingu og þróun hátíðarinnar. Nefndin samþykkir að veita kr. 200.000,- til hátíðarinnar og beinir því til starfsmanna nefndarinnar að aðstoða eftir föngum við undirbúning hennar.

3.Alþjóðlegur sumarskóli Skagfirsku kvikmyndaakademíunnar

Málsnúmer 1305176Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá Skagfirsku kvikmyndaakademíunni um styrk til sumarskóla í kvikmyndafræðum í Skagafirði en þátttakendur skólans koma víða að úr heiminum. Atvinnu- og ferðamálanefnd lýsir yfir mikilli ánægju með þetta góða framtak og telur góðar líkur á að sumarskólinn í Skagafirði sé kominn til að vera. Nefndin samþykkir að veita kr. 150.000,- til skólans.

4.Bjórhátíð á Hólum í Hjaltadal 2013

Málsnúmer 1304275Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá aðstandendum Bjórhátíðarinnar á Hólum í Hjaltadal um styrk til menningarviðburðarins. Atvinnu- og ferðamálanefnd telur sér ekki fært að styrkja Bjórhátíðina á Hólum í Hjaltadal að þessu sinni en minnir á að Sveitarfélagið Skagafjörður veitir umtalsverða fjármuni í Menningarsamning Norðurlands vestra og telur rétt að beina styrkbeiðni vegna þessa menningarviðburðar í þann farveg.

5.Styrkbeiðni vegna upplýsingamiðstöðvar í Aðalgötu 20

Málsnúmer 1305178Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá Lafleur web slf. um styrk til upplýsingamiðstöðvar fyrir ferðamenn á Aðalgötu 20. Atvinnu- og ferðamálanefnd þakkar fyrir erindið og óskar Benedikt Lafleur góðs gengis við rekstur upplýsingamiðstöðvar í Aðalgötu 20. Sveitarfélagið Skagafjörður stendur sjálft fyrir rekstri upplýsingamiðstöðvar fyrir ferðamenn í Minjahúsinu á Sauðárkróki í sumar og ekki er í fjárhagsáætlun fyrir árið 2013 gert ráð fyrir meiri fjármunum í rekstur upplýsingamiðstöðva. Nefndin hafnar því erindinu en telur ástæðu til að fara yfir rekstrarfyrirkomulag og opnunartíma upplýsingamiðstöðva fyrir ferðamenn á Sauðárkróki í fjárhagsáætlun fyrir árið 2014.

6.Bæjarfjöllin í Skagafirði - umsókn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða

Málsnúmer 1303015Vakta málsnúmer

Kynnt niðurstaða umsóknar í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða vegna verkefnisins "Bæjarfjöllin í Skagafirði - upplýsinga- og fræðsluskilti". Verkefnið fékk úthlutað styrk að upphæð kr. 1.025.000,-

7.Sóknaráætlun Norðurlands vestra - Markaðs- og kynningarátak í Skagafirði

Málsnúmer 1305183Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar verkefnasamningur samkvæmt sóknaráætlun Norðurlands vestra en Sveitarfélagið Skagafjörður fær styrk í gegnum áætlunina til markaðs- og kynningarátaks.

Fundi slitið - kl. 21:15.